Kínverjar hvetja til stillingar á meðan Trump heldur hótunum áfram Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2017 07:59 Trump slær úr og í um möguleikann á hernaðaraðgerðum gegn Norður-Kóreu. Vísir/AFP Norður-Kóreumenn mega eiga von á „miklum vandræðum“ ráðist þeir að Gvam. Þetta segir Donald Trump Bandaríkjaforseti á sama tíma og Xi Jinping forseti kallar eftir að „viðeigandi aðilar“ sýni stillingu og forðist að auka spennuna. Hótanir hafa gengið á víxl á milli norður-kóreskra stjórnvalda og Trump síðustu daga eftir að Sameinuðu þjóðirnar samþykktu hertar refsiaðgerðir vegna eldflauga- og kjarnorkutilrauna útlagaríkisins. Trump virtist meðal annars hóta Norður-Kóreumönnum kjarnorkuárás þegar hann talaði um að hann myndi láta rigna yfir þá eldi og brennisteini sem heimsbyggðin hefði aldrei orðið vitni að áður. Norður-Kóreumenn hafa á móti hótað að skjóta eldflaugum að Gvam, yfirráðasvæði Bandaríkjanna í Kyrrahafi. Bandaríkjaforseti endurtók hótanir sínar við blaðamenn á golfvelli sínum í New Jersey þar sem Trump er í fríi í gær. Taldi forsetinn að Gvam, yfirráðasvæði Bandaríkjanna í Kyrrahafi, yrði „mjög öruggt, trúið mér“, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Þá sagði Trump að bandarísk stjórnvöld gætu lagt frekari refsiaðgerðir á Norður-Kóreu, „eins harðar og þær verða“.Til stóð að Xi Jinping, forseti Kína, ræddi við Trump í síma í gærkvöldi.Vísir/AFPRangt að fara fram með gífuryrðumXi Jinping, forseti Kína, hefur hvatt til stillingar og segir að það sé í hag bæði Kínverja og Bandaríkjamanna að Kóreuskaginn verði afkjarnavopnavæddur. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, tók í svipaðan streng í gær og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir enga hernaðarlausn vera á ástandinu í Norður-Kóreu. Það væri röng leið að fara fram með gífuryrðum.Sagði engan „elska“ friðsamlega lausn eins og hannTrump virtist þó ekki útiloka möguleikann á viðræðum við Norður-Kóreumenn. „Enginn elskar friðsamlega lausn meira en Trump forseti, ég get sagt ykkur það,“ sagði Trump um sjálfan sig í þriðju persónu en varaði jafnframt við að lausnin gæti orðið „slæm“.Washington Post segir að þegar blaðamaður spurði forsetann hvort hann væri að íhuga stríð við Norður-Kóreu svaraði Trump: „Ég held að þú viti svarið við því“. Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump áfram hofmóðugur gagnvart Norður-Kóreu Hótanir sem ganga á milli Norður-Kóreu og Donalds Trump Bandaríkjaforseta stigmagnast. Nú tístir forsetinn að hernaðarlausnir séu tilbúnar ef Norður-Kóreumenn hegða sér ekki skynsamlega. 11. ágúst 2017 13:25 Norður-Kóreumenn tilbúnir í eldflaugaárás á Gvam von bráðar Her Norður-Kóreu er sagður leggja lokahönd á áætlun um að skjóta eldflaugum að Gvam. Ríkisfjölmiðlar einræðisríkisins segja Donald Trump Bandaríkjaforseta of „skyni skroppinn“ til að hægt sé að eiga viðræður við hann. 10. ágúst 2017 08:33 Segist tilbúinn til að mæta Norður-Kóreu með „heift“ „Það væri best fyrir Norður-Kóreu að hóta Bandaríkjunum ekki frekar.“ 8. ágúst 2017 19:50 Rússar segja hótanir vegna Norður-Kóreu fara yfir strikið Stjórnvöld í Kreml hafa áhyggjur af stríðsæsingatali Bandaríkjamanna og Norður-Kóreumanna vegna kjarnorkuáætlunar þeirra síðarnefndu. Vonast þau til að skynsemin ráði för. 11. ágúst 2017 14:59 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Norður-Kóreumenn mega eiga von á „miklum vandræðum“ ráðist þeir að Gvam. Þetta segir Donald Trump Bandaríkjaforseti á sama tíma og Xi Jinping forseti kallar eftir að „viðeigandi aðilar“ sýni stillingu og forðist að auka spennuna. Hótanir hafa gengið á víxl á milli norður-kóreskra stjórnvalda og Trump síðustu daga eftir að Sameinuðu þjóðirnar samþykktu hertar refsiaðgerðir vegna eldflauga- og