Porsche hættir þolakstri og snýr sér að Formula E Finnur Thorlacius skrifar 8. ágúst 2017 09:45 Bílar frá Porsche og Audi í þolakstri. Það fór eins og í stefndi að Porsche lýsti því yfir að fyrirtækið hyggðist hætta þátttöku í þolaksturskeppnum og muni snúa sér alfarið að þátttöku í Formula E rafmagnsbílakeppnisröðinni. Þessi stefnubreyting er samstíga breyttu viðhorfi og framleiðslu Porsche, sem og móðurfyrirtæki þess, Volkswagen sem alla áherslu leggaj nú á þróun og framleiðslu rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla. Það er ekki eins og Porsche hætti þátttöku sinni í þolakstri með skít og skömm, þvert á móti, en Porsche hefur til að mynda unnið Le Mans þolaksturskeppnina nú þrjú ár í röð og vann þolakstursmótaröðina árið 2015 og 2016. Porsche hefur þegar hafið hönnun síns fyrsta keppnisbíls í Formula E. Mercedes Benz hefur einnig lýst yfir þátttöku í Formula E keppnisröðinni svo þar á bæ fer keppni harðnandi með þessum tveimur öflugu bílaframleiðendum. Audi ætlar líka að taka þátt í Formula E og kemur það ekki á óvart þar sem fyrirtækið tilheyrir einnig Volkswagen Group, líkt og Porsche. Fyrir eru í Formula E mótaröðinni stórir og þekktir framleiðendur eins og BMW, Renault, Jaguar og Citroën. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent
Það fór eins og í stefndi að Porsche lýsti því yfir að fyrirtækið hyggðist hætta þátttöku í þolaksturskeppnum og muni snúa sér alfarið að þátttöku í Formula E rafmagnsbílakeppnisröðinni. Þessi stefnubreyting er samstíga breyttu viðhorfi og framleiðslu Porsche, sem og móðurfyrirtæki þess, Volkswagen sem alla áherslu leggaj nú á þróun og framleiðslu rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla. Það er ekki eins og Porsche hætti þátttöku sinni í þolakstri með skít og skömm, þvert á móti, en Porsche hefur til að mynda unnið Le Mans þolaksturskeppnina nú þrjú ár í röð og vann þolakstursmótaröðina árið 2015 og 2016. Porsche hefur þegar hafið hönnun síns fyrsta keppnisbíls í Formula E. Mercedes Benz hefur einnig lýst yfir þátttöku í Formula E keppnisröðinni svo þar á bæ fer keppni harðnandi með þessum tveimur öflugu bílaframleiðendum. Audi ætlar líka að taka þátt í Formula E og kemur það ekki á óvart þar sem fyrirtækið tilheyrir einnig Volkswagen Group, líkt og Porsche. Fyrir eru í Formula E mótaröðinni stórir og þekktir framleiðendur eins og BMW, Renault, Jaguar og Citroën.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent