Freyr í 1 á 1: Athyglin var of mikil á tímapunkti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. ágúst 2017 16:58 Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, fer yfir þátttöku Íslands á EM í Hollandi í þættinum 1 á 1 með Gumma Ben sem er á dagskrá á Stöð 2 Sport HD klukkan 22:35 í kvöld. Fátt gekk upp hjá íslenska liðinu á EM og það tapaði öllum þremur leikjum sínum. Mikil umfjöllun var um mótið og íslensku leikmennirnir voru áberandi í fjölmiðlum í aðdraganda þess. En var Freyr aldrei hræddur um að athyglin væri yfirþyrmandi fyrir leikmenn íslenska liðsins? „Jú, ég gerði það. Á sama tíma reyndi ég að hjálpa leikmönnum, með mínu fólki, að ráða við þetta eins mikið og við mögulega gátum. Þetta var of mikið á tímapunkti en það var ekki endilega slæmt því einhvern tímann þurfti þetta að gerast fyrir íþróttir kvenna,“ sagði Freyr. „Þarna vorum við með 50% af þjóðinni að horfa á okkur og 3000 manns á vellinum. Þetta var algjörlega nýtt og eitthvað sem ég er mjög stoltur að hafa verið hluti af. Það er engin eftirsjá en þetta hafði áhrif, jákvætt fyrir einverjar og frábær reynsla en klárlega of mikið fyrir einhverjar.“Íslensku stelpurnar á æfingu.vísir/vilhelmGummi spurði Frey einnig út aðgang fjölmiðla að íslenska liðinu á EM en hver einasta æfing þess virtist vera opin. „Það á að vera fjölmiðlaatburður á hverjum einasta degi sem er of mikið. [Mánudaginn eftir leikinn gegn Sviss] tók ég þá ákvörðun að hvíla leikmennina. Þær voru algjörlega búnar á því andlega. Ég hélt bara blaðamannafund þar sem mínir menn voru og það voru ákveðnir fjölmiðlamenn sem voru mjög óánægðir með það. Þetta fer í báðar áttir. Við viljum gera eins vel og hægt er en stundum þurfum við líka að vernda leikmennina,“ sagði Freyr. Elín Metta Jensen kom inn á sem varamaður í fyrsta leiknum gegn Frakklandi og fékk dæmda á sig vítaspyrnu skömmu fyrir leikslok sem eina mark leiksins kom úr. Elín Metta kom ekki í viðtöl eftir leik en daginn eftir svaraði hún spurningum fjölmiðla á æfingu Íslands. „Hún gat ekki farið í viðtöl eftir Frakkaleikinn og flestir sýndu því virðingu. Það hefði enginn grætt á því að fá hana í viðtal þar. En hún var ósátt við að fá gagnrýni fyrir að mæta ekki í viðtöl og vildi mæta galvösk [daginn eftir]. Við ræddum bara hvernig hún myndi tækla þetta án þess að ritstýra henni,“ sagði Freyr.Harpa Þorsteinsdóttir huggar Elínu Mettu Jensen eftir leikinn gegn Frakklandi.vísir/vilhelmElín Metta spilaði ekki meira á EM eftir þetta atvik í Frakkaleiknum. „Hún tók ekki þátt í öllu verkefninu í síðustu tveimur leikjunum fyrir EM þar sem hún var að taka inntökupróf í læknisfræði. Aðrir leikmenn fengu tækifæri og nýttu það. Það var ein ástæða fyrir því að hún fékk færri mínútur. Svo tók þetta atvik í Frakkaleiknum á hana. Þetta var erfitt, henni fannst á sér brotið en samt fannst henni hún bera ábyrgðina eins og þetta er,“ sagði Freyr. „Ef leikurinn á móti Sviss hefði farið öðruvísi og við hefðum enn verið inni í myndinni á móti Austurríki hefði hún að öllum líkindum spilað þann leik. Hún var ekki tilbúin að spila á móti Sviss að mínu mati og undir lok leiks gegn Austurríki ákvað ég að leyfa öðrum leikmönnum að taka þátt í mótinu.