Þeir Guðjón Valur og Alexander spila núna saman með þýska liðinu Rhein Neckar Löwen og urðu þýskir meistarar á síðasta tímabili.
Íslenska körfuboltalandsliðið er á leiðinni til Finnlands þar sem liðið mun taka þátt í Eurobasket í Helsinki. Íslenska liðið spilar sinn fyrsta leik á fimmtudaginn kemur.
FIBA fékk þá Guðjón Val og Alexander til að senda körfuboltastrákunum baráttukveðjur fyrir átökin á Evrópumótinu. Kveðjan var birt á Twitter-síðu FIBA.
Different ball, same nationality. Good luck to @kkikarfa from Alexander Petersson and Gudjon Valur Sigurdsson. #EuroBasket2017pic.twitter.com/w1Aq3IyP75
— FIBA (@FIBA) August 25, 2017
„Jæja drengir. Við erum hérna tveir gamlir karlar sem ætlum að horfa á ykkur á mótinu í sumar. Gangi ykkur ógeðslega vel, það verður frábært að horfa á ykkur og þið gerið Íslendinga stolta eins þið hafið alltaf gert,“ sagði Guðjón Valur.
„Við erum með ykkur. Gangi ykkur vel,“ sagði Alexander og sýndi hnefann. Þeir sameinuðust síðan í því að segja: Áfram Ísland.