Velferð dýra og manna Jón Gíslason skrifar 24. ágúst 2017 06:00 Á forsíðu Fréttablaðsins föstudaginn 18. ágúst mátti lesa helstu frétt blaðsins þann daginn. Hún var um aflífun ótaminna slasaðra graðhesta, en margt er þar rangt og annað spuni. Matvælastofnun birti samdægurs leiðréttingu við fréttina og hefur Dýralæknafélag Íslands harmað fréttaflutning blaðsins á Fésbókarsíðu sinni.Að lina þjáningar Matvælastofnun kom að þessu máli ásamt sjálfstætt starfandi dýralæknum til að lina þjáningar lítt eða ótaminna graðhesta sem voru slasaðir eftir átök. Ekki var unnt að fanga hrossin og setja á þau múl eða skorða þannig að hægt væri að meðhöndla þau svo öruggt væri. Dýralæknir úrskurðaði að aflífa þyrfti nokkur hross þar sem meðhöndlun sára þeirra var ekki möguleg. Í samráði við eiganda var aflífun því framkvæmd á staðnum með skjótum hætti. Matvælastofnun gekkst síðan í ábyrgð fyrir greiðslu kostnaðar við þjónustu dýralækna vegna slasaðra hrossa sem hægt var að meðhöndla.Tortryggni Í umfjöllun Fréttablaðsins er sáð tortryggni í garð héraðsdýralæknis sem upplýsti að mannúðlega hafi verið staðið að verki og að hrossin hafi drepist samstundis, en þau voru skotin af stuttu færi og blóðguð strax. Í texta með mynd í blaðinu er fullyrt að tveir graðhestar hafi ekki drepist fyrr en þeir voru komnir nokkuð langt frá gerði þar sem aflífun fór fram. Auk þess er fullyrt að eitt hross hafi flækst í girðingu. Ýjað er að því sama í texta fréttarinnar. Hið rétta er að hræin voru dregin til eftir aflífun til að koma þeim úr augsýn hrossa sem átti eftir að aflífa. Eitt hrossið féll undir gerðið við aflífun og valt niður brekkuna fyrir neðan. Það útskýrir hvers vegna það hræ er lengra frá gerðinu en önnur. Dýralæknir sem var á svæðinu hefur einnig staðfest eftir skoðun mynda að hræ hafi verið flutt enn frekar til eftir að dýralæknarnir yfirgáfu svæðið.Brot á lögum og reglum Fullyrt er að Matvælastofnun hafi ekki farið að reglum um velferð hrossa við aflífun. Þetta er rangt. Undir þeim kringumstæðum sem þarna voru, villtir og skelfdir graðhestar sem ekki var hægt að nálgast nema leggja sig í lífshættu, var ekki val á öðru en að aflífa hrossin á staðnum. Það væri andstætt lögum um velferð dýra að bregðast ekki við, því eigandi er skyldugur að láta meðhöndla slösuð dýr eða aflífa. Var gætt að öllum þáttum sem varða kröfur um aflífun með sársaukalausum hætti og þannig að önnur dýr yrðu þess ekki vör og að hrossin yrðu ekki að þola óþarfa þjáningu og hræðslu. Það er ólíku saman að jafna að aflífa tamið hross sem hægt er að fanga og halda rólegu þannig að skot í höfuð sé nákvæmt eins og reglur segja til um.Ábyrgð eiganda og förgun hræja Þá var fullyrt að Matvælastofnun hafi tekið hrossin úr vörslu eiganda, en dýralæknar engu að síður gengið burt að lokinni aflífun og falið eigendum förgun hræjanna. Hið rétta er að engin vörslusvipting fór fram. Því hafði Matvælastofnun hvorki ábyrgð eða forræði á förgun. Það sem eftir stendur í fréttinni er því sú staðreynd að eigandi hrossanna hafði ekki flutt hræin í gám sveitarfélagsins sem til þess er ætlaður en úr því var bætt að kröfu Matvælastofnunar.Lokaorð Markmið Matvælastofnunar með aðkomu að þessu máli var að koma dýrum í neyð og eigendum þeirra til aðstoðar. Það sama á við um dýralækna sem kallaðir voru til. Þeir sem hafa átt við ótamda og hrædda graðhesta þekkja að það getur verið hættulegt og er velferð manna þá einnig í húfi. Það er því ekki verjandi að tortryggja að ósekju störf fólks sem setur sig í hættu við að lina þjáningar slasaðra graðhesta. Nálgast má nánari upplýsingar og leiðréttingar við umrædda umfjöllun á heimasíðu Matvælastofnunar, mast.is.Höfundur er forstjóri Matvælastofnunar.Athugasemd ritstjórnarFréttablaðið fagnar því að geta birt athugasemdir Matvælastofnunar (MAST). Ritstjórnin vekur athygli á því að fyrr í síðustu viku var birt leiðrétting á atriðum upphaflegu fréttarinnar er vörðuðu vörslusviptingu á hrossum. Ritstjórn hefur leitað upplýsinga hjá þeim sem þekkja vel til hrossaræktar sem staðfesta athugasemdir MAST varðandi þá hættu sem skapast þegar átt er við skelfda graðhesta og þær aðferðir við aflífun sem eru mögulegar undir slíkum kringumstæðum. Leiðréttist það hér með. Ritstjórn hefur hins vegar hvorki fengið útskýringar á því af hverju hræ hrossanna voru flutt til né af hverju þeim var ekki fargað fyrr en nokkrum dögum eftir að hrossin voru aflífuð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Tengdar fréttir Hrossin eins og hráviði einni viku síðar Fjórir graðhestar sem skotnir voru á færi að tilmælum Matvælastofnunar í síðustu viku liggja enn eins og hráviði um landareignina Skriðuland. 18. ágúst 2017 04:30 MAST: Krafðist of mikillar nákvæmni að skjóta hrossin í hausinn Ekki var hægt að aflífa hestana í Hörgársveit með þeim aðferðum sem kveðið er á um í reglugerð um velferð hrossa „þar sem hún krefst mikillar nákvæmni,“ að sögn Matvælastofnunar 18. ágúst 2017 18:00 Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Á forsíðu Fréttablaðsins föstudaginn 18. ágúst mátti lesa helstu frétt blaðsins þann daginn. Hún var um aflífun ótaminna slasaðra graðhesta, en margt er þar rangt og annað spuni. Matvælastofnun birti samdægurs leiðréttingu við fréttina og hefur Dýralæknafélag Íslands harmað fréttaflutning blaðsins á Fésbókarsíðu sinni.Að lina þjáningar Matvælastofnun kom að þessu máli ásamt sjálfstætt starfandi dýralæknum til að lina þjáningar lítt eða ótaminna graðhesta sem voru slasaðir eftir átök. Ekki var unnt að fanga hrossin og setja á þau múl eða skorða þannig að hægt væri að meðhöndla þau svo öruggt væri. Dýralæknir úrskurðaði að aflífa þyrfti nokkur hross þar sem meðhöndlun sára þeirra var ekki möguleg. Í samráði við eiganda var aflífun því framkvæmd á staðnum með skjótum hætti. Matvælastofnun gekkst síðan í ábyrgð fyrir greiðslu kostnaðar við þjónustu dýralækna vegna slasaðra hrossa sem hægt var að meðhöndla.Tortryggni Í umfjöllun Fréttablaðsins er sáð tortryggni í garð héraðsdýralæknis sem upplýsti að mannúðlega hafi verið staðið að verki og að hrossin hafi drepist samstundis, en þau voru skotin af stuttu færi og blóðguð strax. Í texta með mynd í blaðinu er fullyrt að tveir graðhestar hafi ekki drepist fyrr en þeir voru komnir nokkuð langt frá gerði þar sem aflífun fór fram. Auk þess er fullyrt að eitt hross hafi flækst í girðingu. Ýjað er að því sama í texta fréttarinnar. Hið rétta er að hræin voru dregin til eftir aflífun til að koma þeim úr augsýn hrossa sem átti eftir að aflífa. Eitt hrossið féll undir gerðið við aflífun og valt niður brekkuna fyrir neðan. Það útskýrir hvers vegna það hræ er lengra frá gerðinu en önnur. Dýralæknir sem var á svæðinu hefur einnig staðfest eftir skoðun mynda að hræ hafi verið flutt enn frekar til eftir að dýralæknarnir yfirgáfu svæðið.Brot á lögum og reglum Fullyrt er að Matvælastofnun hafi ekki farið að reglum um velferð hrossa við aflífun. Þetta er rangt. Undir þeim kringumstæðum sem þarna voru, villtir og skelfdir graðhestar sem ekki var hægt að nálgast nema leggja sig í lífshættu, var ekki val á öðru en að aflífa hrossin á staðnum. Það væri andstætt lögum um velferð dýra að bregðast ekki við, því eigandi er skyldugur að láta meðhöndla slösuð dýr eða aflífa. Var gætt að öllum þáttum sem varða kröfur um aflífun með sársaukalausum hætti og þannig að önnur dýr yrðu þess ekki vör og að hrossin yrðu ekki að þola óþarfa þjáningu og hræðslu. Það er ólíku saman að jafna að aflífa tamið hross sem hægt er að fanga og halda rólegu þannig að skot í höfuð sé nákvæmt eins og reglur segja til um.Ábyrgð eiganda og förgun hræja Þá var fullyrt að Matvælastofnun hafi tekið hrossin úr vörslu eiganda, en dýralæknar engu að síður gengið burt að lokinni aflífun og falið eigendum förgun hræjanna. Hið rétta er að engin vörslusvipting fór fram. Því hafði Matvælastofnun hvorki ábyrgð eða forræði á förgun. Það sem eftir stendur í fréttinni er því sú staðreynd að eigandi hrossanna hafði ekki flutt hræin í gám sveitarfélagsins sem til þess er ætlaður en úr því var bætt að kröfu Matvælastofnunar.Lokaorð Markmið Matvælastofnunar með aðkomu að þessu máli var að koma dýrum í neyð og eigendum þeirra til aðstoðar. Það sama á við um dýralækna sem kallaðir voru til. Þeir sem hafa átt við ótamda og hrædda graðhesta þekkja að það getur verið hættulegt og er velferð manna þá einnig í húfi. Það er því ekki verjandi að tortryggja að ósekju störf fólks sem setur sig í hættu við að lina þjáningar slasaðra graðhesta. Nálgast má nánari upplýsingar og leiðréttingar við umrædda umfjöllun á heimasíðu Matvælastofnunar, mast.is.Höfundur er forstjóri Matvælastofnunar.Athugasemd ritstjórnarFréttablaðið fagnar því að geta birt athugasemdir Matvælastofnunar (MAST). Ritstjórnin vekur athygli á því að fyrr í síðustu viku var birt leiðrétting á atriðum upphaflegu fréttarinnar er vörðuðu vörslusviptingu á hrossum. Ritstjórn hefur leitað upplýsinga hjá þeim sem þekkja vel til hrossaræktar sem staðfesta athugasemdir MAST varðandi þá hættu sem skapast þegar átt er við skelfda graðhesta og þær aðferðir við aflífun sem eru mögulegar undir slíkum kringumstæðum. Leiðréttist það hér með. Ritstjórn hefur hins vegar hvorki fengið útskýringar á því af hverju hræ hrossanna voru flutt til né af hverju þeim var ekki fargað fyrr en nokkrum dögum eftir að hrossin voru aflífuð.
Hrossin eins og hráviði einni viku síðar Fjórir graðhestar sem skotnir voru á færi að tilmælum Matvælastofnunar í síðustu viku liggja enn eins og hráviði um landareignina Skriðuland. 18. ágúst 2017 04:30
MAST: Krafðist of mikillar nákvæmni að skjóta hrossin í hausinn Ekki var hægt að aflífa hestana í Hörgársveit með þeim aðferðum sem kveðið er á um í reglugerð um velferð hrossa „þar sem hún krefst mikillar nákvæmni,“ að sögn Matvælastofnunar 18. ágúst 2017 18:00
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun