Sara Björk: Stelpurnar eru strax byrjaðar að peppa hvora aðra fyrir morgundaginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2017 19:00 Í kvöldfréttum Stöðvar tvö heyrði Arnar Björnsson í Tómasi Þór Þórðarsyni, fréttamanni 365 á EM í Hollandi. Arnar fékk þá að vita það hvernig hljóðið var í landsliðsþjálfaranum Frey Alexanderssyni og stelpunum hans í dag? „Það er svona upp og ofan. Hópurinn reynir allur að bera höfuðið hátt en svekkelsið að vera á heimleið eftir síðasta leik tekur á,“ sagði Tómas Þór en hann fór á blaðamannafund íslenska liðsins í dag. Stelpurnar æfðu í Kastalanum í Rotterdam í dag sem er heimavöllur Spörtu en áður en að honum kom sat Freyr blaðamannafund með Söru Björk og EM-nýliðanum Ingibjörgu Sigurðardóttur. Freyr var fyrst spurður út í ástandið á hópnum fyrir lokaleikinn. „Eins og við sáum með Sif Atladóttur þá kláraði hún allar orkubirgðar líkamans á síðustu andartökum leiksins og fékk einnig högg á lærið. Sjúkrateymið er búið að vinna kraftaverk síðustu daga. Alir leikmenn eru leikfærir. Svo er bara spurning hversu mikið er eftir af orku í vöðunum og þá hefur andlegt ástand mikið að segja,“ sagði Freyr Alexandersson. Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir viðurkenndi að síðustu dagar hafa verið erfiðir en markmiðið er skýrt fyrir leikinn annað kvöld. „Dagurinn eftir var erfiðastur þegar að maður áttaði sig á því að maður var að fara heim eftir mót. Við settum okkur háleit markmið en raunhæf finnst mér. Þetta er búið að vera erfitt en við viljum enda þetta mót á sigri og við stelpurnar erum strax byrjaðar að peppa hvora aðra. Það er komin meiri gleði og við byrjum byrjaðar að styðja meira við hvora aðra. Við ætlum okkur að vera tilbúnar á morgun og ætlum að vinna,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir. EM-nýliðinn Ingibjörg Sigurðardóttir hefur vakið mikla athygli en byrji hún á morgun verður hún búin að spila fleiri leiki á stórmóti en vináttulandsleiki. Hún hefur nýtt dvölina á EM til að læra af okkar bestu fótboltakonum. „Þær eru margar í atvinnumennsku og það gefur mér ákveðna innsýn inn í hvernig þær æfa. Síðan hef ég lært mikið um mína stöðu, hafsentinn. Sif hefur hjálpað mér ótrúlega mikið og Glódís líka og Anna Björk og allar þær. Það er ótrúlega margt sem ég hef lært og þetta var gríðarlega mikið stökk fyrir mig að koma inn á þetta mót og fá alla þessa athygli og það hefur verið ákveðin áskorun fyrir mig að tækla það en ég hef lært mikið af því líka,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir. Stelpurnar kveðja EM annað kvöld sama hvernig fer. Fyrirliðinn átti lokaorðið á fundinum og minnti stelpurnar sínar á að njóta sín í núinu. „Að vera á stórmóti er ekki eitthvað sem gerist á hverjum degi og maður á bara að njóta þess. Það eru gríðarleg forréttindi að taka þátt í svona stórmóti og því eigum við bara að njóta síðustu dagana,“ sagði Sara Björk. Upptöku frá blaðamannafundinum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar tvö heyrði Arnar Björnsson í Tómasi Þór Þórðarsyni, fréttamanni 365 á EM í Hollandi. Arnar fékk þá að vita það hvernig hljóðið var í landsliðsþjálfaranum Frey Alexanderssyni og stelpunum hans í dag? „Það er svona upp og ofan. Hópurinn reynir allur að bera höfuðið hátt en svekkelsið að vera á heimleið eftir síðasta leik tekur á,“ sagði Tómas Þór en hann fór á blaðamannafund íslenska liðsins í dag. Stelpurnar æfðu í Kastalanum í Rotterdam í dag sem er heimavöllur Spörtu en áður en að honum kom sat Freyr blaðamannafund með Söru Björk og EM-nýliðanum Ingibjörgu Sigurðardóttur. Freyr var fyrst spurður út í ástandið á hópnum fyrir lokaleikinn. „Eins og við sáum með Sif Atladóttur þá kláraði hún allar orkubirgðar líkamans á síðustu andartökum leiksins og fékk einnig högg á lærið. Sjúkrateymið er búið að vinna kraftaverk síðustu daga. Alir leikmenn eru leikfærir. Svo er bara spurning hversu mikið er eftir af orku í vöðunum og þá hefur andlegt ástand mikið að segja,“ sagði Freyr Alexandersson. Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir viðurkenndi að síðustu dagar hafa verið erfiðir en markmiðið er skýrt fyrir leikinn annað kvöld. „Dagurinn eftir var erfiðastur þegar að maður áttaði sig á því að maður var að fara heim eftir mót. Við settum okkur háleit markmið en raunhæf finnst mér. Þetta er búið að vera erfitt en við viljum enda þetta mót á sigri og við stelpurnar erum strax byrjaðar að peppa hvora aðra. Það er komin meiri gleði og við byrjum byrjaðar að styðja meira við hvora aðra. Við ætlum okkur að vera tilbúnar á morgun og ætlum að vinna,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir. EM-nýliðinn Ingibjörg Sigurðardóttir hefur vakið mikla athygli en byrji hún á morgun verður hún búin að spila fleiri leiki á stórmóti en vináttulandsleiki. Hún hefur nýtt dvölina á EM til að læra af okkar bestu fótboltakonum. „Þær eru margar í atvinnumennsku og það gefur mér ákveðna innsýn inn í hvernig þær æfa. Síðan hef ég lært mikið um mína stöðu, hafsentinn. Sif hefur hjálpað mér ótrúlega mikið og Glódís líka og Anna Björk og allar þær. Það er ótrúlega margt sem ég hef lært og þetta var gríðarlega mikið stökk fyrir mig að koma inn á þetta mót og fá alla þessa athygli og það hefur verið ákveðin áskorun fyrir mig að tækla það en ég hef lært mikið af því líka,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir. Stelpurnar kveðja EM annað kvöld sama hvernig fer. Fyrirliðinn átti lokaorðið á fundinum og minnti stelpurnar sínar á að njóta sín í núinu. „Að vera á stórmóti er ekki eitthvað sem gerist á hverjum degi og maður á bara að njóta þess. Það eru gríðarleg forréttindi að taka þátt í svona stórmóti og því eigum við bara að njóta síðustu dagana,“ sagði Sara Björk. Upptöku frá blaðamannafundinum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira