Trump vildi þagga niður tal um landamæramúrinn Kjartan Kjartansson skrifar 3. ágúst 2017 18:46 Peña Nieto og Trump hittust á G20-fundinum en þar sagði Trump enn að Mexíkóar skyldu greiða fyrir landamæramúrinn. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti bað forseta Mexíkó um að hætta að neita því opinberlega að Mexíkóar myndu greiða fyrir umdeildan landamæravegg sem Trump lofaði í símtali þeirra í janúar. Landamæramúrinn var eitt helsta kosningaloforð Trump sem sór þess ennfremur dýran eið að Mexíkóar myndu borga fyrir byggingu hans. Eftirrit af símtali hans við Enrique Peña Nieto, forseta Mexíkó, aðeins viku eftir embættistöku Trump bendir til þess að hann hafi sjálfur vitað að múrinn yrði ekki fjármagnaður þannig. „Þú getur ekki sagt þetta við fjölmiðla,“ brýndi Trump ítrekað fyrir Peña Nieto í símtalinu 27. janúar, að því er Washington Post greinir frá. Hótaði Trump meðal annars að loka á öll samskipti við mexíkósk stjórnvöld héldi Peña Nieto áfram að hafna hugmyndum hans um vegginn því „með því gæti hann ekki lifað“. Þess í stað lagði Trump til að þeir myndu þagga málið niður og segjast vera að finna út úr því. Sagði hann að fjármögnun múrsins yrði leysta einhvern veginn. Veggurinn væri minnst mikilvæga málið sem þeir ræddu en pólitískt séð gæti það verið það mikilvægasta.Fannst notalegra að tala við Pútín en einn nánasta bandamann Bandaríkjanna Símtal Trump við Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, daginn eftir var ekki síður þrungið spennu samkvæmt skjalinu sem Washington Post komst yfir. Trump virðist hafa mislíkað sérstaklega samkomulag sem ríkisstjórnir Ástralíu og Bandaríkjanna gerðu áður en hann tók við völdum um að Bandaríkin myndu taka við rúmlega 1.200 flóttamönnum frá Ástralíu. Meðferð Ástrala á flóttamönnunum er umdeild en þeim er haldið í búðum á eyríkinu Nárú og á Manus-eyju við Papúa Nýju-Gíneu. „Þetta á eftir að gera út af við mig. Ég er sú manneskja heims sem er mest á móti því að hleypa fólki inn í landið og nú á ég að samþykkja að taka við 2.000 manns,“ sagði Trump og ýkti fjöldann sem Bandaríkin áttu að taka við. „Mér er nóg boðið. Ég er búinn að standa í þessum símtölum í allan dag og þetta er það ónotalegasta í allan dag,“ hreytti Trump í Turnbull. Fullyrti hann að einhver flóttamannanna gæti orðið hryðjuverkamaður innan fimm ára. Tók Trump sérstaklega fram við Turnbull að símtal hans við Vladimír Pútin, forseta Rússlands, hafi gengið mun betur. „Símtalið við Pútín var notalegt. Þetta er fáránlegt,“ sagði Trump sem batt síðar snögglega enda á símtalið.Malcolm Turnbull fékk að heyra það frá Trump Bandaríkjaforseta.Vísir/Getty„Ég lofa þér að þetta er vont fólk“ Hér fyrir neðan eru nokkrar áhugaverðar tilvitnanir í Trump úr símtölum hans við Turnbull og Peña Nieto. Um fjármögnun landamæraveggsins:„Ég verð að láta Mexíkó borga fyrir vegginn, ég verð. Ég er búinn að tala um það yfir tveggja ára tímabil.“ Um fíkniefnasmygl frá Mexíkó til Bandaríkjanna:„Við erum með meiriháttar fíkniefnavandamál þar sem krakkar eru að ánetjast fíkniefnum vegna þess að þau eru seld ódýrar en nammi. Ég vann í New Hampshire vegna þess að New Hampshire er dópgreni.“ Um harða innflytjendastefnu Turnbull en Ástralar banna flóttamönnum á bátum að koma til meginlandsins:„Þú ert verri en ég.“ Um flóttamenn sem er haldið í fangabúðum utan Ástralíu:„Mér er meinilla við að taka við þessu fólki. Ég lofa þér því að þetta er vont fólk. Þess vegna er það í fangelsi núna. Þetta verður ekki yndislegt fólk sem fara að vinna fyrir mjólkurfólk.“ Donald Trump Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti bað forseta Mexíkó um að hætta að neita því opinberlega að Mexíkóar myndu greiða fyrir umdeildan landamæravegg sem Trump lofaði í símtali þeirra í janúar. Landamæramúrinn var eitt helsta kosningaloforð Trump sem sór þess ennfremur dýran eið að Mexíkóar myndu borga fyrir byggingu hans. Eftirrit af símtali hans við Enrique Peña Nieto, forseta Mexíkó, aðeins viku eftir embættistöku Trump bendir til þess að hann hafi sjálfur vitað að múrinn yrði ekki fjármagnaður þannig. „Þú getur ekki sagt þetta við fjölmiðla,“ brýndi Trump ítrekað fyrir Peña Nieto í símtalinu 27. janúar, að því er Washington Post greinir frá. Hótaði Trump meðal annars að loka á öll samskipti við mexíkósk stjórnvöld héldi Peña Nieto áfram að hafna hugmyndum hans um vegginn því „með því gæti hann ekki lifað“. Þess í stað lagði Trump til að þeir myndu þagga málið niður og segjast vera að finna út úr því. Sagði hann að fjármögnun múrsins yrði leysta einhvern veginn. Veggurinn væri minnst mikilvæga málið sem þeir ræddu en pólitískt séð gæti það verið það mikilvægasta.Fannst notalegra að tala við Pútín en einn nánasta bandamann Bandaríkjanna Símtal Trump við Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, daginn eftir var ekki síður þrungið spennu samkvæmt skjalinu sem Washington Post komst yfir. Trump virðist hafa mislíkað sérstaklega samkomulag sem ríkisstjórnir Ástralíu og Bandaríkjanna gerðu áður en hann tók við völdum um að Bandaríkin myndu taka við rúmlega 1.200 flóttamönnum frá Ástralíu. Meðferð Ástrala á flóttamönnunum er umdeild en þeim er haldið í búðum á eyríkinu Nárú og á Manus-eyju við Papúa Nýju-Gíneu. „Þetta á eftir að gera út af við mig. Ég er sú manneskja heims sem er mest á móti því að hleypa fólki inn í landið og nú á ég að samþykkja að taka við 2.000 manns,“ sagði Trump og ýkti fjöldann sem Bandaríkin áttu að taka við. „Mér er nóg boðið. Ég er búinn að standa í þessum símtölum í allan dag og þetta er það ónotalegasta í allan dag,“ hreytti Trump í Turnbull. Fullyrti hann að einhver flóttamannanna gæti orðið hryðjuverkamaður innan fimm ára. Tók Trump sérstaklega fram við Turnbull að símtal hans við Vladimír Pútin, forseta Rússlands, hafi gengið mun betur. „Símtalið við Pútín var notalegt. Þetta er fáránlegt,“ sagði Trump sem batt síðar snögglega enda á símtalið.Malcolm Turnbull fékk að heyra það frá Trump Bandaríkjaforseta.Vísir/Getty„Ég lofa þér að þetta er vont fólk“ Hér fyrir neðan eru nokkrar áhugaverðar tilvitnanir í Trump úr símtölum hans við Turnbull og Peña Nieto. Um fjármögnun landamæraveggsins:„Ég verð að láta Mexíkó borga fyrir vegginn, ég verð. Ég er búinn að tala um það yfir tveggja ára tímabil.“ Um fíkniefnasmygl frá Mexíkó til Bandaríkjanna:„Við erum með meiriháttar fíkniefnavandamál þar sem krakkar eru að ánetjast fíkniefnum vegna þess að þau eru seld ódýrar en nammi. Ég vann í New Hampshire vegna þess að New Hampshire er dópgreni.“ Um harða innflytjendastefnu Turnbull en Ástralar banna flóttamönnum á bátum að koma til meginlandsins:„Þú ert verri en ég.“ Um flóttamenn sem er haldið í fangabúðum utan Ástralíu:„Mér er meinilla við að taka við þessu fólki. Ég lofa þér því að þetta er vont fólk. Þess vegna er það í fangelsi núna. Þetta verður ekki yndislegt fólk sem fara að vinna fyrir mjólkurfólk.“
Donald Trump Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Sjá meira