Hefur sett Íslandsmet á fimm heimsmeistaramótum í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2017 07:00 Hrafnhildur Lúthersdóttir. Vísir/Stefán Sund Hún blómstrar oftast á stóra sviðinu og það er góður hæfileiki að hafa fyrir íþróttamann. Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir náði enn einu sinni að bæta sig á heimsmeistaramóti um helgina og hélt því við hinni frábæru hefð að bæta sig þegar þær bestu í heimi koma saman. Hrafnhildur kom í mark í undanúrslitasundinu á 30,71 sekúndu og bætti þar með verðlaunasund frá því á EM í London 2016. Hrafnhildur synti á 30,83 sekúndum á EM fyrir rúmu ári sem skilaði henni silfurverðlaunum. Að þessu sinni var Hrafnhildur 23 hundraðshlutum frá því að komast inn í úrslitasundið.Rosalega gaman „Þetta var rosalega gaman. Ég vildi að minnsta kosti bæta mig af því að það er náttúrulega alltaf gaman að bæta sig og setja Íslandsmet og ekki sakar það að gera það á svona stóru og flottu móti og í sjónvarpinu,“ sagði Hrafnhildur kát með árangurinn. „Þetta var virkilega sterkt mót í ár og stærsta heimsmeistaramótið í sögunni. Þannig að vera tíunda best í heiminum í ár eftir rosalega gott ár í fyrra þá get ég ekki annað en verið sátt og ánægð með þennan árangur,“ sagði Hrafnhildur. Hún komst í úrslit á Ólympíuleikunum í fyrra. Alls hefur Hrafnhildur sett ellefu Íslandsmet á heimsmeistaramótum og þau hafa komið í fjórum greinum. Metið í 50 metra bringu var hennar fimmta í þeirri grein á HM en hún hefur þrisvar sinnum slegið metið í 200 metra baksundi.Vísir/GettyFyrsta HM var í Róm Fyrsta heimsmeistaramótið hennar var í Róm á Ítalíu fyrir átta árum síðan og þá var hún bara átján ára gömul. Hrafnhildur náði engu að síður og þrátt fyrir reynsluleysið að setja nýtt Íslandsmet í 200 metra bringusundi. Það skilaði henni upp í 37. sæti. Hrafnhildur setti síðan tvö Íslandsmet á næstu tveimur heimsmeistaramótum, í Sjanghæ í Kína 2011 og í Barcelona á Spáni 2013, en hún tvíbætti metið sitt í 50 metra bringusundi í Barcelona. Besta heimsmeistaramótið hennar var síðan í Kazan í Rússlandi fyrir tveimur árum. Hrafnhildur setti þá alls fimm Íslandsmet og komst inn á topp tíu í þremur greinum. Hún varð í 6. sæti í 100 metra bringusundi, í 7. sæti í 50 metra bringusundi og í 9. sæti í 200 metra bringusundi. Hrafnhildur hefur líka sett mörg Íslandsmet á Evrópumeistaramótinu og það hefur verið hægt að ganga að því vísu síðasta áratuginn að Hrafnhildur mætir í bætingaham þegar hún hittir þær bestu í sínum greinum.Vísir/GettyÍslandsmet á fimm heimsmeistaramótum í röðHM í Róm, Ítalíu 2009 30. júlí - Íslandsmet í 200 metra bringusundi (2:31.39 mínútur)HM í Sjanghæ, Kína 2011 24. júlí - Íslandsmet í 200 metra fjórsundi (2:18.20 mínútur) 25. júlí - Íslandsmet í 100 metra bringusundi (1:09.82 mínúta)HM í Barcelona, Spáni 2013 3. ágúst - Íslandsmet í 50 metra bringusundi (31,50 sekúndur) 3. ágúst - Íslandsmet í 50 metra bringusundi (31,37 sekúndur)HM í Kazan, Rússlandi 2015 3. ágúst - Íslandsmet í 100 metra bringusundi (1:06.87 mínúta) 6. ágúst - Íslandsmet í 200 metra bringusundi (2:23.54 mínútur) 6. ágúst - Íslandsmet í 200 metra bringusundi (2:23.06 mínútur) 8. ágúst - Íslandsmet í 50 metra bringusundi (30,90 sekúndur) 8. ágúst - Íslandsmet í 50 metra bringusundi (30,90 sekúndur, metjöfnun)HM í Búdapest, Ungverjalandi 2017 29. júlí - Íslandmet í 50 metra bringusundi (30.71 sekúndur) Sund Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Handbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Sjá meira
