Stefnum að því að tryggja okkur 2. sætið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. ágúst 2017 07:00 Freyr Alexandersson og Ásmundur Haraldsson, aðstoðarmaður hans, á blaðamannafundinum í gær. vísir/vilhelm Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, valdi einn nýliða í íslenska landsliðshópinn sem mætir Færeyjum í undankeppni HM 14. september næstkomandi. Það er Anna Rakel Pétursdóttir sem hefur spilað vel með Þór/KA í sumar. Henni er ætlað að veita Hallberu Guðnýju Gísladóttur samkeppni um stöðu vinstri kantbakvarðar. Fjórir leikmenn detta út úr hópnum frá EM; Sonný Lára Þráinsdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Málfríður Erna Sigurðardóttir og Harpa Þorsteinsdóttir sem hefur ekki spilað mikið með Stjörnunni eftir EM. Leikurinn gegn Færeyjum er fyrsti leikur Íslands í undankeppni HM. Auk Íslands og Færeyja eru Þýskaland, Tékkland og Slóvenía í riðli 5. Fyrirfram má búast við því að Þjóðverjar vinni riðilinn og fari beint á HM. Þau fjögur lið sem eru með bestan árangur í 2. sæti riðlanna sjö fara svo í umspil um tvö laus sæti á HM. „Þetta er erfitt en það hentar íslensku hugarfari ágætlega að takast á við erfiðleika. Við stefnum að því að tryggja okkur þetta 2. sæti og komast í umspil þar sem allt getur gerst. Á sama tíma ætlum við að stríða Þjóðverjunum aðeins og láta þá hafa fyrir hlutunum,“ sagði Freyr í samtali við íþróttadeild eftir blaðamannafundinn í gær. Á dögunum ýjaði Freyr að því að hann gæti hætt þjálfun íslenska landsliðsins í haust. En miðað við orð hans í gær ætlar hann að halda áfram. „Minn hugur er að klára undankeppnina. Ég vil sjá til þess að allir séu að fara í sömu átt, vinni að sömu markmiðum og hugsi stórt. Ég finn ekki annað en að svo sé og ef það heldur áfram mun ég klára þessa undankeppni með landsliðinu,“ sagði Freyr. En hvaða lærdóm dró hann af frammistöðu Íslands á EM? „Tæknileg þróun er búin að vera gríðarlega mikil á síðustu árum og við þurfum að spyrna við þar, alveg frá yngstu flokkum og upp í A-landsliðið. Við þurfum að halda í við þá þróun. Líkamlegt atgervi er fínt en við þurfum að bæta kraft leikmanna,“ sagði Freyr.Landsliðshópinn allan má sjá með því að smella hér. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr: Stór lið hafa sýnt íslenskum leikmönnum áhuga Freyr Alexandersson segir að það sé áhugi á íslenskum landsliðskonum í knattspyrnu meðal stórliða í Evrópu. 29. ágúst 2017 13:58 Svona var blaðamannafundur Freys Freyr Alexandersson tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir fyrsta leik Íslands í undankeppni HM 2019. 29. ágúst 2017 11:57 Einn nýliði í landsliðinu Fjórir EM-farar eru ekki í íslenska landsliðinu sem var valið í dag. 29. ágúst 2017 13:45 Fanndís ekki búin að skrifa undir Fanndís Friðriksdóttir er ekki búin að semja við Marseille í Frakklandi, eins og greint var frá um síðustu helgi. Þetta staðfesti Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, á blaðamannafundi í Laugardalnum í dag. 29. ágúst 2017 13:56 Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, valdi einn nýliða í íslenska landsliðshópinn sem mætir Færeyjum í undankeppni HM 14. september næstkomandi. Það er Anna Rakel Pétursdóttir sem hefur spilað vel með Þór/KA í sumar. Henni er ætlað að veita Hallberu Guðnýju Gísladóttur samkeppni um stöðu vinstri kantbakvarðar. Fjórir leikmenn detta út úr hópnum frá EM; Sonný Lára Þráinsdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Málfríður Erna Sigurðardóttir og Harpa Þorsteinsdóttir sem hefur ekki spilað mikið með Stjörnunni eftir EM. Leikurinn gegn Færeyjum er fyrsti leikur Íslands í undankeppni HM. Auk Íslands og Færeyja eru Þýskaland, Tékkland og Slóvenía í riðli 5. Fyrirfram má búast við því að Þjóðverjar vinni riðilinn og fari beint á HM. Þau fjögur lið sem eru með bestan árangur í 2. sæti riðlanna sjö fara svo í umspil um tvö laus sæti á HM. „Þetta er erfitt en það hentar íslensku hugarfari ágætlega að takast á við erfiðleika. Við stefnum að því að tryggja okkur þetta 2. sæti og komast í umspil þar sem allt getur gerst. Á sama tíma ætlum við að stríða Þjóðverjunum aðeins og láta þá hafa fyrir hlutunum,“ sagði Freyr í samtali við íþróttadeild eftir blaðamannafundinn í gær. Á dögunum ýjaði Freyr að því að hann gæti hætt þjálfun íslenska landsliðsins í haust. En miðað við orð hans í gær ætlar hann að halda áfram. „Minn hugur er að klára undankeppnina. Ég vil sjá til þess að allir séu að fara í sömu átt, vinni að sömu markmiðum og hugsi stórt. Ég finn ekki annað en að svo sé og ef það heldur áfram mun ég klára þessa undankeppni með landsliðinu,“ sagði Freyr. En hvaða lærdóm dró hann af frammistöðu Íslands á EM? „Tæknileg þróun er búin að vera gríðarlega mikil á síðustu árum og við þurfum að spyrna við þar, alveg frá yngstu flokkum og upp í A-landsliðið. Við þurfum að halda í við þá þróun. Líkamlegt atgervi er fínt en við þurfum að bæta kraft leikmanna,“ sagði Freyr.Landsliðshópinn allan má sjá með því að smella hér.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr: Stór lið hafa sýnt íslenskum leikmönnum áhuga Freyr Alexandersson segir að það sé áhugi á íslenskum landsliðskonum í knattspyrnu meðal stórliða í Evrópu. 29. ágúst 2017 13:58 Svona var blaðamannafundur Freys Freyr Alexandersson tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir fyrsta leik Íslands í undankeppni HM 2019. 29. ágúst 2017 11:57 Einn nýliði í landsliðinu Fjórir EM-farar eru ekki í íslenska landsliðinu sem var valið í dag. 29. ágúst 2017 13:45 Fanndís ekki búin að skrifa undir Fanndís Friðriksdóttir er ekki búin að semja við Marseille í Frakklandi, eins og greint var frá um síðustu helgi. Þetta staðfesti Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, á blaðamannafundi í Laugardalnum í dag. 29. ágúst 2017 13:56 Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sjá meira
Freyr: Stór lið hafa sýnt íslenskum leikmönnum áhuga Freyr Alexandersson segir að það sé áhugi á íslenskum landsliðskonum í knattspyrnu meðal stórliða í Evrópu. 29. ágúst 2017 13:58
Svona var blaðamannafundur Freys Freyr Alexandersson tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir fyrsta leik Íslands í undankeppni HM 2019. 29. ágúst 2017 11:57
Einn nýliði í landsliðinu Fjórir EM-farar eru ekki í íslenska landsliðinu sem var valið í dag. 29. ágúst 2017 13:45
Fanndís ekki búin að skrifa undir Fanndís Friðriksdóttir er ekki búin að semja við Marseille í Frakklandi, eins og greint var frá um síðustu helgi. Þetta staðfesti Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, á blaðamannafundi í Laugardalnum í dag. 29. ágúst 2017 13:56