Foreldrar skátadrengja ósáttir eftir ræðu Trump Kjartan Kjartansson skrifar 25. júlí 2017 12:28 Stór hluti skátanna á mótinu í gær virtist taka vel í málflutning forsetans umdeilda. Vísir/AFP Skátahreyfingin í Bandaríkjunum hefur fengið að heyra það frá reiðum foreldrum eftir að Donald Trump forseti fór um víðan völl um stjórnmál og fleira í ræðu á stóru skátamóti í gær. Ræða Trump hefur vakið töluverða furðu. Forsetinn nýtti tækifærið þegar hann ávarpaði 35.000 skáta á aldrinum 12-18 ára á móti í Vestur-Virginíu til að ráðast á Hillary Clinton, Barack Obama og ýja að svæsnum sögum um vini sína. Facebook-síða Skátahreyfingar Bandaríkjanna fylltist í kjölfarið af athugasemdum frá foreldrum skáta sem voru á mótinu og annarra. Þeir hafa einnig látið í sér heyra á öðrum samfélagsmiðlum. „Ég er komin með nóg af skátunum eftir að ykkur fannst að þið þyrftuð að láta barnið mitt hlusta á lygara fóðra egóið sitt,“ skrifaði eitt foreldrið, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.Who at @boyscouts thought that having an unpredictable, ranting lunatic speak to children was a good idea? I'd pull my son out. #Shame— Lori (@seagal_lori) July 24, 2017 Segjast ekki styðja flokka eða frambjóðendur Skátahreyfingin í Bandaríkjunum hefur varið sig eftir ræðuna og segja talsmenn hennar að hún sé óháð flokkum og styðji enga stjórnmálastefnu, vöru, þjónustu, frambjóðanda eða hugmyndafræði. Löng hefð sé fyrir því að fá forseta til að tala á skátamótinu. Fyrir skátamótið höfðu skipuleggjendur þess óskað eftir því að þátttakendur höguðu sér virðulega. Báðu þeir um að skátarnir hrópuðu ekki slagorð sem heyrðust í kosningabaráttunni hjá Trump eins og „Byggðu vegginn“ og „Læsið hana inni“ til að valda ekki óþarfa spennu á meðal þátttakenda.Sjá einnig:Donald Trump flutti umdeilt ávarp á skátamóti Í rúmlega hálftíma langri ræðu fékk Trump skátana aftur á móti til að baula, fagna og kyrja slagorð á meðan hann hellti sér yfir það sem hann kallar gervifréttir, Hillary Clinton og Barack Obama. Spurði hann skátana meðal annars hvort að Obama hefði nokkru sinni mætt á skátamót þegar hann var forseti. Hrópuðu skátarnir „Nei!“ á móti. Obama ávarpaði skátamótið hins vegar í gegnum fjarfundarbúnað árið 2010. Hann var sjálfur skáti, ólíkt Trump.Gagnrýnendur segja óviðeigandi að forsetinn hafi messað yfir ungum drengjum um stjórnmál og ráðist á pólitíska andstæðinga.Vísir/AFP„Ég fer ekki nánar út í þá sálma vegna þess að þið eruð skátar“Grínaðist forsetinn einnig með að reka Tom Price, heilbrigðisráðherra sinn, sem var á sviðinu með honum ef honum tækist ekki að fá ný sjúkratryggingalög samþykkt í Bandaríkjaþingi. Þá sagði hann sögu af öðrum fasteignakóngi, manni að nafni William Levitt, sem Trump sagði að hefði selt fyrirtækið sitt fyrir stórfé og virtist gefa í skyn að hefði lifað svæsnu lífi. „Hann fór og keypti sér stóra snekkju og hann lifði mjög áhugaverðu lífi. Ég fer ekki nánar út í þá sálma vegna þess að þið eruð skátar. Ég ætla ekki að segja ykkur hvað hann gerði, ætti ég að segja ykkur það? Æi, þið eruð skátar en þið þekkið hvernig lífið er, þið þekkið lífið. Sjáið ykkur, hver hefði trúað að þið væruð skátar, ekki satt?