Fyrsta greinin var hlaup-sund-hlaup. Keppendur hlupu þá eina og hálfa mílu, syntu 500 metra og hlupu loks aftur eina og hálfa mílu. Ein og hálf míla er um 2,4 kílómetrar.
Ragnheiður Sara kom sjöunda í mark á 30:23.04 mínútum en hún fékk fyrir það 72 stig.
Ástralinn Tia-Clair Toomey er efst eftir fyrstu grein en hún fékk 100 stig fyrir að koma í mark á 28:45.65 mínútum. Kristi Eramo varð í 2. sæti (94 stig) og Samantha Briggs varð þriðja (88 stig).
Toomey hefur endaði í öðru sæti á síðustu tveimur heimsleikum en byrjar gríðarlega sterkt í ár.
Meistari síðustu tveggja leika, Katrín Tanja Davíðsdóttir, endaði í fjórtánda sæti í fyrstu grein og fékk fyrir það 52 stig.
Þuríður Erla Helgadóttir endaði í 20. sæti á 33:08.35 mínútum og Annie Mist Þórisdóttir var sekúndubrotum á eftir á 33:08.49 mínútum. Þuríður fékk 40 stig en Annie Mist 38 stig.
If you're in the U.S. you can also watch live on @CBSSports: https://t.co/M6ZC3Wbb6bpic.twitter.com/nRSdgJRurl
— The CrossFit Games (@CrossFitGames) August 3, 2017