Vilja gerbreyta innflytjendakerfi Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 2. ágúst 2017 16:44 Donald Trump ásamt þeim David Perdue og Tom Cotton. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gengið til liðs við tvo öldungadeildarþingmenn um að breyta innflytjendalögum ríkisins verulega. Meðal breytinga er að byggja kerfið á hæfnismati innflytjenda og að fækka löglegum innflytjendum verulega. Það að taka á ólöglegum komum innflytjenda til Bandaríkjanna var eitt af helstu kosningamálum Trump. Trump kom fram með þeim David Perdue og Tom Cotton og kynnti frumvarpið sem þingmennirnir lögðu fram í apríl, en hefur verið breytt. Þingmennirnir segja það byggja á innflytjendakerfum Ástralíu og Kanada. Samkvæmt því verður löglegum innflytjendum fækkað úr rúmlega einni milljón á ári um helming á næstu tíu árum. Kerfið mun byggja á stigum, þar sem þeir sem vilja flytja til Bandaríkjanna fá stig fyrir enskukunnáttu, menntunarstig og starfskunnáttu, svo eitthvað sé nefnt.Ætlað að vernda verkamenn Í tilkynningu frá Hvíta húsinu segir að einungis einn af hverjum fimmtán innflytjendum komi til Bandaríkjanna vegna hæfileika þeirra og að núverandi kerfi sé ekki í stakk búið til að veita slíkum innflytjendum forgang.Trump sagði breytingunum ætlað að vernda bandaríska verkamenn og þar á meðal meðlimi minnihlutahópa, frá aukinni samkeppni um láglaunastörf. Hann sagði að núverandi kerfi vera ósanngjarnt ríkisborgurum og verkamönnum. Framtíð frumvarpsins í þinginu er þó ekki örugg. Repúblikanar eru með 52 þingmenn á móti 48 á öldungadeildinni en þeir þurfa 60 til að koma í veg fyrir málþóf. Búist er við því að demókratar muni mótmæla frumvarpinu verulega og jafnvel er búist við því að hófsamir repúblikanar muni einnig vera á móti frumvarpinu. Donald Trump Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gengið til liðs við tvo öldungadeildarþingmenn um að breyta innflytjendalögum ríkisins verulega. Meðal breytinga er að byggja kerfið á hæfnismati innflytjenda og að fækka löglegum innflytjendum verulega. Það að taka á ólöglegum komum innflytjenda til Bandaríkjanna var eitt af helstu kosningamálum Trump. Trump kom fram með þeim David Perdue og Tom Cotton og kynnti frumvarpið sem þingmennirnir lögðu fram í apríl, en hefur verið breytt. Þingmennirnir segja það byggja á innflytjendakerfum Ástralíu og Kanada. Samkvæmt því verður löglegum innflytjendum fækkað úr rúmlega einni milljón á ári um helming á næstu tíu árum. Kerfið mun byggja á stigum, þar sem þeir sem vilja flytja til Bandaríkjanna fá stig fyrir enskukunnáttu, menntunarstig og starfskunnáttu, svo eitthvað sé nefnt.Ætlað að vernda verkamenn Í tilkynningu frá Hvíta húsinu segir að einungis einn af hverjum fimmtán innflytjendum komi til Bandaríkjanna vegna hæfileika þeirra og að núverandi kerfi sé ekki í stakk búið til að veita slíkum innflytjendum forgang.Trump sagði breytingunum ætlað að vernda bandaríska verkamenn og þar á meðal meðlimi minnihlutahópa, frá aukinni samkeppni um láglaunastörf. Hann sagði að núverandi kerfi vera ósanngjarnt ríkisborgurum og verkamönnum. Framtíð frumvarpsins í þinginu er þó ekki örugg. Repúblikanar eru með 52 þingmenn á móti 48 á öldungadeildinni en þeir þurfa 60 til að koma í veg fyrir málþóf. Búist er við því að demókratar muni mótmæla frumvarpinu verulega og jafnvel er búist við því að hófsamir repúblikanar muni einnig vera á móti frumvarpinu.
Donald Trump Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Sjá meira