Pétur sér fyrir sér nýjan meðlim í íslenska NBA-klúbbnum | Þetta segir hann um Tryggva Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2017 20:00 Tryggvi Snær Hlinason hefur alla burði til að fara í NBA-deildina í körfubolta segir körfuboltagoðsögnin Pétur Guðmundsson. Pétur þekkir hlutverk stóra mannsins í íþróttinni og nú sér ýmislegt spennandi í öðrum risa, Bárðdælingnum Tryggva Snæ. Tryggvi var valinn í fimm manna úrvalslið á Evrópumóti leikmanna 20 ára og yngri sem lauk á Krít um helgina. Hann var með flesta framlagspunkta í keppninni, varði flest skot i, varð í þriðja sæti á frákastalistanum og í sjöunda sæti yfir stigahæstu leikmennina. Tryggvi, sem verður tvítugur í lok október, er tveir metrar og sextán sentímetrar á hæð, tveimur sentímetrum lægri en Pétur. Hve góður getur Tryggvi orðið? „Framfarirnar sem hann hefur sýnt hingað til eru alveg ótrúlegar. Ég engar takmarkanir á því hversu góður hann getur orðið, “ sagði Pétur Guðmundsson í viðtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Tryggvi Snær yfirgefur Þór á Akureyri og gengur til liðs við hið geysisterka lið Valencia. En getur hann komist í NBA-deildina? „Ég sé það alveg fyrir mér að hann ætti að geta það. Ég held að það sé mjög gott mál að hann sé að byrja þarna í unglingaprógramminu hjá Valencia því það kemur til með að undirbúa hann enn betur,“ sagði Pétur „Hann er búinn að sýna það í Evrópumótinu að framfarirnar eru búnar að vera alveg gífurlegar á þessum þremur árum sem hann er búinn að vera að spila í íslenska boltann, “ sagði Pétur en hvað við Tryggva finnst Pétur vera mest spennandi? „Hann hefur tólin. Hann er stór, með langa handleggi og stórar hendur. Hann er náttúrulega sterkur og nýtir sér það vel. Leikskilningurinn er síðan alveg ótrúlegur hjá svona ungum manni sem hefur ekki spilað lengur en þetta. Sérstaklega í vörninni er hann að skilja hvað hann þarf að gera til þess að hjálpa liðinu,“ sagði Pétur. Það má sjá allt innslagið og viðtalið við Pétur í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Íslenski körfuboltinn NBA Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Sjá meira
Tryggvi Snær Hlinason hefur alla burði til að fara í NBA-deildina í körfubolta segir körfuboltagoðsögnin Pétur Guðmundsson. Pétur þekkir hlutverk stóra mannsins í íþróttinni og nú sér ýmislegt spennandi í öðrum risa, Bárðdælingnum Tryggva Snæ. Tryggvi var valinn í fimm manna úrvalslið á Evrópumóti leikmanna 20 ára og yngri sem lauk á Krít um helgina. Hann var með flesta framlagspunkta í keppninni, varði flest skot i, varð í þriðja sæti á frákastalistanum og í sjöunda sæti yfir stigahæstu leikmennina. Tryggvi, sem verður tvítugur í lok október, er tveir metrar og sextán sentímetrar á hæð, tveimur sentímetrum lægri en Pétur. Hve góður getur Tryggvi orðið? „Framfarirnar sem hann hefur sýnt hingað til eru alveg ótrúlegar. Ég engar takmarkanir á því hversu góður hann getur orðið, “ sagði Pétur Guðmundsson í viðtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Tryggvi Snær yfirgefur Þór á Akureyri og gengur til liðs við hið geysisterka lið Valencia. En getur hann komist í NBA-deildina? „Ég sé það alveg fyrir mér að hann ætti að geta það. Ég held að það sé mjög gott mál að hann sé að byrja þarna í unglingaprógramminu hjá Valencia því það kemur til með að undirbúa hann enn betur,“ sagði Pétur „Hann er búinn að sýna það í Evrópumótinu að framfarirnar eru búnar að vera alveg gífurlegar á þessum þremur árum sem hann er búinn að vera að spila í íslenska boltann, “ sagði Pétur en hvað við Tryggva finnst Pétur vera mest spennandi? „Hann hefur tólin. Hann er stór, með langa handleggi og stórar hendur. Hann er náttúrulega sterkur og nýtir sér það vel. Leikskilningurinn er síðan alveg ótrúlegur hjá svona ungum manni sem hefur ekki spilað lengur en þetta. Sérstaklega í vörninni er hann að skilja hvað hann þarf að gera til þess að hjálpa liðinu,“ sagði Pétur. Það má sjá allt innslagið og viðtalið við Pétur í spilaranum hér fyrir ofan.
EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Íslenski körfuboltinn NBA Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Sjá meira