Neymar eða 55 þúsund Costco-fílar Kjartan Atli Kjartansson skrifar 4. ágúst 2017 21:00 Koma Neymar til franska liðsins Paris Saint Germain var staðfest í gær en Brasilíumaðurinn er nú lang dýrasti knattspyrnumaður sögunnar. Neymar kostaði franska félagið um 200 milljónir punda, eða 27 og hálfan milljarð íslenskra króna. stjórn Parísar-liðsins ákvað að einfaldlega að nýta sér klásúlu í samningi Neymar við Barcelona sem skildaði Barcelona til þess að samþykkja tilboðið. Hann skrifaði undir risa samning, er með 106 milljónir króna á viku, eða 424 milljónir á mánuði. Hann er meira en tvöfalt dýrari en Paul Pogba, sem var fyrir gærdaginn, dýrasti knattspyrnumaður heims. Gareth Bale er í þriðja sæti, rétt ódýrari en Pogba og þar á eftir liðsfélagi hans Cristiano Ronaldo sem skipti um lið árið 2009 og var þá lang dýrastur í sögunni. Upphæðin hefur vakið mikla athygli, enda úr öllum takti við fyrri met af þessu tagi. Fyrir peninginn sem Neymar kostaði hefði stjórn París Saint Germain getað keypt 55 þúsund Costco-fíla. Fyrir upphæðina sem Neymar kostaði hefði verið hægt að kaupa 56 náttborð í Ikea fyrir hvern einasta Íslending. Og stjórn Paris Saint Germain hefði getað bókað Íslandsvinina til þess að spila í einkapartíi, á hverjum degi í heilt ár, miðað við verðskrá sem birtist í fjölmiðlum erlendis. Og launin, þau geta keypt ýmislegt. Ef við gefum okkur að sextán þúsund manns verði á Þjóðhátíð í Eyjum og að Neymar hafi sýnt fyrirhyggju og keypt miðana í forsölu – þá hefði hann verið tæpa átján daga að þéna nóg til að kaupa miða handa öllum viðstöddum. Neymar fær nefnilega rúmar 15 milljónir á dag, tæplega 631 þúsund krónur á hvern klukkutíma og meira en 10 þúsund 515 krónur á hverja mínútu sólarhringsins. Og fyrir að horfa á fréttina sem má sjá í spilaranum hér fyrir ofan hefði Neymar þénað 17525 krónur. Íslenski boltinn Tengdar fréttir PSG staðfestir kaupin á Neymar Neymar er formlega genginn í raðir PSG í Frakklandi fyrir 222 milljónir evra. 3. ágúst 2017 20:27 Stuðningsmenn PSG fjölmenntu og tóku vel á móti Neymar | Myndir Neymar var í dag kynntur sem nýr leikmaður franska liðsins Paris Saint Germain og hélt um leið sin fyrsta blaðamannafund og fór í sína fyrstu myndatöku í búningi PSG. 4. ágúst 2017 15:30 Neymar: Ég þurfti nýja áskorun Brasilíumaðurinn Neymar hefur útskýrt þá ákvörðun sína að yfirgefa Barcelona og semja við franska félagið Paris Saint Germain. 4. ágúst 2017 09:00 Búið að borga fyrir Neymar Barcelona hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að búið sé að borga riftunarverð í samningi Neymars sem hljóðar upp á litlar 200 milljónir punda. 3. ágúst 2017 17:29 Neymar fær 5,5 milljarða í árslaun hjá PSG Það verður svo sannarlega kostnaðarsamt fyrir franska félagið Paris Saint-Germain að fá til sín Brasilíumanninn Neymar frá Barcelona. 3. ágúst 2017 08:30 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Fleiri fréttir Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira
Koma Neymar til franska liðsins Paris Saint Germain var staðfest í gær en Brasilíumaðurinn er nú lang dýrasti knattspyrnumaður sögunnar. Neymar kostaði franska félagið um 200 milljónir punda, eða 27 og hálfan milljarð íslenskra króna. stjórn Parísar-liðsins ákvað að einfaldlega að nýta sér klásúlu í samningi Neymar við Barcelona sem skildaði Barcelona til þess að samþykkja tilboðið. Hann skrifaði undir risa samning, er með 106 milljónir króna á viku, eða 424 milljónir á mánuði. Hann er meira en tvöfalt dýrari en Paul Pogba, sem var fyrir gærdaginn, dýrasti knattspyrnumaður heims. Gareth Bale er í þriðja sæti, rétt ódýrari en Pogba og þar á eftir liðsfélagi hans Cristiano Ronaldo sem skipti um lið árið 2009 og var þá lang dýrastur í sögunni. Upphæðin hefur vakið mikla athygli, enda úr öllum takti við fyrri met af þessu tagi. Fyrir peninginn sem Neymar kostaði hefði stjórn París Saint Germain getað keypt 55 þúsund Costco-fíla. Fyrir upphæðina sem Neymar kostaði hefði verið hægt að kaupa 56 náttborð í Ikea fyrir hvern einasta Íslending. Og stjórn Paris Saint Germain hefði getað bókað Íslandsvinina til þess að spila í einkapartíi, á hverjum degi í heilt ár, miðað við verðskrá sem birtist í fjölmiðlum erlendis. Og launin, þau geta keypt ýmislegt. Ef við gefum okkur að sextán þúsund manns verði á Þjóðhátíð í Eyjum og að Neymar hafi sýnt fyrirhyggju og keypt miðana í forsölu – þá hefði hann verið tæpa átján daga að þéna nóg til að kaupa miða handa öllum viðstöddum. Neymar fær nefnilega rúmar 15 milljónir á dag, tæplega 631 þúsund krónur á hvern klukkutíma og meira en 10 þúsund 515 krónur á hverja mínútu sólarhringsins. Og fyrir að horfa á fréttina sem má sjá í spilaranum hér fyrir ofan hefði Neymar þénað 17525 krónur.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir PSG staðfestir kaupin á Neymar Neymar er formlega genginn í raðir PSG í Frakklandi fyrir 222 milljónir evra. 3. ágúst 2017 20:27 Stuðningsmenn PSG fjölmenntu og tóku vel á móti Neymar | Myndir Neymar var í dag kynntur sem nýr leikmaður franska liðsins Paris Saint Germain og hélt um leið sin fyrsta blaðamannafund og fór í sína fyrstu myndatöku í búningi PSG. 4. ágúst 2017 15:30 Neymar: Ég þurfti nýja áskorun Brasilíumaðurinn Neymar hefur útskýrt þá ákvörðun sína að yfirgefa Barcelona og semja við franska félagið Paris Saint Germain. 4. ágúst 2017 09:00 Búið að borga fyrir Neymar Barcelona hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að búið sé að borga riftunarverð í samningi Neymars sem hljóðar upp á litlar 200 milljónir punda. 3. ágúst 2017 17:29 Neymar fær 5,5 milljarða í árslaun hjá PSG Það verður svo sannarlega kostnaðarsamt fyrir franska félagið Paris Saint-Germain að fá til sín Brasilíumanninn Neymar frá Barcelona. 3. ágúst 2017 08:30 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Fleiri fréttir Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira
PSG staðfestir kaupin á Neymar Neymar er formlega genginn í raðir PSG í Frakklandi fyrir 222 milljónir evra. 3. ágúst 2017 20:27
Stuðningsmenn PSG fjölmenntu og tóku vel á móti Neymar | Myndir Neymar var í dag kynntur sem nýr leikmaður franska liðsins Paris Saint Germain og hélt um leið sin fyrsta blaðamannafund og fór í sína fyrstu myndatöku í búningi PSG. 4. ágúst 2017 15:30
Neymar: Ég þurfti nýja áskorun Brasilíumaðurinn Neymar hefur útskýrt þá ákvörðun sína að yfirgefa Barcelona og semja við franska félagið Paris Saint Germain. 4. ágúst 2017 09:00
Búið að borga fyrir Neymar Barcelona hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að búið sé að borga riftunarverð í samningi Neymars sem hljóðar upp á litlar 200 milljónir punda. 3. ágúst 2017 17:29
Neymar fær 5,5 milljarða í árslaun hjá PSG Það verður svo sannarlega kostnaðarsamt fyrir franska félagið Paris Saint-Germain að fá til sín Brasilíumanninn Neymar frá Barcelona. 3. ágúst 2017 08:30