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Fleiri fréttir Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, fer yfir þátttöku Íslands á EM í Hollandi í þættinum 1 á 1 með Gumma Ben sem er á dagskrá á Stöð 2 Sport HD klukkan 22:35 í kvöld. Fátt gekk upp hjá íslenska liðinu á EM og það tapaði öllum þremur leikjum sínum. Mikil umfjöllun var um mótið og íslensku leikmennirnir voru áberandi í fjölmiðlum í aðdraganda þess. En var Freyr aldrei hræddur um að athyglin væri yfirþyrmandi fyrir leikmenn íslenska liðsins? „Jú, ég gerði það. Á sama tíma reyndi ég að hjálpa leikmönnum, með mínu fólki, að ráða við þetta eins mikið og við mögulega gátum. Þetta var of mikið á tímapunkti en það var ekki endilega slæmt því einhvern tímann þurfti þetta að gerast fyrir íþróttir kvenna,“ sagði Freyr. „Þarna vorum við með 50% af þjóðinni að horfa á okkur og 3000 manns á vellinum. Þetta var algjörlega nýtt og eitthvað sem ég er mjög stoltur að hafa verið hluti af. Það er engin eftirsjá en þetta hafði áhrif, jákvætt fyrir einverjar og frábær reynsla en klárlega of mikið fyrir einhverjar.“Íslensku stelpurnar á æfingu.vísir/vilhelmGummi spurði Frey einnig út aðgang fjölmiðla að íslenska liðinu á EM en hver einasta æfing þess virtist vera opin. „Það á að vera fjölmiðlaatburður á hverjum einasta degi sem er of mikið. [Mánudaginn eftir leikinn gegn Sviss] tók ég þá ákvörðun að hvíla leikmennina. Þær voru algjörlega búnar á því andlega. Ég hélt bara blaðamannafund þar sem mínir menn voru og það voru ákveðnir fjölmiðlamenn sem voru mjög óánægðir með það. Þetta fer í báðar áttir. Við viljum gera eins vel og hægt er en stundum þurfum við líka að vernda leikmennina,“ sagði Freyr. Elín Metta Jensen kom inn á sem varamaður í fyrsta leiknum gegn Frakklandi og fékk dæmda á sig vítaspyrnu skömmu fyrir leikslok sem eina mark leiksins kom úr. Elín Metta kom ekki í viðtöl eftir leik en daginn eftir svaraði hún spurningum fjölmiðla á æfingu Íslands. „Hún gat ekki farið í viðtöl eftir Frakkaleikinn og flestir sýndu því virðingu. Það hefði enginn grætt á því að fá hana í viðtal þar. En hún var ósátt við að fá gagnrýni fyrir að mæta ekki í viðtöl og vildi mæta galvösk [daginn eftir]. Við ræddum bara hvernig hún myndi tækla þetta án þess að ritstýra henni,“ sagði Freyr.Harpa Þorsteinsdóttir huggar Elínu Mettu Jensen eftir leikinn gegn Frakklandi.vísir/vilhelmElín Metta spilaði ekki meira á EM eftir þetta atvik í Frakkaleiknum. „Hún tók ekki þátt í öllu verkefninu í síðustu tveimur leikjunum fyrir EM þar sem hún var að taka inntökupróf í læknisfræði. Aðrir leikmenn fengu tækifæri og nýttu það. Það var ein ástæða fyrir því að hún fékk færri mínútur. Svo tók þetta atvik í Frakkaleiknum á hana. Þetta var erfitt, henni fannst á sér brotið en samt fannst henni hún bera ábyrgðina eins og þetta er,“ sagði Freyr. „Ef leikurinn á móti Sviss hefði farið öðruvísi og við hefðum enn verið inni í myndinni á móti Austurríki hefði hún að öllum líkindum spilað þann leik. Hún var ekki tilbúin að spila á móti Sviss að mínu mati og undir lok leiks gegn Austurríki ákvað ég að leyfa öðrum leikmönnum að taka þátt í mótinu.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Fleiri fréttir Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Sjá meira