Team Sleipnir náði 15. sætinu í Formula Student Sindri Snær Thorlacius skrifar 8. ágúst 2017 12:57 Keppnisbíll Team Sleipnir mætt í slaginn á Silverstone. Sem miklum bílaáhugamanni sem missir aldrei af keppni í Formúlu 1 í sjónvarpinu var mér mikil ánægja og forréttindi að fá að fara til Englands til að fylgjast með Team Sleipni keppa í Formula Student keppninni. Team Sleipnir er lið skipað verkfræði- og tæknifræðinemum úr Háskólanum í Reykjavík sem hafa síðasta árið eða svo eytt óteljandi vinnustundum í að hanna kappakstursbíl frá grunni sem gefið var nafnið RU17. Þetta var í annað sinn sem liðið hefur þreytt þessa keppni en þó með mannabreytingum frá því í fyrra þegar það hafnaði í 74. sæti. Keppnin er haldin hvert ár hinni fornfrægu Silverstone braut í miðju Englandi og spannar keppnin yfir sex daga. Markmið keppninnar er að nemendur fái sín fyrstu kynni við gerð kappakstursbíla og kappakstur. Í því er fólgið að hanna undirvagn bílsins, yfirbyggingu, bremsur, fjöðrun og margt fleira. Yfirleitt er notast við vélar úr mótorhjólum, vélsleðum eða rafmótora til að knýja bílana áfram. Keppnisbílarnir og liðin í Formula Student voru gríðarlega fjölbreytt en kynjahlutfall keppenda í Formula Student hallaði mikið á kvenpeninginn en Team Sleipnir innihélt ekki bara nokkrar stelpur heldur voru tvær þeirra einnig ökumenn, sem var annars sjaldséð í keppninni. Grind bílanna var yfirleitt úr stáli með yfirbyggingu úr trefjaplasti rétt eins og RU17. Hins vegar voru sumir bílarnir jafnvel byggðir að stórum hluta til úr koltrefjum og með risastór vindskeið bæði að framan og aftan. Áður en byrjað var að sýna mátt bílanna í verki þurftu nemendur að halda kynningar. Þær fjölluðu um verkfræðitengd verkefni og voru gefin stig fyrir fyrirlestrana. Eitt atriðið fjallaði um kostnað við gerð kappakstursbílsins út frá stöðlum sem keppnin gaf út. Annað fjallaði um hönnun á hjólastandi fyrir fólksbíl, en þurfti að útskýra bæði hönnunar- og kostnaðarhliðina við framleiðslu þeirrar vöru. Síðasta kynningin fór svo fram í skúrnum hjá keppnisbílnum þar sem dómarar mættu á svæðið, skoðuðu bílinn og spurðu hönnuðina út í hvern og einn hlut, hönnun og virkni þeirra. Þegar greinarskrifari kom fyrst á brautarsvæðið seint á fimmtudagskvöldi tók á móti honum Óskar Kúld, formaður liðsins, ásamt hluta af liðinu sem vann enn hörðum höndum við að koma bílnum í stand fyrir þolraunir næsta dags. Liðið var í einum af fjölmörgum skúrum á svæðinu sem hver og einn innihélt allt að átta bíla og lið. Í keppnisflokki Team Sleipnis voru yfir 90 skólar frá 24 löndum. Á föstudegi var komið að athugunum og þolraunum bílanna. Athugaðir voru allir boltar og rær í bílunum, öll öryggisatriði ásamt því að bílarnir þurftu að vera smíðaðir samkvæmt ákveðnu regluverki að miklu leyti. Ef eitthvert þessara atriða var ekki í lagi þurfti að gera að þeim kvilla eða kvillum svo hægt væri að skoða bílinn allan aftur. Team Sleipnir þurftu að endurskoða nokkur smáatriði áður en þau fengu fulla skoðun en allt gekk smurt fyrir sig. Þegar allt var samkvæmt reglum þurftu ökumenn liðsins að sýna fram á að þeir (í þessu tilfelli þau) gátu komist út úr bílnum innan fimm sekúndna, ef eitthvað skildi koma upp á í keppnunum. Að því loknu var komið að frekari einhverjum vökvum. Í tilfelli Íslendinganna lak bensín út undan bensínlokinu sem einfalt var að laga með gúmmíhring, en þegar það uppgötvaðist var svæðið að loka þann daginn og áframhaldandi athuganir þurftu þess vegna að bíða til næsta dags. Næsta morgun stóðst bíllinn hallaprófið og fór í hávaðamælingu. Hann mátti ekki öskra hærra en 110dB, sem bíllinn stóðst, liðinu til mikillar furðu. Næst var komið að bremsuathugun þar sem sýnt var fram á að bíllinn gæti ekki bara farið hratt áfram heldur gæti hann jafnóðum slegið af hraðanum. Loks var komið að því að aka bílnum og sýna hvað í honum býr. Tveir ökumenn fengu að þreyta hverja keppni. Fyrsta aflraunin var svokallað „Skid Pad“ þar sem bíllinn var keyrður í form tölustafsins 8 sem krefst grips, stöðugleika og varkárni ökumanns. RU17 virtist stöðugur, grípa vel og endaði hann í 20. sæti. Næsta keppni reyndi á hröðun bílsins, en hún var í formi spyrnu á móti klukkunni. Þar endaði Team Sleipnir í 16. sæti og hljómaði bíllinn einna best allra keppnisbíla. Næst fékk bíllinn að kynnast brautinni. Hún var lögð yfir breiðan kafla á Silverstone brautinni sem Formúlu 1 bílar höfðu ekið einungis örfáum dögum áður. Ytri mörk brautar Formula Student voru merkt með keilum og var brautin þröng og tæknileg. Sekúndum var bætt við tíma liðanna ef keyrt var á keilu. Keppt var á móti klukkunni, einn bíll í einu á brautinni. Íslensku ökumennirnir höfðu ekki séð brautina fyrr en að keppni kom en náðu samt 17. sæti. Mjög afdrifaríkum og ánægjulegum degi tók að ljúka og sofnuðu allir vel um kvöldið. Á sunnudegi var komið að aðalkeppninni, 22 hringa þolakstur sem reyndi bæði á ökumenn og íhluti bílsins. Tveir ökumenn skiptu hringjunum á milli sín og réð heildartíminn úrslitum ásamt eldsneytisnotkun bílsins. Á vissum stöðum í brautinni voru svæði sérstaklega til framúraksturs því að ómögulegt væri annars að taka fram úr á þessari þröngu braut. Voru nokkrir bílar í brautinni í einu en ræstir á mismunandi tímum. Þegar RU17 var hleypt inn á brautina var fljótt augljóst að þarna var á ferð hraðskreiður bíll ásamt því hvað hann hljómaði gríðarlega vel. Á nokkrum hringjum var RU17 búinn að taka fram úr hægari bílum og allt gekk vel. Þegar það styttist í ökumannaskiptin byrjuðu bremsurnar að framan að ofhitna sökum álags. Skipt var um ökumann og eftir nokkra hringi voru frambremsurnar nánast ónothæfar og þurfti að nota niðurgírun til að hægja á bílnum fyrir beygjur. Það hafði því miður neikvæð áhrif á tíma nokkurra hringja hjá Team Sleipni en þegar öllum hringjunum var lokið og bíllinn flaggaður út af brautinni var heildartíminn 30 mínútur og 39 sekúndur með refsingum meðtöldum fyrir að hafa ekið á 10 keilur í það heila. Þessi tími landaði liðinu 11. sæti í þolakstrinum og 15. sæti í heildarkeppninni, sem er magnaður árangur fyrir lið sem var að taka þátt í annað skiptið í keppninni. Ekki náði helmingur keppnisliða að taka þátt og ljúka þolakstrinum í ár út af mismunandi ástæðum. Gríðarlega vel heppnað mót hjá Team Sleipni og frábært að fá að fylgjast með. Til hamingju Team Sleipnir!Allt til reiðu fyrir átök dagsins og allt keppnisliðið til aðstoðar.Frábærum árangri fagnað og gleðin við völd. Nú er bara að gera enn betur næst. Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent
Sem miklum bílaáhugamanni sem missir aldrei af keppni í Formúlu 1 í sjónvarpinu var mér mikil ánægja og forréttindi að fá að fara til Englands til að fylgjast með Team Sleipni keppa í Formula Student keppninni. Team Sleipnir er lið skipað verkfræði- og tæknifræðinemum úr Háskólanum í Reykjavík sem hafa síðasta árið eða svo eytt óteljandi vinnustundum í að hanna kappakstursbíl frá grunni sem gefið var nafnið RU17. Þetta var í annað sinn sem liðið hefur þreytt þessa keppni en þó með mannabreytingum frá því í fyrra þegar það hafnaði í 74. sæti. Keppnin er haldin hvert ár hinni fornfrægu Silverstone braut í miðju Englandi og spannar keppnin yfir sex daga. Markmið keppninnar er að nemendur fái sín fyrstu kynni við gerð kappakstursbíla og kappakstur. Í því er fólgið að hanna undirvagn bílsins, yfirbyggingu, bremsur, fjöðrun og margt fleira. Yfirleitt er notast við vélar úr mótorhjólum, vélsleðum eða rafmótora til að knýja bílana áfram. Keppnisbílarnir og liðin í Formula Student voru gríðarlega fjölbreytt en kynjahlutfall keppenda í Formula Student hallaði mikið á kvenpeninginn en Team Sleipnir innihélt ekki bara nokkrar stelpur heldur voru tvær þeirra einnig ökumenn, sem var annars sjaldséð í keppninni. Grind bílanna var yfirleitt úr stáli með yfirbyggingu úr trefjaplasti rétt eins og RU17. Hins vegar voru sumir bílarnir jafnvel byggðir að stórum hluta til úr koltrefjum og með risastór vindskeið bæði að framan og aftan. Áður en byrjað var að sýna mátt bílanna í verki þurftu nemendur að halda kynningar. Þær fjölluðu um verkfræðitengd verkefni og voru gefin stig fyrir fyrirlestrana. Eitt atriðið fjallaði um kostnað við gerð kappakstursbílsins út frá stöðlum sem keppnin gaf út. Annað fjallaði um hönnun á hjólastandi fyrir fólksbíl, en þurfti að útskýra bæði hönnunar- og kostnaðarhliðina við framleiðslu þeirrar vöru. Síðasta kynningin fór svo fram í skúrnum hjá keppnisbílnum þar sem dómarar mættu á svæðið, skoðuðu bílinn og spurðu hönnuðina út í hvern og einn hlut, hönnun og virkni þeirra. Þegar greinarskrifari kom fyrst á brautarsvæðið seint á fimmtudagskvöldi tók á móti honum Óskar Kúld, formaður liðsins, ásamt hluta af liðinu sem vann enn hörðum höndum við að koma bílnum í stand fyrir þolraunir næsta dags. Liðið var í einum af fjölmörgum skúrum á svæðinu sem hver og einn innihélt allt að átta bíla og lið. Í keppnisflokki Team Sleipnis voru yfir 90 skólar frá 24 löndum. Á föstudegi var komið að athugunum og þolraunum bílanna. Athugaðir voru allir boltar og rær í bílunum, öll öryggisatriði ásamt því að bílarnir þurftu að vera smíðaðir samkvæmt ákveðnu regluverki að miklu leyti. Ef eitthvert þessara atriða var ekki í lagi þurfti að gera að þeim kvilla eða kvillum svo hægt væri að skoða bílinn allan aftur. Team Sleipnir þurftu að endurskoða nokkur smáatriði áður en þau fengu fulla skoðun en allt gekk smurt fyrir sig. Þegar allt var samkvæmt reglum þurftu ökumenn liðsins að sýna fram á að þeir (í þessu tilfelli þau) gátu komist út úr bílnum innan fimm sekúndna, ef eitthvað skildi koma upp á í keppnunum. Að því loknu var komið að frekari einhverjum vökvum. Í tilfelli Íslendinganna lak bensín út undan bensínlokinu sem einfalt var að laga með gúmmíhring, en þegar það uppgötvaðist var svæðið að loka þann daginn og áframhaldandi athuganir þurftu þess vegna að bíða til næsta dags. Næsta morgun stóðst bíllinn hallaprófið og fór í hávaðamælingu. Hann mátti ekki öskra hærra en 110dB, sem bíllinn stóðst, liðinu til mikillar furðu. Næst var komið að bremsuathugun þar sem sýnt var fram á að bíllinn gæti ekki bara farið hratt áfram heldur gæti hann jafnóðum slegið af hraðanum. Loks var komið að því að aka bílnum og sýna hvað í honum býr. Tveir ökumenn fengu að þreyta hverja keppni. Fyrsta aflraunin var svokallað „Skid Pad“ þar sem bíllinn var keyrður í form tölustafsins 8 sem krefst grips, stöðugleika og varkárni ökumanns. RU17 virtist stöðugur, grípa vel og endaði hann í 20. sæti. Næsta keppni reyndi á hröðun bílsins, en hún var í formi spyrnu á móti klukkunni. Þar endaði Team Sleipnir í 16. sæti og hljómaði bíllinn einna best allra keppnisbíla. Næst fékk bíllinn að kynnast brautinni. Hún var lögð yfir breiðan kafla á Silverstone brautinni sem Formúlu 1 bílar höfðu ekið einungis örfáum dögum áður. Ytri mörk brautar Formula Student voru merkt með keilum og var brautin þröng og tæknileg. Sekúndum var bætt við tíma liðanna ef keyrt var á keilu. Keppt var á móti klukkunni, einn bíll í einu á brautinni. Íslensku ökumennirnir höfðu ekki séð brautina fyrr en að keppni kom en náðu samt 17. sæti. Mjög afdrifaríkum og ánægjulegum degi tók að ljúka og sofnuðu allir vel um kvöldið. Á sunnudegi var komið að aðalkeppninni, 22 hringa þolakstur sem reyndi bæði á ökumenn og íhluti bílsins. Tveir ökumenn skiptu hringjunum á milli sín og réð heildartíminn úrslitum ásamt eldsneytisnotkun bílsins. Á vissum stöðum í brautinni voru svæði sérstaklega til framúraksturs því að ómögulegt væri annars að taka fram úr á þessari þröngu braut. Voru nokkrir bílar í brautinni í einu en ræstir á mismunandi tímum. Þegar RU17 var hleypt inn á brautina var fljótt augljóst að þarna var á ferð hraðskreiður bíll ásamt því hvað hann hljómaði gríðarlega vel. Á nokkrum hringjum var RU17 búinn að taka fram úr hægari bílum og allt gekk vel. Þegar það styttist í ökumannaskiptin byrjuðu bremsurnar að framan að ofhitna sökum álags. Skipt var um ökumann og eftir nokkra hringi voru frambremsurnar nánast ónothæfar og þurfti að nota niðurgírun til að hægja á bílnum fyrir beygjur. Það hafði því miður neikvæð áhrif á tíma nokkurra hringja hjá Team Sleipni en þegar öllum hringjunum var lokið og bíllinn flaggaður út af brautinni var heildartíminn 30 mínútur og 39 sekúndur með refsingum meðtöldum fyrir að hafa ekið á 10 keilur í það heila. Þessi tími landaði liðinu 11. sæti í þolakstrinum og 15. sæti í heildarkeppninni, sem er magnaður árangur fyrir lið sem var að taka þátt í annað skiptið í keppninni. Ekki náði helmingur keppnisliða að taka þátt og ljúka þolakstrinum í ár út af mismunandi ástæðum. Gríðarlega vel heppnað mót hjá Team Sleipni og frábært að fá að fylgjast með. Til hamingju Team Sleipnir!Allt til reiðu fyrir átök dagsins og allt keppnisliðið til aðstoðar.Frábærum árangri fagnað og gleðin við völd. Nú er bara að gera enn betur næst.
Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent