Bjóst ekki við að upplifa þetta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. ágúst 2017 06:00 Íslenski hópurinn sem keppir á Eurobasket stillir sér upp fyrir framan flugvélina sem fór með strákana til Helsinki í gærmorgun. vísir/ernir „Það var frábær tilfinning að labba svona inn í Leifsstöð.Þetta er vissulega skemmtileg tilbreyting og eitthvað sem ég bjóst ekki við að fá að upplifa,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson í gærmorgun rétt áður en hann steig upp í flugvél til Helsinki. Hann hefur verið í landsliðinu frá árinu 2000 og hefur svo sannarlega lifað tímanna tvenna þegar kemur að karlalandsliðinu í körfubolta. Einu sinni var það aðeins fjarlægur draumur að keppa á stórmóti en í gær var Hlynur á leið á sitt annað Evrópumót á tveimur árum.Eins og firmalið fyrir tíu árum „Umgjörðin er orðin allt önnur. Ég vildi ekki bera það saman við það þegar ég fyrst byrjaði. Fyrir tíu árum þá var þetta nánast eins og firmalið miðað við það sem er í dag með fullri virðingu fyrir því sem var í gangi þá. Það er stór munur á umgjörðinni og öllu,“ segir Hlynur. Hlynur er ekki sá eini sem upplifir breytta tíma á eigin skinni. „Umgjörðin og þetta er allt eitthvað nýtt fyrir okkur. Það var ekki sami pakki þegar við fórum til Berlínar,“ segir Jón Arnór Stefánsson og Martin Hermannsson tekur undir það. „Þetta er bara allt annað og virkilega gaman að sjá stökkið sem við erum búnir að taka frá síðasta Eurobasket. Auðvitað skiptir körfuboltinn meira máli en það er alltaf gaman þegar það er aðeins stjanað við mann,“ segir Martin.Jón Arnór Stefánsson, Pavel Ermolinskij, Hlynur Bæringsson, Brynjar Þór Björnsson og Tryggvi Snær Hlinason á ferðinni í gegnum Leifsstöð í gærmorgun.vísir/ernirSkemmtilegra ef ég væri yngri Hlynur er einn af þeim leikmönnum sem eiga hvað mestan þátt í því að liðið hefur komist svo langt á síðustu árum. „Við sem erum eldri erum stoltir af því að hafa náð því að byrja að koma liðinu á fyrstu stórmótin. Vonandi verða þau fleiri í framtíðinni. Það hefði samt verið skemmtilegra að vera þarna þegar maður var yngri,“ segir Hlynur. Martin Hermannsson, einn af þeim ungu, þekkir samt ekkert annað. „Ég veit ekki af hverju þessir gömlu leikmenn eru ekki löngu búnir að gera þetta. Ég er búinn að vera í fimm ár í landsliðinu og búinn að gera þetta tvisvar,“ segir Martin og skýtur létt á gömlu karlana í liðinu. Íslenska liðið býr vissulega að því að vera að fara á sitt annað Eurobasket á tveimur árum. „Það á eftir að nýtast okkur eitthvað, en þegar við mættum til Berlínar fyrir tveimur árum þá var þetta allt saman svo nýtt fyrir okkur. Við fórum þetta svolítið á adrenalíni og stemningunni og við megum ekki gleyma því,“ segir Jón Arnór og bætir við: „Við getum ekki mætt til Helsinki, þóst hafa gert þetta allt saman áður og verið einhverjir töffarar. Við þurfum að fara þetta á stemningunni og íslenska faktornum eins og hefur verið talað mikið um. Við þurfum að upplifa þetta aftur eins og við séum að fara út í einhverja óvissu og út í eitthvað nýtt,“ segir Jón Arnór.Elskum að spila saman Fyrsti sigurinn lætur enn bíða eftir sér en mun ekki reynslan frá því í Berlín 2015 hjálpa liðinu núna? „Okkur finnst við eiga heima þarna sem er mjög mikilvægt fyrir okkur því þá ertu bara ekki sáttur við að vera í einhverjum jöfnum leik. Við vitum það alveg enn þá að við verðum alltaf litla liðið þarna og allt verður að detta með okkur ef við ætlum að vinna,“ segir Hlynur. Jón Arnór segir einu væntingarnar vera að leikmenn íslenska liðsins ætli að leggja sig meira fram heldur en andstæðingarnir. „Við ætlum að berjast og sýna fólkinu heima hversu mikið við elskum að spila saman fyrir landsliðið okkar. Við ætlum að gera alla stolta,“ sagði Jón Arnór rétt áður en hann hoppaði upp í flugvél til Helsinki. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Sjá meira
„Það var frábær tilfinning að labba svona inn í Leifsstöð.Þetta er vissulega skemmtileg tilbreyting og eitthvað sem ég bjóst ekki við að fá að upplifa,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson í gærmorgun rétt áður en hann steig upp í flugvél til Helsinki. Hann hefur verið í landsliðinu frá árinu 2000 og hefur svo sannarlega lifað tímanna tvenna þegar kemur að karlalandsliðinu í körfubolta. Einu sinni var það aðeins fjarlægur draumur að keppa á stórmóti en í gær var Hlynur á leið á sitt annað Evrópumót á tveimur árum.Eins og firmalið fyrir tíu árum „Umgjörðin er orðin allt önnur. Ég vildi ekki bera það saman við það þegar ég fyrst byrjaði. Fyrir tíu árum þá var þetta nánast eins og firmalið miðað við það sem er í dag með fullri virðingu fyrir því sem var í gangi þá. Það er stór munur á umgjörðinni og öllu,“ segir Hlynur. Hlynur er ekki sá eini sem upplifir breytta tíma á eigin skinni. „Umgjörðin og þetta er allt eitthvað nýtt fyrir okkur. Það var ekki sami pakki þegar við fórum til Berlínar,“ segir Jón Arnór Stefánsson og Martin Hermannsson tekur undir það. „Þetta er bara allt annað og virkilega gaman að sjá stökkið sem við erum búnir að taka frá síðasta Eurobasket. Auðvitað skiptir körfuboltinn meira máli en það er alltaf gaman þegar það er aðeins stjanað við mann,“ segir Martin.Jón Arnór Stefánsson, Pavel Ermolinskij, Hlynur Bæringsson, Brynjar Þór Björnsson og Tryggvi Snær Hlinason á ferðinni í gegnum Leifsstöð í gærmorgun.vísir/ernirSkemmtilegra ef ég væri yngri Hlynur er einn af þeim leikmönnum sem eiga hvað mestan þátt í því að liðið hefur komist svo langt á síðustu árum. „Við sem erum eldri erum stoltir af því að hafa náð því að byrja að koma liðinu á fyrstu stórmótin. Vonandi verða þau fleiri í framtíðinni. Það hefði samt verið skemmtilegra að vera þarna þegar maður var yngri,“ segir Hlynur. Martin Hermannsson, einn af þeim ungu, þekkir samt ekkert annað. „Ég veit ekki af hverju þessir gömlu leikmenn eru ekki löngu búnir að gera þetta. Ég er búinn að vera í fimm ár í landsliðinu og búinn að gera þetta tvisvar,“ segir Martin og skýtur létt á gömlu karlana í liðinu. Íslenska liðið býr vissulega að því að vera að fara á sitt annað Eurobasket á tveimur árum. „Það á eftir að nýtast okkur eitthvað, en þegar við mættum til Berlínar fyrir tveimur árum þá var þetta allt saman svo nýtt fyrir okkur. Við fórum þetta svolítið á adrenalíni og stemningunni og við megum ekki gleyma því,“ segir Jón Arnór og bætir við: „Við getum ekki mætt til Helsinki, þóst hafa gert þetta allt saman áður og verið einhverjir töffarar. Við þurfum að fara þetta á stemningunni og íslenska faktornum eins og hefur verið talað mikið um. Við þurfum að upplifa þetta aftur eins og við séum að fara út í einhverja óvissu og út í eitthvað nýtt,“ segir Jón Arnór.Elskum að spila saman Fyrsti sigurinn lætur enn bíða eftir sér en mun ekki reynslan frá því í Berlín 2015 hjálpa liðinu núna? „Okkur finnst við eiga heima þarna sem er mjög mikilvægt fyrir okkur því þá ertu bara ekki sáttur við að vera í einhverjum jöfnum leik. Við vitum það alveg enn þá að við verðum alltaf litla liðið þarna og allt verður að detta með okkur ef við ætlum að vinna,“ segir Hlynur. Jón Arnór segir einu væntingarnar vera að leikmenn íslenska liðsins ætli að leggja sig meira fram heldur en andstæðingarnir. „Við ætlum að berjast og sýna fólkinu heima hversu mikið við elskum að spila saman fyrir landsliðið okkar. Við ætlum að gera alla stolta,“ sagði Jón Arnór rétt áður en hann hoppaði upp í flugvél til Helsinki.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Sjá meira