Endurfundir í Hollandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. júlí 2017 09:00 Hollendingurinn Peter Houwer mætir í stúkuna á morgun og tekur víkingaklapp í íslenskri landsliðstreyju merktri Dagnýju. vísir/tom Leikur Íslands gegn Hollandi í riðlakeppni EM kvenna í Svíþjóð sumarið 2013 er ekki aðeins minnisstæður fyrir frækinn íslenskan sigur. Mark Dagnýjar Brynjarsdóttur tryggði Íslandi sæti í átta liða úrslitum mótsins á kostnað Hollands. Brynjar Svansson, faðir Dagnýjar, eignaðist vin þennan dag, Hollendinginn Peter Houwer, sem hefur bæði heimsótt hann til Íslands og var mættur á leikinn gegn Sviss á laugardaginn. Þeir Brynjar og Peter hittust fyrir leikinn í Växjö fyrir fjórum árum. „Þá benti ég honum á að við myndum vinna Hollendinga en hann var ósammála,“ segir Brynjar sem gat sannarlega fagnað í leikslok. „Ég hitti hann svo aftur á bar um kvöldið, hann bauð mér upp á drykk og við skiptumst á treyjum. Við höfum verið í sambandi síðan.“ Vinur Peters er faðir landsliðsmarkvarðar Hollands. Fylgir Peter því liðinu afar vel eftir og styður það. Árið 2015 mættust Ísland og Holland í vináttuleik og Peter kíkti í heimsókn.Brynjar Peter„Ég fór með hann gullna hringinn,“ segir Brynjar sem er búsettur á Hellu eins og móðir Dagnýjar og hennar nánasta fjölskylda. Brynjar og Peter fóru saman á viðureign Íslands og Sviss í Doetinchem á laugardaginn, báðir í bláum treyjum númer 10 merktum Dagnýju. Treyja Peters er merkt Dagný og treyja pabbans Brynjarsdóttir. „Hann er stuðningsmaður Íslands,“ segir Brynjar. Peter ætlar líka á leikinn í Rotterdam á morgun og ætlar að taka tvo, þrjá vini með sér. Fleiri Hollendingar eru klæddir í íslenska landsliðstreyju númer tíu fyrir tilstilli Brynjars. Hann hitti nokkra Hollendinga í íþróttavöruverslun á laugardaginn sem ætluðu að kaupa sér íslensku landsliðstreyjuna. „Þeir voru að spyrja mig hvað Brynjarsdóttir þýddi,“ segir Brynjar. Hann hafi útskýrt fyrir þeim að leikmaður númer tíu væri dóttir hans og hann héti Brynjar. Því stæði Brynjarsdóttir. „Þeim fannst þetta svo æðislegt að þeir ætluðu að skella tíunni á bakið.“ Dagný og stelpurnar okkar mæta Austurríki á morgun í Rotterdam. Dagný segist verða klár í slaginn en hún fékk að kenna á tökkum fyrirliða Sviss, Lauru Dickenmann, í tapleiknum á laugardaginn svo stórsá á henni. „Þær hafa ábyggilega ætlað að slátra henni. Það eru það miklir áverkar á henni,“ segir Brynjar. Fyrirliði Sviss fékk aðeins gult spjald en verðskuldaði rautt. „Maður sá að þær voru að nuddast í henni allan leikinn vitandi að hún væri meidd.“ EM 2017 í Hollandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Leikur Íslands gegn Hollandi í riðlakeppni EM kvenna í Svíþjóð sumarið 2013 er ekki aðeins minnisstæður fyrir frækinn íslenskan sigur. Mark Dagnýjar Brynjarsdóttur tryggði Íslandi sæti í átta liða úrslitum mótsins á kostnað Hollands. Brynjar Svansson, faðir Dagnýjar, eignaðist vin þennan dag, Hollendinginn Peter Houwer, sem hefur bæði heimsótt hann til Íslands og var mættur á leikinn gegn Sviss á laugardaginn. Þeir Brynjar og Peter hittust fyrir leikinn í Växjö fyrir fjórum árum. „Þá benti ég honum á að við myndum vinna Hollendinga en hann var ósammála,“ segir Brynjar sem gat sannarlega fagnað í leikslok. „Ég hitti hann svo aftur á bar um kvöldið, hann bauð mér upp á drykk og við skiptumst á treyjum. Við höfum verið í sambandi síðan.“ Vinur Peters er faðir landsliðsmarkvarðar Hollands. Fylgir Peter því liðinu afar vel eftir og styður það. Árið 2015 mættust Ísland og Holland í vináttuleik og Peter kíkti í heimsókn.Brynjar Peter„Ég fór með hann gullna hringinn,“ segir Brynjar sem er búsettur á Hellu eins og móðir Dagnýjar og hennar nánasta fjölskylda. Brynjar og Peter fóru saman á viðureign Íslands og Sviss í Doetinchem á laugardaginn, báðir í bláum treyjum númer 10 merktum Dagnýju. Treyja Peters er merkt Dagný og treyja pabbans Brynjarsdóttir. „Hann er stuðningsmaður Íslands,“ segir Brynjar. Peter ætlar líka á leikinn í Rotterdam á morgun og ætlar að taka tvo, þrjá vini með sér. Fleiri Hollendingar eru klæddir í íslenska landsliðstreyju númer tíu fyrir tilstilli Brynjars. Hann hitti nokkra Hollendinga í íþróttavöruverslun á laugardaginn sem ætluðu að kaupa sér íslensku landsliðstreyjuna. „Þeir voru að spyrja mig hvað Brynjarsdóttir þýddi,“ segir Brynjar. Hann hafi útskýrt fyrir þeim að leikmaður númer tíu væri dóttir hans og hann héti Brynjar. Því stæði Brynjarsdóttir. „Þeim fannst þetta svo æðislegt að þeir ætluðu að skella tíunni á bakið.“ Dagný og stelpurnar okkar mæta Austurríki á morgun í Rotterdam. Dagný segist verða klár í slaginn en hún fékk að kenna á tökkum fyrirliða Sviss, Lauru Dickenmann, í tapleiknum á laugardaginn svo stórsá á henni. „Þær hafa ábyggilega ætlað að slátra henni. Það eru það miklir áverkar á henni,“ segir Brynjar. Fyrirliði Sviss fékk aðeins gult spjald en verðskuldaði rautt. „Maður sá að þær voru að nuddast í henni allan leikinn vitandi að hún væri meidd.“
EM 2017 í Hollandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira