Klúr kláraheiti kölluðu á hestanafnanefndina Benedikt Bóas skrifar 25. ágúst 2017 06:00 Mósan ásamt Guðrúnu Þóru Björgvinsdóttur. MYND/KOLBRÚN HRAFNSDÓTTIR Jón Baldur Lorange, verkefnastjóri hjá MAST og WorldFeng skráningarkerfinu, segir að hestanafnanefndin hafi verið sett á laggirnar af illri nauðsyn. Nánast allir hestaeigendur nefni hrossin sín góðum og gildum íslenskum nöfnum en ekki allir. „Nöfnin eiga ekki að vera klúr eða skammstafanir og með ruddalegri meiningu. Það var farið að gefa hrossum slík nöfn og þá þarf að grípa inn í,“ segir hann. Fréttablaðið greindi frá hestanafnanefndinni í gær en í henni eiga tveir sæti. Annar er skipaður af ábyrgðarmanni hrossaræktar hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og formanni skýrsluhaldsnefndar FEIF, alþjóðasamtaka íslenska hestsins. Nefndin hefur hafnað nafninu Mósunni á þeirri forsendu að nöfn með greini brjóta í bága við íslenska nafnahefð og vegna þess að sérnöfn eru í sjálfu sér nokkurs konar jafngildi orða með greini. Hesteigendur geta skráð nafn á hross sín í WorldFeng. Nafni á hrossi er hægt að breyta þangað til hrossið hefur verið sýnt í kynbótadómi eða tekið þátt í keppni sem er skráð í WorldFeng. Þá er ekki hægt að breyta nafni eftir að hrossið hefur eignast skráð afkvæmi. Hesteigendur geta haft nafnabanka WorldFengs til viðmiðunar við nafngjöf, en vilji þeir nefna hrossið öðru nafni er hægt að sækja um leyfi fyrir því. Sé nafnið samþykkt er því bætt í nafnabankann. Jón segir að ákveðið hafi verið að herða á nafnareglunum á síðasta aðalfundi FEIF sem fram fór í Helsinki í ár. „Eitt af einkennum íslenska hestsins er íslenska nafnið. Það eru 99,9 prósent sammála því að halda í íslenska nafnahefð. Auðvitað hefur það verið þannig í gegnum tíðina að hrossunum hafa verið gefin ýmis nöfn og þá endar það þannig að það þarf að setja reglur því það var verið að gefa nöfn út í loftið. Þess vegna var sett inn kerfi hjá WorldFeng með nafnabanka og þar er búið að lesa inn nafnið á íslensku þannig að framburðurinn heyrist. Við erum með þessu að halda íslenskunni á lofti,“ segir hann. Jón bendir á að útlendingar vilji hafa íslenskt nafn á íslenska hrossinu sínu og þetta hafi verið gert að stórum hluta að beiðni erlendis frá. „Þeir vilja ekki kaupa íslenskt hross með útlensku nafni. Nema Hollendingar, þeir hafa verið svolítið á móti þessu. Örfáir Íslendingar líka.“ Hann bendir einnig á að nafnanefndin tengist ekki stjórnvöldum á nokkurn hátt. Birtist í Fréttablaðinu Hestar Landbúnaður Tengdar fréttir Nefnd um hestanöfn neitar nafni Mósunnar Bóndi á Skeggsstöðum fær ekki að nefna þriggja vetra merina sína Mósuna en frá febrúar hefur hestanafnanefnd úrslitavald um hvað hross megi heita. Atvinnuvegaráðuneytið skoðar nú á hvaða lagagrunni nefndin starfar. 24. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Jón Baldur Lorange, verkefnastjóri hjá MAST og WorldFeng skráningarkerfinu, segir að hestanafnanefndin hafi verið sett á laggirnar af illri nauðsyn. Nánast allir hestaeigendur nefni hrossin sín góðum og gildum íslenskum nöfnum en ekki allir. „Nöfnin eiga ekki að vera klúr eða skammstafanir og með ruddalegri meiningu. Það var farið að gefa hrossum slík nöfn og þá þarf að grípa inn í,“ segir hann. Fréttablaðið greindi frá hestanafnanefndinni í gær en í henni eiga tveir sæti. Annar er skipaður af ábyrgðarmanni hrossaræktar hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og formanni skýrsluhaldsnefndar FEIF, alþjóðasamtaka íslenska hestsins. Nefndin hefur hafnað nafninu Mósunni á þeirri forsendu að nöfn með greini brjóta í bága við íslenska nafnahefð og vegna þess að sérnöfn eru í sjálfu sér nokkurs konar jafngildi orða með greini. Hesteigendur geta skráð nafn á hross sín í WorldFeng. Nafni á hrossi er hægt að breyta þangað til hrossið hefur verið sýnt í kynbótadómi eða tekið þátt í keppni sem er skráð í WorldFeng. Þá er ekki hægt að breyta nafni eftir að hrossið hefur eignast skráð afkvæmi. Hesteigendur geta haft nafnabanka WorldFengs til viðmiðunar við nafngjöf, en vilji þeir nefna hrossið öðru nafni er hægt að sækja um leyfi fyrir því. Sé nafnið samþykkt er því bætt í nafnabankann. Jón segir að ákveðið hafi verið að herða á nafnareglunum á síðasta aðalfundi FEIF sem fram fór í Helsinki í ár. „Eitt af einkennum íslenska hestsins er íslenska nafnið. Það eru 99,9 prósent sammála því að halda í íslenska nafnahefð. Auðvitað hefur það verið þannig í gegnum tíðina að hrossunum hafa verið gefin ýmis nöfn og þá endar það þannig að það þarf að setja reglur því það var verið að gefa nöfn út í loftið. Þess vegna var sett inn kerfi hjá WorldFeng með nafnabanka og þar er búið að lesa inn nafnið á íslensku þannig að framburðurinn heyrist. Við erum með þessu að halda íslenskunni á lofti,“ segir hann. Jón bendir á að útlendingar vilji hafa íslenskt nafn á íslenska hrossinu sínu og þetta hafi verið gert að stórum hluta að beiðni erlendis frá. „Þeir vilja ekki kaupa íslenskt hross með útlensku nafni. Nema Hollendingar, þeir hafa verið svolítið á móti þessu. Örfáir Íslendingar líka.“ Hann bendir einnig á að nafnanefndin tengist ekki stjórnvöldum á nokkurn hátt.
Birtist í Fréttablaðinu Hestar Landbúnaður Tengdar fréttir Nefnd um hestanöfn neitar nafni Mósunnar Bóndi á Skeggsstöðum fær ekki að nefna þriggja vetra merina sína Mósuna en frá febrúar hefur hestanafnanefnd úrslitavald um hvað hross megi heita. Atvinnuvegaráðuneytið skoðar nú á hvaða lagagrunni nefndin starfar. 24. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Nefnd um hestanöfn neitar nafni Mósunnar Bóndi á Skeggsstöðum fær ekki að nefna þriggja vetra merina sína Mósuna en frá febrúar hefur hestanafnanefnd úrslitavald um hvað hross megi heita. Atvinnuvegaráðuneytið skoðar nú á hvaða lagagrunni nefndin starfar. 24. ágúst 2017 06:00