Ísland spilar fyrir stoltið, ætlar sér sigur en koma verður í ljós hvort það dugi. Ekkert hefur vantað upp á baráttuna í fyrri leikjunum tveimur en uppskeran er núll stig. Austurríki er að stórum hluta skipað leikmönnum í þýsku Bundesligunni og ljóst að við ramman reip verður að draga.
Okkar menn í Rotterdam velta fyrir sér þörfinni fyrir 23 ára landsliði kvenna, gráta það að síðasti Íslendingurinn er úr leik á EM, lýsa stemningunni í Rotterdam auk þess sem sár typpalingur í Reykjavík fær sinn tíma í þætti dagsins.