Framkvæmdastjóri HIV-samtakanna: Stærstu sigrarnir í höfn - en bara fyrir suma Ólöf Skaftadóttir skrifar 12. ágúst 2017 09:30 Einar Þór Jónsson framkvæmdastjóri HIV samtakanna „Stærstu sigrarnir eru í höfn fyrir homma og lesbíur. Við njótum lagalegs jafnréttis á við aðra og sýnileikinn er til staðar, unga fólkið kemur fyrr út og samfélagið allt og skólar til fyrirmyndar,“ segir Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV-samtakanna. „En við þurfum að standa vörð um réttindi jaðarhópa. Reynslan segir okkur að þau eru ekki sjálfsögð og Ísland hefur dregist aftur úr hvað varðar réttindi hinsegin fólks miðað við hin Evrópulöndin. Í dag standa spjótin sem dæmi á stöðu transfólks, sérstaklega unglinga og barna.“ Einar kom út úr skápnum fyrir 33 árum og segir ekki hægt að líkja saman lífi samkynhneigðra nú og á níunda áratugnum. „Fordómar voru miklir svo og þekkingarskortur. Það var mikið álag að koma út á þessum árum en jafnframt persónulegur léttir þrátt fyrir tíðarandann. Við nutum ekki mannréttinda á við aðra og ég segi stundum „hommar voru réttdræpir í gamla daga“. Það var hreinlega barist upp á líf og dauða fyrir tilveru samkynhneigða samfélagsins. Úthald, kjarkur, eldmóður og þrautseigja þeirra sem stóðu í stafni á þessum árum var svo öflug að þess verður lengi minnst. Ekki má gleymast að þakka og gleðjast yfir því sem hefur áunnist á ekki lengri tíma, í raun ótrúlegt kraftaverk.“ Einar segir Hinsegin daga mjög mikilvæga hátíð enn í dag. „Það er þetta með sýnileikann, stoltið, ástina og kærleikann og samkenndina. Ég græt oft af gleði og þakklæti á Gay Pride, það er svo ótrúlega stórt, fallegt og dýrmætt fyrir okkur eldri að sjá og finna velviljann og allt sem hefur áunnist í réttindabaráttunni.“ HIV ísland tekur þátt í göngunni í ár. „Við vonumst til að vera hópur sem gengur saman og vera sýnileg. Við höfum látið útbúa skilti með skilaboðum „HIV jákvæðir á lyfjum – smita ekki“ „Jákvæð og ósmitandi“, „Jákvæð og gordjöss“, „Bless fordómar – halló gordjöss“, „HIV jákvæðir á lyfjameðferð =ósmitandi“.“ Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira
„Stærstu sigrarnir eru í höfn fyrir homma og lesbíur. Við njótum lagalegs jafnréttis á við aðra og sýnileikinn er til staðar, unga fólkið kemur fyrr út og samfélagið allt og skólar til fyrirmyndar,“ segir Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV-samtakanna. „En við þurfum að standa vörð um réttindi jaðarhópa. Reynslan segir okkur að þau eru ekki sjálfsögð og Ísland hefur dregist aftur úr hvað varðar réttindi hinsegin fólks miðað við hin Evrópulöndin. Í dag standa spjótin sem dæmi á stöðu transfólks, sérstaklega unglinga og barna.“ Einar kom út úr skápnum fyrir 33 árum og segir ekki hægt að líkja saman lífi samkynhneigðra nú og á níunda áratugnum. „Fordómar voru miklir svo og þekkingarskortur. Það var mikið álag að koma út á þessum árum en jafnframt persónulegur léttir þrátt fyrir tíðarandann. Við nutum ekki mannréttinda á við aðra og ég segi stundum „hommar voru réttdræpir í gamla daga“. Það var hreinlega barist upp á líf og dauða fyrir tilveru samkynhneigða samfélagsins. Úthald, kjarkur, eldmóður og þrautseigja þeirra sem stóðu í stafni á þessum árum var svo öflug að þess verður lengi minnst. Ekki má gleymast að þakka og gleðjast yfir því sem hefur áunnist á ekki lengri tíma, í raun ótrúlegt kraftaverk.“ Einar segir Hinsegin daga mjög mikilvæga hátíð enn í dag. „Það er þetta með sýnileikann, stoltið, ástina og kærleikann og samkenndina. Ég græt oft af gleði og þakklæti á Gay Pride, það er svo ótrúlega stórt, fallegt og dýrmætt fyrir okkur eldri að sjá og finna velviljann og allt sem hefur áunnist í réttindabaráttunni.“ HIV ísland tekur þátt í göngunni í ár. „Við vonumst til að vera hópur sem gengur saman og vera sýnileg. Við höfum látið útbúa skilti með skilaboðum „HIV jákvæðir á lyfjum – smita ekki“ „Jákvæð og ósmitandi“, „Jákvæð og gordjöss“, „Bless fordómar – halló gordjöss“, „HIV jákvæðir á lyfjameðferð =ósmitandi“.“
Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira