Í síðustu viku sagði Mayweather að þeir Brady væru nánir vinir.
„Hann er mjög, mjög náinn vinur. Ótrúlegur náungi sem býr yfir ótrúlegum hæfileikum. Hann er frábær gaur,“ sagði Mayweather.
Boxarinn virðist túlka samband þeirra á annan hátt en Brady ef marka má orð þess síðarnefnda í útvarpsþættinum Kirk & Callahan í dag.
„Ég hef hitt hann nokkrum sinnum. Hann er frábær bardagamaður og bardaginn í fyrradag var frábær,“ sagði Brady og vísaði til bardaga Mayweathers og Conors McGregor á laugardagskvöldið.
Mayweather sigraði Conor með tæknilegu rothöggi í tíundu lotu. Hann hefur unnið alla 50 bardaga sína á ferlinum.
