Guðbjörg: Ef einhver hnerraði einhvers staðar þá var aukaspyrna Elías Orri Njarðarson skrifar 22. júlí 2017 19:59 Guðbjörg Gunnarsdóttir stóð vaktina í marki Íslands í 2-1 tapi á móti Sviss á Evrópumótinu í Hollandi. Ísland fékk á sig tvö mörk í leiknum en aðspurð um mörkin fannst henni þau vera mjög álíka. Guðbjörg fór yfir mörkin með Tómasi Þór Þórðarsyni eftir leik. „Þau voru mjög álíka hvor öðru, þær komast upp að endalínu og gefa boltann út og skora. Í fyrra markinu veit ég ekki hvort ég átti að vera sneggri að koma út. Þetta er svo týpískt svona; boltinn fer í olnbogann á mér og niður, ég sá ekki hvernig hann fór inn, ég var með á tilfinningunni að ég hafi náð að halda boltanum réttu megin við línuna en eins og margt annað í þessu móti þá fellur það bara ekki með okkur. Svo átta ég mig ekki á hvað gerðsist í öðru markinu, ég geri mér ekki grein fyrir hvernig ég var staðsett, hvort ég hafi átt að vera framar eða aftar, ég þarf bara að sjá þetta á vídeói,“ sagði Guðbjörg. Leikurinn var kannski ekki alveg sá skemmtilegasti til að horfa á en dómari leiksins eyddi oft miklum tíma í að stoppa leikinn en Guðbjörg var sammála því. „Þetta var erfitt fyrir mann sem spilara, ég er í marki og leikurinn var oft stopp og það er svo erfitt að komast svona lítið í takt við boltann. Í leiknum á móti Frökkum var ég af og til að taka niður fyrirgjafir og var miklu meira inn í leiknum allan tímann, ég held að ég hafi ekki snert boltann fyrsta korterið í leiknum. Þegar að þær skora fyrsta markið er ég varla búin að snerta boltann með höndum. Þá er erfitt að halda fókus og auðvitað vill maður geta bjargað liðinu þegar á því þarf, þannig að mér fannst þetta hrikalega erfiður leikur til að spila og finnst ég einhvernvegin ekki hafa getað gert hrikalega mikið en ég fékk á mig tvö mörk og gerði einhvernveginn ekki neitt. Þannig þetta var erfitt,“ sagði Guðbjörg. Leikmenn Sviss náðu oft í leiknum að plata dómara leiksins í gildrur og fengu ódýrar aukaspyrnur með því að fleygja sér niður á völlinn við litla hrifningu Íslendinga. „Ég er eiginlega bara alveg orðlaus yfir hvernig þessi leikur var - hann var stopp jafn mikið og boltinn var í leik. Ef boltinn var í leik þá var það útaf því að það var útspark eða innkast. Þetta var ekki fínn fótbolti. Upplifunin var þannig að t.d. ef að Sif var að taka innkast, þá var bara búið að flauta áður en að Sif væri búin að kasta boltanum og enginn sá afhverju, þannig mér leið nánast eins og að ef einhver hnerraði einhvers staðar þá var aukaspyrna. Við vorum ekki alveg með dómarann á okkar bandi en það er ekki okkar stíll að vera að klaga í dómarann en hann var allavega ekki með okkur í dag,“ sagði Guðbjörg eftir leikinn. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Enski boltinn Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Adam Ægir á heimleið Íslenski boltinn Skaut kúlunni í rassinn á starfsmanni Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Fleiri fréttir Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Í beinni: Leganes - Barcelona | Léttvæg hindrun fyrir Börsunga Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Sjá meira
Guðbjörg Gunnarsdóttir stóð vaktina í marki Íslands í 2-1 tapi á móti Sviss á Evrópumótinu í Hollandi. Ísland fékk á sig tvö mörk í leiknum en aðspurð um mörkin fannst henni þau vera mjög álíka. Guðbjörg fór yfir mörkin með Tómasi Þór Þórðarsyni eftir leik. „Þau voru mjög álíka hvor öðru, þær komast upp að endalínu og gefa boltann út og skora. Í fyrra markinu veit ég ekki hvort ég átti að vera sneggri að koma út. Þetta er svo týpískt svona; boltinn fer í olnbogann á mér og niður, ég sá ekki hvernig hann fór inn, ég var með á tilfinningunni að ég hafi náð að halda boltanum réttu megin við línuna en eins og margt annað í þessu móti þá fellur það bara ekki með okkur. Svo átta ég mig ekki á hvað gerðsist í öðru markinu, ég geri mér ekki grein fyrir hvernig ég var staðsett, hvort ég hafi átt að vera framar eða aftar, ég þarf bara að sjá þetta á vídeói,“ sagði Guðbjörg. Leikurinn var kannski ekki alveg sá skemmtilegasti til að horfa á en dómari leiksins eyddi oft miklum tíma í að stoppa leikinn en Guðbjörg var sammála því. „Þetta var erfitt fyrir mann sem spilara, ég er í marki og leikurinn var oft stopp og það er svo erfitt að komast svona lítið í takt við boltann. Í leiknum á móti Frökkum var ég af og til að taka niður fyrirgjafir og var miklu meira inn í leiknum allan tímann, ég held að ég hafi ekki snert boltann fyrsta korterið í leiknum. Þegar að þær skora fyrsta markið er ég varla búin að snerta boltann með höndum. Þá er erfitt að halda fókus og auðvitað vill maður geta bjargað liðinu þegar á því þarf, þannig að mér fannst þetta hrikalega erfiður leikur til að spila og finnst ég einhvernvegin ekki hafa getað gert hrikalega mikið en ég fékk á mig tvö mörk og gerði einhvernveginn ekki neitt. Þannig þetta var erfitt,“ sagði Guðbjörg. Leikmenn Sviss náðu oft í leiknum að plata dómara leiksins í gildrur og fengu ódýrar aukaspyrnur með því að fleygja sér niður á völlinn við litla hrifningu Íslendinga. „Ég er eiginlega bara alveg orðlaus yfir hvernig þessi leikur var - hann var stopp jafn mikið og boltinn var í leik. Ef boltinn var í leik þá var það útaf því að það var útspark eða innkast. Þetta var ekki fínn fótbolti. Upplifunin var þannig að t.d. ef að Sif var að taka innkast, þá var bara búið að flauta áður en að Sif væri búin að kasta boltanum og enginn sá afhverju, þannig mér leið nánast eins og að ef einhver hnerraði einhvers staðar þá var aukaspyrna. Við vorum ekki alveg með dómarann á okkar bandi en það er ekki okkar stíll að vera að klaga í dómarann en hann var allavega ekki með okkur í dag,“ sagði Guðbjörg eftir leikinn.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Enski boltinn Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Adam Ægir á heimleið Íslenski boltinn Skaut kúlunni í rassinn á starfsmanni Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Fleiri fréttir Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Í beinni: Leganes - Barcelona | Léttvæg hindrun fyrir Börsunga Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti
Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti