Segir offramleiðslu á kindakjöti rót vandans Kristinn Ingi Jónsson skrifar 2. ágúst 2017 06:00 Miklar birgðir af kindakjöti hafa safnast upp í landinu. vísir/pjetur Gegndarlaus offramleiðsla á kindakjöti er rót þess vanda sem blasir við í sauðfjárbúskap, að mati Þórólfs Matthíassonar, prófessors í hagfræði við Háskóla Íslands. Hann segir bændur verða að minnka framleiðsluna og laga hana að markaðinum í stað þess að seilast enn einu sinni í vasa skattborgara. „Ég held að það sé kominn tími til þess að bændur setjist niður og horfi á raunveruleikann eins og hann blasir við, rétt eins og búskapurinn væri hver önnur atvinnugrein, og taki ákvarðanir út frá honum en ekki einhverri óskhyggju,“ segir Þórólfur í samtali við blaðið.Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla ÍslandsLíkt og Fréttablaðið fjallaði um í gær er útlit fyrir að birgðir af kindakjöti í landinu við upphaf sláturtíðar í haust verði sjö hundruð til eitt þúsund tonnum meiri en æskilegt væri. Um mitt þetta ár voru birgðirnar um 2.600 tonn sem er tæpum þrettán prósentum meira en á sama tíma í fyrra. Innanlandssala hefur gengið vel en útflutningur dregist nokkuð saman. Samdrátturinn var 5,1 prósent í fyrra og 14,4 prósent árið þar áður. Eru bændur uggandi yfir mögulegri lækkun á afurðaverði í haust. Þórólfur segir að framleiðsla á kindakjöti sé á milli þrjátíu til fimmtíu prósent umfram neyslu hér innanlands. Ekki fari á milli mála að of mikið sé framleitt af kjöti. Verkefnið sem bændur standi frammi fyrir sé að laga framleiðslugetuna að markaðinum miðað við það verð sem þeir þurfa að fá til þess að geta staðið undir framleiðslukostnaði. „En forysta bænda hefur aldrei verið tilbúin til þess að gera það,“ segir hann. Hún hafi frekar, svo dæmi séu tekin, leitað leiða til þess að seilast dýpra ofan í vasa skattborgara, svo sem til þess að greiða fyrir auknum útflutningi, og reynt að selja Bandaríkjamönnum, sem hafa aldrei borðað kindakjöt, slíkt kjöt. „Ef menn telja sig vera með hágæðavöru í höndunum fara menn með þá vöru á markaði sem þekkja vöruna, til dæmis í Bretlandi, Frakklandi og að hluta til í Miðjarðarhafslöndunum í tilviki lambakjötsins. Í staðinn hafa menn hins vegar verið að leika sér í New York.“ Þórólfur segir forystu bænda syngja sama sönginn á hverju einasta sumri. „Bændur stíga fram og segja að afurðaverðið á stöðvunum verði að hækka. En þá verður birgðavandi þeirra einungis enn þá meiri og þeir þurfa þá að borga enn meira með útflutningnum ef þeir ætla að flytja eitthvað út. Þeir lenda í þessum vonda spíral þar sem allt sem þeir gera eykur á vandann og enga leið er að finna út úr honum.“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Tengdar fréttir Þúsundir tonna af kindakjöti safnast upp Kindakjötsbirgðir verða um sjö hundruð til eitt þúsund tonnum meiri í haust heldur en æskilegt væri að mati framkvæmdastjóra Markaðsráðs kindakjöts. Birgðirnar voru 2.600 tonn um mitt árið. Útflutningurinn hefur gengið illa. 1. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Gegndarlaus offramleiðsla á kindakjöti er rót þess vanda sem blasir við í sauðfjárbúskap, að mati Þórólfs Matthíassonar, prófessors í hagfræði við Háskóla Íslands. Hann segir bændur verða að minnka framleiðsluna og laga hana að markaðinum í stað þess að seilast enn einu sinni í vasa skattborgara. „Ég held að það sé kominn tími til þess að bændur setjist niður og horfi á raunveruleikann eins og hann blasir við, rétt eins og búskapurinn væri hver önnur atvinnugrein, og taki ákvarðanir út frá honum en ekki einhverri óskhyggju,“ segir Þórólfur í samtali við blaðið.Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla ÍslandsLíkt og Fréttablaðið fjallaði um í gær er útlit fyrir að birgðir af kindakjöti í landinu við upphaf sláturtíðar í haust verði sjö hundruð til eitt þúsund tonnum meiri en æskilegt væri. Um mitt þetta ár voru birgðirnar um 2.600 tonn sem er tæpum þrettán prósentum meira en á sama tíma í fyrra. Innanlandssala hefur gengið vel en útflutningur dregist nokkuð saman. Samdrátturinn var 5,1 prósent í fyrra og 14,4 prósent árið þar áður. Eru bændur uggandi yfir mögulegri lækkun á afurðaverði í haust. Þórólfur segir að framleiðsla á kindakjöti sé á milli þrjátíu til fimmtíu prósent umfram neyslu hér innanlands. Ekki fari á milli mála að of mikið sé framleitt af kjöti. Verkefnið sem bændur standi frammi fyrir sé að laga framleiðslugetuna að markaðinum miðað við það verð sem þeir þurfa að fá til þess að geta staðið undir framleiðslukostnaði. „En forysta bænda hefur aldrei verið tilbúin til þess að gera það,“ segir hann. Hún hafi frekar, svo dæmi séu tekin, leitað leiða til þess að seilast dýpra ofan í vasa skattborgara, svo sem til þess að greiða fyrir auknum útflutningi, og reynt að selja Bandaríkjamönnum, sem hafa aldrei borðað kindakjöt, slíkt kjöt. „Ef menn telja sig vera með hágæðavöru í höndunum fara menn með þá vöru á markaði sem þekkja vöruna, til dæmis í Bretlandi, Frakklandi og að hluta til í Miðjarðarhafslöndunum í tilviki lambakjötsins. Í staðinn hafa menn hins vegar verið að leika sér í New York.“ Þórólfur segir forystu bænda syngja sama sönginn á hverju einasta sumri. „Bændur stíga fram og segja að afurðaverðið á stöðvunum verði að hækka. En þá verður birgðavandi þeirra einungis enn þá meiri og þeir þurfa þá að borga enn meira með útflutningnum ef þeir ætla að flytja eitthvað út. Þeir lenda í þessum vonda spíral þar sem allt sem þeir gera eykur á vandann og enga leið er að finna út úr honum.“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Tengdar fréttir Þúsundir tonna af kindakjöti safnast upp Kindakjötsbirgðir verða um sjö hundruð til eitt þúsund tonnum meiri í haust heldur en æskilegt væri að mati framkvæmdastjóra Markaðsráðs kindakjöts. Birgðirnar voru 2.600 tonn um mitt árið. Útflutningurinn hefur gengið illa. 1. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Þúsundir tonna af kindakjöti safnast upp Kindakjötsbirgðir verða um sjö hundruð til eitt þúsund tonnum meiri í haust heldur en æskilegt væri að mati framkvæmdastjóra Markaðsráðs kindakjöts. Birgðirnar voru 2.600 tonn um mitt árið. Útflutningurinn hefur gengið illa. 1. ágúst 2017 06:00