„Ég myndi segja Sísí þótt hún sé rosalega góð,“ sagði Dagný.
„Þegar ég spilaði í Pepsi tók hún mig tvisvar niður á fléttunni þegar ég var að fara að vinna skallabolta,“ sagði Dagný. Óhætt er að segja að um gróft brot sé að ræða sem sjáist sjaldan á knattspyrnuvellinum.
„Sísí er grófust og leynir á sér. Þetta er eitthvað sem maður myndi ekki reikna með frá henni þegar maður þekkir hana. En hún leynir á sér inni á vellinum, hún er rosalega gróf.“
Blaðamaður bar þessi ummæli Dagnýjar undir Sísí fyrir æfingu liðsins í Ermelo í dag. Sísí byrjaði að hlæja áður en blaðamaður lauk við að bera upp spurninguna.
„Nei, ég held að hún sé að ljúga þessu,“ sagði Sísí.
„Ég veit það ekki, ég man allavega ekki eftir því. Kannski einu sinni.“
Ummæli Dagnýjar og Sigríðar Láru má sjá hér að neðan.
Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook og Twitter.