“ sagði Trump við upphaf langrar sögu um Levitt. Donald Trump Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Skátahreyfingin í Bandaríkjunum hefur fengið að heyra það frá reiðum foreldrum eftir að Donald Trump forseti fór um víðan völl um stjórnmál og fleira í ræðu á stóru skátamóti í gær. Ræða Trump hefur vakið töluverða furðu. Forsetinn nýtti tækifærið þegar hann ávarpaði 35.000 skáta á aldrinum 12-18 ára á móti í Vestur-Virginíu til að ráðast á Hillary Clinton, Barack Obama og ýja að svæsnum sögum um vini sína. Facebook-síða Skátahreyfingar Bandaríkjanna fylltist í kjölfarið af athugasemdum frá foreldrum skáta sem voru á mótinu og annarra. Þeir hafa einnig látið í sér heyra á öðrum samfélagsmiðlum. „Ég er komin með nóg af skátunum eftir að ykkur fannst að þið þyrftuð að láta barnið mitt hlusta á lygara fóðra egóið sitt,“ skrifaði eitt foreldrið, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.Who at @boyscouts thought that having an unpredictable, ranting lunatic speak to children was a good idea? I'd pull my son out. #Shame— Lori (@seagal_lori) July 24, 2017 Segjast ekki styðja flokka eða frambjóðendur Skátahreyfingin í Bandaríkjunum hefur varið sig eftir ræðuna og segja talsmenn hennar að hún sé óháð flokkum og styðji enga stjórnmálastefnu, vöru, þjónustu, frambjóðanda eða hugmyndafræði. Löng hefð sé fyrir því að fá forseta til að tala á skátamótinu. Fyrir skátamótið höfðu skipuleggjendur þess óskað eftir því að þátttakendur höguðu sér virðulega. Báðu þeir um að skátarnir hrópuðu ekki slagorð sem heyrðust í kosningabaráttunni hjá Trump eins og „Byggðu vegginn“ og „Læsið hana inni“ til að valda ekki óþarfa spennu á meðal þátttakenda.Sjá einnig:Donald Trump flutti umdeilt ávarp á skátamóti Í rúmlega hálftíma langri ræðu fékk Trump skátana aftur á móti til að baula, fagna og kyrja slagorð á meðan hann hellti sér yfir það sem hann kallar gervifréttir, Hillary Clinton og Barack Obama. Spurði hann skátana meðal annars hvort að Obama hefði nokkru sinni mætt á skátamót þegar hann var forseti. Hrópuðu skátarnir „Nei!“ á móti. Obama ávarpaði skátamótið hins vegar í gegnum fjarfundarbúnað árið 2010. Hann var sjálfur skáti, ólíkt Trump.Gagnrýnendur segja óviðeigandi að forsetinn hafi messað yfir ungum drengjum um stjórnmál og ráðist á pólitíska andstæðinga.Vísir/AFP„Ég fer ekki nánar út í þá sálma vegna þess að þið eruð skátar“Grínaðist forsetinn einnig með að reka Tom Price, heilbrigðisráðherra sinn, sem var á sviðinu með honum ef honum tækist ekki að fá ný sjúkratryggingalög samþykkt í Bandaríkjaþingi. Þá sagði hann sögu af öðrum fasteignakóngi, manni að nafni William Levitt, sem Trump sagði að hefði selt fyrirtækið sitt fyrir stórfé og virtist gefa í skyn að hefði lifað svæsnu lífi. „Hann fór og keypti sér stóra snekkju og hann lifði mjög áhugaverðu lífi. Ég fer ekki nánar út í þá sálma vegna þess að þið eruð skátar. Ég ætla ekki að segja ykkur hvað hann gerði, ætti ég að segja ykkur það? Æi, þið eruð skátar en þið þekkið hvernig lífið er, þið þekkið lífið. Sjáið ykkur, hver hefði trúað að þið væruð skátar, ekki satt?“ sagði Trump við upphaf langrar sögu um Levitt.
Donald Trump Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira