Fótbrotnaði eftir samstuð við samherja og missir af stærstu leikjunum á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2017 14:30 Karen Bardsley og Steph Houghton. Vísir/Getty Það er alltaf slæmt að meiðast og missa af stærstu leikjum ferilsins en hvað þá að meiðast eftir högg frá samherja sínum. Enski markvörðurinn Karen Bardsley missir þannig að undanúrslitaleiknum og mögulega úrslitaleiknum á EM kvenna í fótbolta þar sem að hún er fótbrotin. Mark Sampson, þjálfari enska landsliðsins, staðfesti að Karen Bardsley hafi í raun fótbrotnað eftir samstuð við liðsfélaga hennar Steph Houghton. BBC segir frá. Atvikið gerðist í leik Englands og Frakklands í átta liða úrslitunum og Karen Bardsley spilaði í tíu mínútur fótbrotin. „Þetta var alvöru högg en þetta voru mistök hjá Steph,“ sagði Mark Sampson. Houghton og Bardsley leika ekki aðeins saman hjá enska landsliðinu heldur eru þær einnig samherjar hjá Manchester City. Steph Houghton er fyrirliði enska landsliðsins en hin skoska Jane Ross missti líka af restinni á Evrópumótinu eftir að hafa lent í samstuði við Houghton í fyrsta leik. Ross var mótherji Houghton í þeim leik en þær eru hinsvegar samherjar hjá Manchester City. Liverpool-markvörðurinn Siobhan Chamberlain mun standa í enska markinu í undanúrslitaleiknum á móti Hollandi á morgun. Chamberlain lék síðustu fimmtán mínúturnar á móti Frökkum. Þetta er í annað skiptið sem Karen Bardsley meiðist á stórmóti en Bardsley meiddist líka í leik í átta liða úrslitum HM í Kanada 2015. Þá kom Chamberlain einnig inná fyrir hana. Meiðsli Bardsley fyrir tveimur árum voru hinsvegar ekki það alvarleg og hún gat spilað undanúrslitaleikinn. Svo er hinsvegar ekki raunin núna. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Það er alltaf slæmt að meiðast og missa af stærstu leikjum ferilsins en hvað þá að meiðast eftir högg frá samherja sínum. Enski markvörðurinn Karen Bardsley missir þannig að undanúrslitaleiknum og mögulega úrslitaleiknum á EM kvenna í fótbolta þar sem að hún er fótbrotin. Mark Sampson, þjálfari enska landsliðsins, staðfesti að Karen Bardsley hafi í raun fótbrotnað eftir samstuð við liðsfélaga hennar Steph Houghton. BBC segir frá. Atvikið gerðist í leik Englands og Frakklands í átta liða úrslitunum og Karen Bardsley spilaði í tíu mínútur fótbrotin. „Þetta var alvöru högg en þetta voru mistök hjá Steph,“ sagði Mark Sampson. Houghton og Bardsley leika ekki aðeins saman hjá enska landsliðinu heldur eru þær einnig samherjar hjá Manchester City. Steph Houghton er fyrirliði enska landsliðsins en hin skoska Jane Ross missti líka af restinni á Evrópumótinu eftir að hafa lent í samstuði við Houghton í fyrsta leik. Ross var mótherji Houghton í þeim leik en þær eru hinsvegar samherjar hjá Manchester City. Liverpool-markvörðurinn Siobhan Chamberlain mun standa í enska markinu í undanúrslitaleiknum á móti Hollandi á morgun. Chamberlain lék síðustu fimmtán mínúturnar á móti Frökkum. Þetta er í annað skiptið sem Karen Bardsley meiðist á stórmóti en Bardsley meiddist líka í leik í átta liða úrslitum HM í Kanada 2015. Þá kom Chamberlain einnig inná fyrir hana. Meiðsli Bardsley fyrir tveimur árum voru hinsvegar ekki það alvarleg og hún gat spilað undanúrslitaleikinn. Svo er hinsvegar ekki raunin núna.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira