Dagný: Ég er með takkafar yfir öll rifbeinin Tómas Þór Þórðarson í Doetinchem skrifar 22. júlí 2017 19:42 Dagný Brynjarsdóttir í leiknum í kvöld. vísir/getty Dagný Brynjarsdóttir lagði upp mark Íslands á móti Sviss í 2-1 tapinu á Tjarnarhæðinni í kvöld en stelpurnar okkar eru án stiga eftir tvo leiki á Evrópumótinu. Íslenska liðið komst yfir í leiknum með sínu fyrsta marki í síðustu fimm leikjum en fékk svo á sig tvö og tapaði leiknum. „Þetta var ógeðslega svekkjandi. Eftir að við skorum fyrsta markið var þetta í okkar höndum en svo hleypum við þeim inn í leikinn. Við gerum þetta erfitt fyrir okkur og fáum á okkur tvö mörk,“ sagði Dagný við Vísi eftir leik.Viðtalið má sjá hér að neðan.„Við erum ekki vanar að fá á okkur mörk eftir fyrigjafir en ef ég á að segja alveg eins og er man ég ekki það vel eftir mörkunum þeirra. Við þurfum bara að skoða það sem við gerðum ekki vel í dag og bæta það fyrir næsta leik.“ Dagný var tækluð svakalega í byrjun leiks af Lauru Dickermann, fyrirliða Sviss. Sú svissneska stimplaði Dagnýju með sólanum og hefði átt að fá rautt spjald. „Ég er með takkafar á öllum rifbeinunum. Svona leyfði dómarinn leiknum að ganga. Það er eiginlega ótrúlegt að enginn í þessum leik hafi fengið rautt spjald. Mér fannst dómarinn aðeins vera að missa tökin á honum,“ sagði Dagný sem var ósátt með dómarann. „Við erum góðar í loftinu en það er dæmt brot á okkur sama hvað við gerum. Vonandi fáum við almennilega dómara í næsta leik.“ Spilamennska íslenska liðsins var upp og ofan í leiknum en Dagný var ekki alveg búin að melta það svona snemma eftir leik. „Ég er ekkert búin að hugsa út í það. Ég verð bara að horfa á leikinn aftur og sjá hvernig þetta er. Ég hefði viljað sjá okkur halda boltanum betur eins og við gerðum í byrjun. Við þurfum bara að horfa á leikinn og sjá hvað við getum gert betur,“ sagði hún en hvernig var að spila á móti liði sem fór svona mikið í grasið og komst upp með það? „Auðvitað er það erfitt. Maður áttar sig ekki á því hvernig maður á að vinna boltann þegar þær eru bara komnar í grasið um leið og einhver snertir þær. Vonandi verða dómarar í næsta leik sem að sjá þetta. Ég hefði viljað sjá spjald fyrir leikaraskap fljótlega,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Agla María: Átti von á því að eitt mark myndi duga okkur í dag Varamaðurinn Agla María Albertsdóttir var vonsvikin í viðtölum eftir leik en henni fannst það vera klaufaskapur að hleypa inn marki svona stuttu eftir að hafa komist yfir gegn Sviss í dag. 22. júlí 2017 19:15 Harpa: Engin ástæða til að leggjast í þunglyndi Harpa Þorsteinsdóttir kom inn á sem varamaður þegar Ísland tapaði 1-2 fyrir Sviss í C-riðli Evrópumótsins í dag. Hún átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum eftir leikinn. 22. júlí 2017 19:28 Freyr ósáttur við dómgæsluna: Hver er línan á þessu móti? Landsliðsþjálfaranum Frey Alexanderssyni var ekki skemmt eftir tapið fyrir Sviss í Doetinchem í dag. Hann sagði að frammistaða íslenska liðsins hefði ekki verið nógu góð og að dómgæslan slök. 22. júlí 2017 19:08 Sif: Fengum rétt svo að taka innköst áður en það var dæmt á okkur Miðvörður íslenska landsliðsins, Sif Atladóttir, furðaði sig á línunni sem dómararnir tóku í 1-2 tapi gegn Sviss í dag en henni fannst dómararnir vera full ákafir í að flauta leikinn og stöðva hann. 22. júlí 2017 19:32 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Í beinni: Arsenal - Brentford | Skytturnar nýbúnar að rústa Evrópumeisturunum Enski boltinn Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Í beinni: Grindavík - Haukar | Halda deildarmeistararnir sér á lífi? Körfubolti Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Handbolti Fleiri fréttir Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Í beinni: Arsenal - Brentford | Skytturnar nýbúnar að rústa Evrópumeisturunum Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir lagði upp mark Íslands á móti Sviss í 2-1 tapinu á Tjarnarhæðinni í kvöld en stelpurnar okkar eru án stiga eftir tvo leiki á Evrópumótinu. Íslenska liðið komst yfir í leiknum með sínu fyrsta marki í síðustu fimm leikjum en fékk svo á sig tvö og tapaði leiknum. „Þetta var ógeðslega svekkjandi. Eftir að við skorum fyrsta markið var þetta í okkar höndum en svo hleypum við þeim inn í leikinn. Við gerum þetta erfitt fyrir okkur og fáum á okkur tvö mörk,“ sagði Dagný við Vísi eftir leik.Viðtalið má sjá hér að neðan.„Við erum ekki vanar að fá á okkur mörk eftir fyrigjafir en ef ég á að segja alveg eins og er man ég ekki það vel eftir mörkunum þeirra. Við þurfum bara að skoða það sem við gerðum ekki vel í dag og bæta það fyrir næsta leik.“ Dagný var tækluð svakalega í byrjun leiks af Lauru Dickermann, fyrirliða Sviss. Sú svissneska stimplaði Dagnýju með sólanum og hefði átt að fá rautt spjald. „Ég er með takkafar á öllum rifbeinunum. Svona leyfði dómarinn leiknum að ganga. Það er eiginlega ótrúlegt að enginn í þessum leik hafi fengið rautt spjald. Mér fannst dómarinn aðeins vera að missa tökin á honum,“ sagði Dagný sem var ósátt með dómarann. „Við erum góðar í loftinu en það er dæmt brot á okkur sama hvað við gerum. Vonandi fáum við almennilega dómara í næsta leik.“ Spilamennska íslenska liðsins var upp og ofan í leiknum en Dagný var ekki alveg búin að melta það svona snemma eftir leik. „Ég er ekkert búin að hugsa út í það. Ég verð bara að horfa á leikinn aftur og sjá hvernig þetta er. Ég hefði viljað sjá okkur halda boltanum betur eins og við gerðum í byrjun. Við þurfum bara að horfa á leikinn og sjá hvað við getum gert betur,“ sagði hún en hvernig var að spila á móti liði sem fór svona mikið í grasið og komst upp með það? „Auðvitað er það erfitt. Maður áttar sig ekki á því hvernig maður á að vinna boltann þegar þær eru bara komnar í grasið um leið og einhver snertir þær. Vonandi verða dómarar í næsta leik sem að sjá þetta. Ég hefði viljað sjá spjald fyrir leikaraskap fljótlega,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Agla María: Átti von á því að eitt mark myndi duga okkur í dag Varamaðurinn Agla María Albertsdóttir var vonsvikin í viðtölum eftir leik en henni fannst það vera klaufaskapur að hleypa inn marki svona stuttu eftir að hafa komist yfir gegn Sviss í dag. 22. júlí 2017 19:15 Harpa: Engin ástæða til að leggjast í þunglyndi Harpa Þorsteinsdóttir kom inn á sem varamaður þegar Ísland tapaði 1-2 fyrir Sviss í C-riðli Evrópumótsins í dag. Hún átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum eftir leikinn. 22. júlí 2017 19:28 Freyr ósáttur við dómgæsluna: Hver er línan á þessu móti? Landsliðsþjálfaranum Frey Alexanderssyni var ekki skemmt eftir tapið fyrir Sviss í Doetinchem í dag. Hann sagði að frammistaða íslenska liðsins hefði ekki verið nógu góð og að dómgæslan slök. 22. júlí 2017 19:08 Sif: Fengum rétt svo að taka innköst áður en það var dæmt á okkur Miðvörður íslenska landsliðsins, Sif Atladóttir, furðaði sig á línunni sem dómararnir tóku í 1-2 tapi gegn Sviss í dag en henni fannst dómararnir vera full ákafir í að flauta leikinn og stöðva hann. 22. júlí 2017 19:32 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Í beinni: Arsenal - Brentford | Skytturnar nýbúnar að rústa Evrópumeisturunum Enski boltinn Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Í beinni: Grindavík - Haukar | Halda deildarmeistararnir sér á lífi? Körfubolti Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Handbolti Fleiri fréttir Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Í beinni: Arsenal - Brentford | Skytturnar nýbúnar að rústa Evrópumeisturunum Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Sjá meira
Agla María: Átti von á því að eitt mark myndi duga okkur í dag Varamaðurinn Agla María Albertsdóttir var vonsvikin í viðtölum eftir leik en henni fannst það vera klaufaskapur að hleypa inn marki svona stuttu eftir að hafa komist yfir gegn Sviss í dag. 22. júlí 2017 19:15
Harpa: Engin ástæða til að leggjast í þunglyndi Harpa Þorsteinsdóttir kom inn á sem varamaður þegar Ísland tapaði 1-2 fyrir Sviss í C-riðli Evrópumótsins í dag. Hún átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum eftir leikinn. 22. júlí 2017 19:28
Freyr ósáttur við dómgæsluna: Hver er línan á þessu móti? Landsliðsþjálfaranum Frey Alexanderssyni var ekki skemmt eftir tapið fyrir Sviss í Doetinchem í dag. Hann sagði að frammistaða íslenska liðsins hefði ekki verið nógu góð og að dómgæslan slök. 22. júlí 2017 19:08
Sif: Fengum rétt svo að taka innköst áður en það var dæmt á okkur Miðvörður íslenska landsliðsins, Sif Atladóttir, furðaði sig á línunni sem dómararnir tóku í 1-2 tapi gegn Sviss í dag en henni fannst dómararnir vera full ákafir í að flauta leikinn og stöðva hann. 22. júlí 2017 19:32