kjarnorkutilrauna útlagaríkisins. Trump virtist meðal annars hóta Norður-Kóreumönnum kjarnorkuárás þegar hann talaði um að hann myndi láta rigna yfir þá eldi og brennisteini sem heimsbyggðin hefði aldrei orðið vitni að áður. Norður-Kóreumenn hafa á móti hótað að skjóta eldflaugum að Gvam, yfirráðasvæði Bandaríkjanna í Kyrrahafi. Bandaríkjaforseti endurtók hótanir sínar við blaðamenn á golfvelli sínum í New Jersey þar sem Trump er í fríi í gær. Taldi forsetinn að Gvam, yfirráðasvæði Bandaríkjanna í Kyrrahafi, yrði „mjög öruggt, trúið mér“, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Þá sagði Trump að bandarísk stjórnvöld gætu lagt frekari refsiaðgerðir á Norður-Kóreu, „eins harðar og þær verða“.Til stóð að Xi Jinping, forseti Kína, ræddi við Trump í síma í gærkvöldi.Vísir/AFPRangt að fara fram með gífuryrðumXi Jinping, forseti Kína, hefur hvatt til stillingar og segir að það sé í hag bæði Kínverja og Bandaríkjamanna að Kóreuskaginn verði afkjarnavopnavæddur. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, tók í svipaðan streng í gær og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir enga hernaðarlausn vera á ástandinu í Norður-Kóreu. Það væri röng leið að fara fram með gífuryrðum.Sagði engan „elska“ friðsamlega lausn eins og hannTrump virtist þó ekki útiloka möguleikann á viðræðum við Norður-Kóreumenn. „Enginn elskar friðsamlega lausn meira en Trump forseti, ég get sagt ykkur það,“ sagði Trump um sjálfan sig í þriðju persónu en varaði jafnframt við að lausnin gæti orðið „slæm“.Washington Post segir að þegar blaðamaður spurði forsetann hvort hann væri að íhuga stríð við Norður-Kóreu svaraði Trump: „Ég held að þú viti svarið við því“.
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump áfram hofmóðugur gagnvart Norður-Kóreu Hótanir sem ganga á milli Norður-Kóreu og Donalds Trump Bandaríkjaforseta stigmagnast. Nú tístir forsetinn að hernaðarlausnir séu tilbúnar ef Norður-Kóreumenn hegða sér ekki skynsamlega. 11. ágúst 2017 13:25 Norður-Kóreumenn tilbúnir í eldflaugaárás á Gvam von bráðar Her Norður-Kóreu er sagður leggja lokahönd á áætlun um að skjóta eldflaugum að Gvam. Ríkisfjölmiðlar einræðisríkisins segja Donald Trump Bandaríkjaforseta of „skyni skroppinn“ til að hægt sé að eiga viðræður við hann. 10. ágúst 2017 08:33 Segist tilbúinn til að mæta Norður-Kóreu með „heift“ „Það væri best fyrir Norður-Kóreu að hóta Bandaríkjunum ekki frekar.“ 8. ágúst 2017 19:50 Rússar segja hótanir vegna Norður-Kóreu fara yfir strikið Stjórnvöld í Kreml hafa áhyggjur af stríðsæsingatali Bandaríkjamanna og Norður-Kóreumanna vegna kjarnorkuáætlunar þeirra síðarnefndu. Vonast þau til að skynsemin ráði för. 11. ágúst 2017 14:59 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Trump áfram hofmóðugur gagnvart Norður-Kóreu Hótanir sem ganga á milli Norður-Kóreu og Donalds Trump Bandaríkjaforseta stigmagnast. Nú tístir forsetinn að hernaðarlausnir séu tilbúnar ef Norður-Kóreumenn hegða sér ekki skynsamlega. 11. ágúst 2017 13:25
Norður-Kóreumenn tilbúnir í eldflaugaárás á Gvam von bráðar Her Norður-Kóreu er sagður leggja lokahönd á áætlun um að skjóta eldflaugum að Gvam. Ríkisfjölmiðlar einræðisríkisins segja Donald Trump Bandaríkjaforseta of „skyni skroppinn“ til að hægt sé að eiga viðræður við hann. 10. ágúst 2017 08:33
Segist tilbúinn til að mæta Norður-Kóreu með „heift“ „Það væri best fyrir Norður-Kóreu að hóta Bandaríkjunum ekki frekar.“ 8. ágúst 2017 19:50
Rússar segja hótanir vegna Norður-Kóreu fara yfir strikið Stjórnvöld í Kreml hafa áhyggjur af stríðsæsingatali Bandaríkjamanna og Norður-Kóreumanna vegna kjarnorkuáætlunar þeirra síðarnefndu. Vonast þau til að skynsemin ráði för. 11. ágúst 2017 14:59
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent