Utanríkisráðherra Bandaríkjanna gerir lítið úr ógn af Norður-Kóreu Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2017 14:03 Vegfarendur í Seúl í Suður-Kóreu ganga fram hjá sjónvarpsskjá sem sýnir Donald Trump hóta nágrönnum þeirra í norðri. Vísir/AFP Bandaríkjamenn eiga að geta sofið rótt án áhyggna af kjarnorkustríði við Norður-Kóreumenn, að sögn Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann segir Donald Trump forseta senda leiðtogum Norður-Kóreu „sterk skilaboð“ með orðfæri sínu. Aukin spenna hefur færst í samskipti bandarískra og norður-kóreskra stjórnvalda og hafa hótanir gengið á víxl. Trump hótaði Norður-Kóreu þannig með „eldi og heift“ sem heimurinn hefði aldrei áður séð ef stjórnvöld þar létu ekki af hótunum sínum í garð Bandaríkjanna í gær. Norður-Kóreumenn eru sagðir íhuga af alvöru að skjóta eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í Gvam í Kyrrahafi. Bandaríska leyniþjónustan telur nú að Norður-Kóreumenn hafi getuna til að framleiða kjarnavopn í langdræga eldflaug sem gæti mögulega dregið til Bandaríkjanna.Tungumál sem Kim skilurTillerson segir hins vegar ekkert hafa breytt stöðunni þrátt fyrir digurbarkaleg ummæli Trump og stjórnvalda í Pjongjang, að því er segir í frétt New York Times. „Ekkert sem ég hef séð eða veit um bendir til þess að aðstæður hafi breyst verulega síðasta sólahringinn,“ sagði Tillerson í Malasíu þar sem hann er nú staddur í heimsókn.Kim Jong-un hefur ítrekað átt í hótunum við bandarísk stjórnvöld.Vísir/AFPOrð Trump hafa sætt gagnrýni en margir hafa skilið þau sem hótun um að beita kjarnavopnum gegn Norður-Kóreu. „Það sem forsetinn er að gera er að senda sterk skilaboð til Norður-Kóreu á tungumáli sem Kim Jong-un [leiðtogi Norður-Kóreu] getur skilið því hann virðist ekki skilja tungumál milliríkjasamskipta,“ sagði Tillerson.Forsetinn staðhæfir að hann hafi gert kjarnorkuvopnabúrið öflugraTrump greip sem fyrr til Twitter í morgun til að tala um kjarnavopn Bandaríkjanna. Í tísti gortaði hann sig af því að kjarnorkuvopnabúr Bandaríkjanna væri nú öflugra en nokkru sinni fyrr eftir að hann lét það verða sitt fyrsta verk að fyrirskipa endurnýjun og nútímavæðingu þess. New York Times bendir á að nútímavæðing kjarnorkuvopna Bandaríkjanna hafi hafist í forsetatíð Baracks Obama. Engar verulegar breytingar hafi orðið á vopnabúrinu frá því að Trump tók við af honum, þrátt fyrir loforð hans um að endurnýja sprengjuflugvélar, kafbáta og eldflaugar. „Vonandi þurfum við aldrei að nota þetta vald en það mun aldrei koma sá tíma að við séum ekki valdamesta ríki í heimi,“ tísti Trump ennfremur....Hopefully we will never have to use this power, but there will never be a time that we are not the most powerful nation in the world!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 9, 2017 Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Hóta því að skjóta eldflaugum að Guam Bandaríkin reka nokkrar herstöðvar á Guam. 8. ágúst 2017 22:54 Bandaríkin ekki óvinur Norður-Kóreu Utanríkisráðherra Bandaríkjanna reyndi í dag að tala um fyrir stjórnvöldum í Norður-Kóreu. Segir hann Bandaríkin ekki vera óvin eða ógn við stjórn Kim Jong-un. 1. ágúst 2017 23:41 Segist tilbúinn til að mæta Norður-Kóreu með „heift“ „Það væri best fyrir Norður-Kóreu að hóta Bandaríkjunum ekki frekar.“ 8. ágúst 2017 19:50 Utanríkisráðherra Kína hvetur norður-kóresk yfirvöld til að taka ákvörðun öryggisráðsins alvarlega Utanríkisráðherra Kína, Wang Yi, hefur hvatt utanríkisráðherra Norður-Kóreu, Ri Yang, til að stöðva prófanir á kjarnorku og flugskeytum í höfuðborg landsins Pyongyang. 6. ágúst 2017 09:15 Kim Jong-Un segir gervöll Bandaríkin í færi Donald Trump sendi yfirvöldum í Kína tóninn á Twitter nú í kvöld. 29. júlí 2017 23:55 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Fleiri fréttir Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Sjá meira
