Konan sem barðist gegn Brexit fær hótanir um sýruárásir Kjartan Kjartansson skrifar 10. ágúst 2017 11:50 Miller hefur mátt þola hótanir og ofsóknir eftir að hún höfðaði mál gegn ríkisstjórninni til að tryggja að breska þingið fengi að taka afstöðu til Brexit. Vísir/AFP Gina Miller, bresk kona sem vann mál fyrir dómstólum sem neyddi ríkisstjórnina til að leggja Brexit fyrir þingið, segist hafa fengið hótanir um sýruárásir um margra mánaða skeið. Hún sé hrædd við að fara út úr húsi og íhugar að yfirgefa Bretland. „Ég hef fengið hótanir um sýru verði skvett í andlitið á mér í marga mánuði. Þegar ég sé einhvern ganga á móti mér úti á götu með vatnsflösku eða eithvað þá fer ég yfir um,“ segir Miller við fréttavefinn Verdict og The Guardian hefur eftir. Hæstiréttur Bretlands staðfesti í janúar að ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra yrði að leggja útgöngu Breta úr Evrópusambandinu fyrir breska þingið.Verðlaun boðin þeim sem æki yfir hanaMiller höfðaði málið upphaflega og hefur hún orðið skotspónn æstra stuðningsmanna Brexit fyrir vikið. Hún er eigandi fyrirtækis og er ættuð frá Bresku Gvæjana. Nýlega var fimmtugur karlmaður dæmdur í tólf vikna fangelsis fyrir kynþáttaníð gegn Miller á samfélagsmiðlum. Sami maður bauð verðlaun fyrir hvern þann sem æki á Miller rétt eftir dóm Hæstaréttar. Öryggisverðir gæta Miller nú allan sólahringinn og heldur fjölskylda hennar sig nú heima við um helgar til að forðast uppnám ef hún lætur sjá sig úti við. „Ef þetta verður einhvern tímann of mikið út frá öryggissjónarmiðum, ef ég settist niður með lögreglusveitunum og okkur fyndist þetta vera virkilega alvarleg hótun, þá þyrfti ég að íhuga alvarlega að yfirgefa Bretland,“ segir hún. Brexit Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Gina Miller, bresk kona sem vann mál fyrir dómstólum sem neyddi ríkisstjórnina til að leggja Brexit fyrir þingið, segist hafa fengið hótanir um sýruárásir um margra mánaða skeið. Hún sé hrædd við að fara út úr húsi og íhugar að yfirgefa Bretland. „Ég hef fengið hótanir um sýru verði skvett í andlitið á mér í marga mánuði. Þegar ég sé einhvern ganga á móti mér úti á götu með vatnsflösku eða eithvað þá fer ég yfir um,“ segir Miller við fréttavefinn Verdict og The Guardian hefur eftir. Hæstiréttur Bretlands staðfesti í janúar að ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra yrði að leggja útgöngu Breta úr Evrópusambandinu fyrir breska þingið.Verðlaun boðin þeim sem æki yfir hanaMiller höfðaði málið upphaflega og hefur hún orðið skotspónn æstra stuðningsmanna Brexit fyrir vikið. Hún er eigandi fyrirtækis og er ættuð frá Bresku Gvæjana. Nýlega var fimmtugur karlmaður dæmdur í tólf vikna fangelsis fyrir kynþáttaníð gegn Miller á samfélagsmiðlum. Sami maður bauð verðlaun fyrir hvern þann sem æki á Miller rétt eftir dóm Hæstaréttar. Öryggisverðir gæta Miller nú allan sólahringinn og heldur fjölskylda hennar sig nú heima við um helgar til að forðast uppnám ef hún lætur sjá sig úti við. „Ef þetta verður einhvern tímann of mikið út frá öryggissjónarmiðum, ef ég settist niður með lögreglusveitunum og okkur fyndist þetta vera virkilega alvarleg hótun, þá þyrfti ég að íhuga alvarlega að yfirgefa Bretland,“ segir hún.
Brexit Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira