Fótbolti

Matthías varamaður er Rosenborg tapaði fyrir Celtic | Þessi lið komust áfram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Matthías í leik með Rosenborg.
Matthías í leik með Rosenborg. vísir/getty
Rosenborg spilar ekki í Meistaradeild Evrópu þetta tímabilið en liðið tapaði í kvöld fyrir skoska liðinu Celtic, 1-0, á heimavelli í kvöld.

James Forrest skoraði eina mark leiksins með góðu skoti úr þröngu færi og tryggði að skoska liðið á enn möguleikaá að spila í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í vetur.

Matthías Vilhjálmsson kom inn á sem varamaður á 73. mínútu, fjórum mínútum eftir að Forrest skoraði. Rosenborg hefði þurft að skora þrjú mörk til að komast áfram en liðin gerðu markalaust jafntefli í fyrri viðureign liðanna.

3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu lauk í kvöld og eru þessi lið komin áfram:

Landsmeistarar:

Efri styrkleikaflokkur:

Olympiacos (Grikkland)

Celtic (Skotland)

FC Kaupmannahöfn (Danmörk)

APOEL (Kýpur)

Maribor (Slóvenía)

Neðri styrkleikaflokkur:

Qarabag (Aserbaídsjan)

Astana (Kasakstan)

Rijeka (Króatía)

Hapoel Be'er Sheva (Ísrael)

Slavía Prag (Tékkland)

Önnur lið:

Efri styrkleikaflokkur:

Sevilla (Spánn)

Napoli (Ítalía)

Liverpool (England)

CSKA Moskva (Rússland)

Sporting (Portúgal)

Neðri styrkleikaflokkur:

Steaua Búkarest (Rúmenía)

Young Boys (Sviss)

Nice (Frakkland)

Hoffenheim (Þýskaland)

Istanbul (Tyrkland)


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×