Bandaríkjamenn eiga að geta sofið rótt án áhyggna af kjarnorkustríði við Norður-Kóreumenn, að sögn Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann segir Donald Trump forseta senda leiðtogum Norður-Kóreu „sterk skilaboð“ með orðfæri sínu. Aukin spenna hefur færst í samskipti bandarískra og norður-kóreskra stjórnvalda og hafa hótanir gengið á víxl. Trump hótaði Norður-Kóreu þannig með „eldi og heift“ sem heimurinn hefði aldrei áður séð ef stjórnvöld þar létu ekki af hótunum sínum í garð Bandaríkjanna í gær. Norður-Kóreumenn eru sagðir íhuga af alvöru að skjóta eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í Gvam í Kyrrahafi. Bandaríska leyniþjónustan telur nú að Norður-Kóreumenn hafi getuna til að framleiða kjarnavopn í langdræga eldflaug sem gæti mögulega dregið til Bandaríkjanna.Tungumál sem Kim skilurTillerson segir hins vegar ekkert hafa breytt stöðunni þrátt fyrir digurbarkaleg ummæli Trump og stjórnvalda í Pjongjang, að því er segir í frétt New York Times. „Ekkert sem ég hef séð eða veit um bendir til þess að aðstæður hafi breyst verulega síðasta sólahringinn,“ sagði Tillerson í Malasíu þar sem hann er nú staddur í heimsókn.Kim Jong-un hefur ítrekað átt í hótunum við bandarísk stjórnvöld.Vísir/AFPOrð Trump hafa sætt gagnrýni en margir hafa skilið þau sem hótun um að beita kjarnavopnum gegn Norður-Kóreu. „Það sem forsetinn er að gera er að senda sterk skilaboð til Norður-Kóreu á tungumáli sem Kim Jong-un [leiðtogi Norður-Kóreu] getur skilið því hann virðist ekki skilja tungumál milliríkjasamskipta,“ sagði Tillerson.Forsetinn staðhæfir að hann hafi gert kjarnorkuvopnabúrið öflugraTrump greip sem fyrr til Twitter í morgun til að tala um kjarnavopn Bandaríkjanna. Í tísti gortaði hann sig af því að kjarnorkuvopnabúr Bandaríkjanna væri nú öflugra en nokkru sinni fyrr eftir að hann lét það verða sitt fyrsta verk að fyrirskipa endurnýjun og nútímavæðingu þess. New York Times bendir á að nútímavæðing kjarnorkuvopna Bandaríkjanna hafi hafist í forsetatíð Baracks Obama. Engar verulegar breytingar hafi orðið á vopnabúrinu frá því að Trump tók við af honum, þrátt fyrir loforð hans um að endurnýja sprengjuflugvélar, kafbáta og eldflaugar. „Vonandi þurfum við aldrei að nota þetta vald en það mun aldrei koma sá tíma að við séum ekki valdamesta ríki í heimi,“ tísti Trump ennfremur....Hopefully we will never have to use this power, but there will never be a time that we are not the most powerful nation in the world!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 9, 2017
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Hóta því að skjóta eldflaugum að Guam Bandaríkin reka nokkrar herstöðvar á Guam. 8. ágúst 2017 22:54 Bandaríkin ekki óvinur Norður-Kóreu Utanríkisráðherra Bandaríkjanna reyndi í dag að tala um fyrir stjórnvöldum í Norður-Kóreu. Segir hann Bandaríkin ekki vera óvin eða ógn við stjórn Kim Jong-un. 1. ágúst 2017 23:41 Segist tilbúinn til að mæta Norður-Kóreu með „heift“ „Það væri best fyrir Norður-Kóreu að hóta Bandaríkjunum ekki frekar.“ 8. ágúst 2017 19:50 Utanríkisráðherra Kína hvetur norður-kóresk yfirvöld til að taka ákvörðun öryggisráðsins alvarlega Utanríkisráðherra Kína, Wang Yi, hefur hvatt utanríkisráðherra Norður-Kóreu, Ri Yang, til að stöðva prófanir á kjarnorku og flugskeytum í höfuðborg landsins Pyongyang. 6. ágúst 2017 09:15 Kim Jong-Un segir gervöll Bandaríkin í færi Donald Trump sendi yfirvöldum í Kína tóninn á Twitter nú í kvöld. 29. júlí 2017 23:55 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Fleiri fréttir Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Sjá meira
Bandaríkin ekki óvinur Norður-Kóreu Utanríkisráðherra Bandaríkjanna reyndi í dag að tala um fyrir stjórnvöldum í Norður-Kóreu. Segir hann Bandaríkin ekki vera óvin eða ógn við stjórn Kim Jong-un. 1. ágúst 2017 23:41
Segist tilbúinn til að mæta Norður-Kóreu með „heift“ „Það væri best fyrir Norður-Kóreu að hóta Bandaríkjunum ekki frekar.“ 8. ágúst 2017 19:50
Utanríkisráðherra Kína hvetur norður-kóresk yfirvöld til að taka ákvörðun öryggisráðsins alvarlega Utanríkisráðherra Kína, Wang Yi, hefur hvatt utanríkisráðherra Norður-Kóreu, Ri Yang, til að stöðva prófanir á kjarnorku og flugskeytum í höfuðborg landsins Pyongyang. 6. ágúst 2017 09:15
Kim Jong-Un segir gervöll Bandaríkin í færi Donald Trump sendi yfirvöldum í Kína tóninn á Twitter nú í kvöld. 29. júlí 2017 23:55
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent