Körfubolti

Hannes: Von á um 2.000 Íslendingum til Finnlands

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ.
Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. vísir/eyþór
Einhverjir hlógu er KKÍ lofaði því að koma með 2.000 íslenska áhorfendur á EM í körfubolta í Finnlandi. Það er ekki mikið hlegið í dag.

„Þetta er að hafast hjá okkur. Við erum komnir með hátt í 1.800 sem verða yfir helgina og svo eru 1.200 manns sem ætla að vera á öllum leikjunum okkar. Við erum mjög ánægð en það væri gaman að sjá aðeins fleiri og fara yfir 2.000,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ.

„Það verður frábært að vera með alla þessa stuðningsmenn allan tímann á mótinu. Þetta er draumur í dós. Það fóru um þúsund manns með okkur til Berlín fyrir tveim árum síðan. Við vildum fylgja því eftir.“

Í viðtalinu við Hannes kemur einnig fram að kostnaðurinn við landsliðið á árinu verði í kringum 60 milljónir króna. Viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×