Sund Hún blómstrar oftast á stóra sviðinu og það er góður hæfileiki að hafa fyrir íþróttamann. Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir náði enn einu sinni að bæta sig á heimsmeistaramóti um helgina og hélt því við hinni frábæru hefð að bæta sig þegar þær bestu í heimi koma saman. Hrafnhildur kom í mark í undanúrslitasundinu á 30,71 sekúndu og bætti þar með verðlaunasund frá því á EM í London 2016. Hrafnhildur synti á 30,83 sekúndum á EM fyrir rúmu ári sem skilaði henni silfurverðlaunum. Að þessu sinni var Hrafnhildur 23 hundraðshlutum frá því að komast inn í úrslitasundið.Rosalega gaman „Þetta var rosalega gaman. Ég vildi að minnsta kosti bæta mig af því að það er náttúrulega alltaf gaman að bæta sig og setja Íslandsmet og ekki sakar það að gera það á svona stóru og flottu móti og í sjónvarpinu,“ sagði Hrafnhildur kát með árangurinn. „Þetta var virkilega sterkt mót í ár og stærsta heimsmeistaramótið í sögunni. Þannig að vera tíunda best í heiminum í ár eftir rosalega gott ár í fyrra þá get ég ekki annað en verið sátt og ánægð með þennan árangur,“ sagði Hrafnhildur. Hún komst í úrslit á Ólympíuleikunum í fyrra. Alls hefur Hrafnhildur sett ellefu Íslandsmet á heimsmeistaramótum og þau hafa komið í fjórum greinum. Metið í 50 metra bringu var hennar fimmta í þeirri grein á HM en hún hefur þrisvar sinnum slegið metið í 200 metra baksundi.Vísir/GettyFyrsta HM var í Róm Fyrsta heimsmeistaramótið hennar var í Róm á Ítalíu fyrir átta árum síðan og þá var hún bara átján ára gömul. Hrafnhildur náði engu að síður og þrátt fyrir reynsluleysið að setja nýtt Íslandsmet í 200 metra bringusundi. Það skilaði henni upp í 37. sæti. Hrafnhildur setti síðan tvö Íslandsmet á næstu tveimur heimsmeistaramótum, í Sjanghæ í Kína 2011 og í Barcelona á Spáni 2013, en hún tvíbætti metið sitt í 50 metra bringusundi í Barcelona. Besta heimsmeistaramótið hennar var síðan í Kazan í Rússlandi fyrir tveimur árum. Hrafnhildur setti þá alls fimm Íslandsmet og komst inn á topp tíu í þremur greinum. Hún varð í 6. sæti í 100 metra bringusundi, í 7. sæti í 50 metra bringusundi og í 9. sæti í 200 metra bringusundi. Hrafnhildur hefur líka sett mörg Íslandsmet á Evrópumeistaramótinu og það hefur verið hægt að ganga að því vísu síðasta áratuginn að Hrafnhildur mætir í bætingaham þegar hún hittir þær bestu í sínum greinum.Vísir/GettyÍslandsmet á fimm heimsmeistaramótum í röðHM í Róm, Ítalíu 2009 30. júlí - Íslandsmet í 200 metra bringusundi (2:31.39 mínútur)HM í Sjanghæ, Kína 2011 24. júlí - Íslandsmet í 200 metra fjórsundi (2:18.20 mínútur) 25. júlí - Íslandsmet í 100 metra bringusundi (1:09.82 mínúta)HM í Barcelona, Spáni 2013 3. ágúst - Íslandsmet í 50 metra bringusundi (31,50 sekúndur) 3. ágúst - Íslandsmet í 50 metra bringusundi (31,37 sekúndur)HM í Kazan, Rússlandi 2015 3. ágúst - Íslandsmet í 100 metra bringusundi (1:06.87 mínúta) 6. ágúst - Íslandsmet í 200 metra bringusundi (2:23.54 mínútur) 6. ágúst - Íslandsmet í 200 metra bringusundi (2:23.06 mínútur) 8. ágúst - Íslandsmet í 50 metra bringusundi (30,90 sekúndur) 8. ágúst - Íslandsmet í 50 metra bringusundi (30,90 sekúndur, metjöfnun)HM í Búdapest, Ungverjalandi 2017 29. júlí - Íslandmet í 50 metra bringusundi (30.71 sekúndur)
Sund Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Handbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Sjá meira