Áforma að slökkva á kísilverksmiðjunni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. ágúst 2017 05:00 Kvartanir frá íbúum vegna mengunar frá verksmiðjunni skipta hundruðum síðustu misserin. vísir/vilhelm Áformað er að rekstur kísilverksmiðju United Silicon verði stöðvaður 10. september næstkomandi svo unnt sé að gera nauðsynlegar úrbætur. Mögulegt er að slökkt verði fyrr stöðvist ofn hennar lengur en í klukkustund eða ef afl hans fer undir tíu megawött. Þetta kemur fram í bréfi sem Umhverfisstofnun (UST) sendi fyrirtækinu í gærkvöldi. Fyrirtækið hefur viku andmælafrest. Kristleifur Andrésson, upplýsingafulltrúi United Silicon, segir ótímabært fyrir fyrirtækið að tjá sig um málið. „Þetta er bréf sem felur í sér uppgjör á frávikum sem hafa verið greind við eftirlit hjá fyrirtækinu. Það felur líka í sér viðbrögð við hvernig hefur gengið frá því að þau fengu heimild til endurræsingar í maí. Það hafa komið upp frekari bilanir síðan þá með tilheyrandi lyktarmengun,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, sviðstjóri hjá UST.Fjallað var um stöðu mála í Helguvík í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær og rætt við Sigrúnu.Ekki verði gefin heimild til að ræsa verksmiðjuna að nýju ef úrbætur verða ekki gerðar. „Það þarf að gera umræddar úrbætur og UST þarf að taka tíma til að yfirfara þær ef gefin verður heimild til ræsingar að nýju.“ „Þetta er mjög leiðinlegt og sorglegt að mál þurfi að æxlast svona eins og verið hefur með mál United Silicon. Þetta hefur verið sorgarsaga alveg frá byrjun,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra. Björt segir enn fremur að henni þyki undarlegt að þeir sem fari með fé almennings fjárfesti í fyrirtæki sem almenningur í nágrenninu hefur lýst yfir að hann sé á móti. „Hvernig geta stjórnendur lífeyrissjóða fundið út hjá sér að peningur almennings sé best ávaxtaður í fyrirtæki sem fólk er á móti og öll viðskiptasaga þess er á þennan veg?“ Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Áformað er að rekstur kísilverksmiðju United Silicon verði stöðvaður 10. september næstkomandi svo unnt sé að gera nauðsynlegar úrbætur. Mögulegt er að slökkt verði fyrr stöðvist ofn hennar lengur en í klukkustund eða ef afl hans fer undir tíu megawött. Þetta kemur fram í bréfi sem Umhverfisstofnun (UST) sendi fyrirtækinu í gærkvöldi. Fyrirtækið hefur viku andmælafrest. Kristleifur Andrésson, upplýsingafulltrúi United Silicon, segir ótímabært fyrir fyrirtækið að tjá sig um málið. „Þetta er bréf sem felur í sér uppgjör á frávikum sem hafa verið greind við eftirlit hjá fyrirtækinu. Það felur líka í sér viðbrögð við hvernig hefur gengið frá því að þau fengu heimild til endurræsingar í maí. Það hafa komið upp frekari bilanir síðan þá með tilheyrandi lyktarmengun,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, sviðstjóri hjá UST.Fjallað var um stöðu mála í Helguvík í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær og rætt við Sigrúnu.Ekki verði gefin heimild til að ræsa verksmiðjuna að nýju ef úrbætur verða ekki gerðar. „Það þarf að gera umræddar úrbætur og UST þarf að taka tíma til að yfirfara þær ef gefin verður heimild til ræsingar að nýju.“ „Þetta er mjög leiðinlegt og sorglegt að mál þurfi að æxlast svona eins og verið hefur með mál United Silicon. Þetta hefur verið sorgarsaga alveg frá byrjun,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra. Björt segir enn fremur að henni þyki undarlegt að þeir sem fari með fé almennings fjárfesti í fyrirtæki sem almenningur í nágrenninu hefur lýst yfir að hann sé á móti. „Hvernig geta stjórnendur lífeyrissjóða fundið út hjá sér að peningur almennings sé best ávaxtaður í fyrirtæki sem fólk er á móti og öll viðskiptasaga þess er á þennan veg?“
Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira