Freyr: Austurríska liðið er alls ekki ólíkt því íslenska Tómas Þór Þórðarson í Rotterdam skrifar 26. júlí 2017 11:30 Austurríki hefur komið skemmtilega á óvart. vísir/getty Stelpurnar okkar mæta Austurríki í kvöld í síðasta leik sínum á EM 2017 í fótbolta en þær eru úr leik eftir töp í tveimur fyrstu leikjunum. Austurríska liðið hefur komið skemmtilega á óvart en það vann Sviss, 1-0, í fyrstu umferðinni og gerði svo 1-1 jafntefli við Frakklandi í annarri umferð. „Þær hafa spilað þetta mót frábærlega vel eins og við áttum von á. Þetta er lið sem er algjörlega sátt við sinn leikstíl. Bæði leikmenn, þjálfarar og umhverfið í kringum liðið,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands. „Austurríki spilar taktískt mjög skemmtilega og á annan hátt heldur en flest lið. Þær spila 4-4-2 í sókn en verjast í 5-4-1. Austurríki spilar hápressu. Þegar boltinn verður á okkar vallarhelmingi fara þær í pressu.“Manuela Zinsberger, markvörður Austurríkis, er eitt mesta efni í heiminum.vísir/gettyEkkert á óvart „Þær eru að skora 50 prósent marka sinna úr föstum leikatriðum. Liðið er mjög sterkt í þeim. Það hefur svo gríðarlega öfluga framherja í fremstu röð sem nýta færin sín vel. Þetta er gríðarlega vel þjálfað lið sem hefur sterka liðsheild og spilar af krafti. Alls ekki ólíkt íslenska liðinu,“ segir Freyr. Íslenski hópurinn hefur verið að njósna um Austurríki í langan tíma eða síðan það var ljóst að liðin myndu mætast á EM. „Árangur Austurríkis kemur mér ekkert á óvart. Við höfum fylgst með þessu liði náið undanfarin misseri. Ég hitti þjálfara þess í vetur á UEFA-námskeiði og við ræddum austurríska kvennaboltann. Þetta lið hefur náð langt á síðustu þremur til fórum árum,“ segir Freyr.Freyr Alexandersson er hrifinn af því sem Austurríki er að gera.vísir/tomHugsa bara um okkur „Ég virði austurríska liðið mikið fyrir það sem það hefur gert og ég held að það mun halda áfram að þróast á næstu árum.“ Í fyrra unnu íslensku strákarnir þá austurrísku í lokaumferð riðlakeppni EM 2016 og komu þannig í veg fyrir að Austurríki kæmist í útsláttarkeppnina. Íslensku stelpurnar geta gert það sama í kvöld en Freyr hugsar ekkert um það. „Ekki einu sinni hef ég hugsað um leikinn hjá karlaliðinu þegar það spilaði á móti Austurríki í júní í fyrra. Við erum ekki að einbeita okkur neitt að því sem Austurríki er að gera. Þeirra örlög eru í þeirra eigin höndum en við einbeitum okkur bara að því að spila fótbolta,“ segir Freyr Alexandersson. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir KSÍ hefði fengið 62 milljóna bónus hefðu stelpurnar okkar komist áfram Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta kveður Evrópumótið í kvöld þegar stelpurnar okkar mæta Austurríki í lokaleik sínum í riðlinum. 26. júlí 2017 08:00 Stór stund í Hollandi fyrir stóra fjölskyldu Ólíklegt má telja að nokkur landsliðskona á Evrópumótinu í Hollandi komist með tærnar þar sem Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hefur hælana hvað systkinafjölda varðar. Gunnhildur á sjö alsystkin sem öll eru mætt ásamt foreldrunum. 26. júlí 2017 07:00 Aleksandra passar upp á stelpurnar okkar Aleksandra Janina Wójtowicz er ekki þekktasta nafnið í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. 26. júlí 2017 10:30 Ítalski dómarinn mun ekkert trufla Frey gegn Austurríki Þetta er ekkert persónulegt gagnvart þessari ágætu konu, segir Freyr Alexandersson. 26. júlí 2017 08:30 Stelpurnar okkar ætla að njóta síðustu stundanna á EM Stelpurnar okkar mæta Austurríki í kvöld í lokaleik sínum á Evrópumótinu 2017. Sama hvað gerist í Kastalanum í Rotterdam – íslenska liðið er á heimleið. Stelpurnar ætla sér sigur og að yfirgefa Holland með stolti. 26. júlí 2017 06:00 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Stelpurnar okkar mæta Austurríki í kvöld í síðasta leik sínum á EM 2017 í fótbolta en þær eru úr leik eftir töp í tveimur fyrstu leikjunum. Austurríska liðið hefur komið skemmtilega á óvart en það vann Sviss, 1-0, í fyrstu umferðinni og gerði svo 1-1 jafntefli við Frakklandi í annarri umferð. „Þær hafa spilað þetta mót frábærlega vel eins og við áttum von á. Þetta er lið sem er algjörlega sátt við sinn leikstíl. Bæði leikmenn, þjálfarar og umhverfið í kringum liðið,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands. „Austurríki spilar taktískt mjög skemmtilega og á annan hátt heldur en flest lið. Þær spila 4-4-2 í sókn en verjast í 5-4-1. Austurríki spilar hápressu. Þegar boltinn verður á okkar vallarhelmingi fara þær í pressu.“Manuela Zinsberger, markvörður Austurríkis, er eitt mesta efni í heiminum.vísir/gettyEkkert á óvart „Þær eru að skora 50 prósent marka sinna úr föstum leikatriðum. Liðið er mjög sterkt í þeim. Það hefur svo gríðarlega öfluga framherja í fremstu röð sem nýta færin sín vel. Þetta er gríðarlega vel þjálfað lið sem hefur sterka liðsheild og spilar af krafti. Alls ekki ólíkt íslenska liðinu,“ segir Freyr. Íslenski hópurinn hefur verið að njósna um Austurríki í langan tíma eða síðan það var ljóst að liðin myndu mætast á EM. „Árangur Austurríkis kemur mér ekkert á óvart. Við höfum fylgst með þessu liði náið undanfarin misseri. Ég hitti þjálfara þess í vetur á UEFA-námskeiði og við ræddum austurríska kvennaboltann. Þetta lið hefur náð langt á síðustu þremur til fórum árum,“ segir Freyr.Freyr Alexandersson er hrifinn af því sem Austurríki er að gera.vísir/tomHugsa bara um okkur „Ég virði austurríska liðið mikið fyrir það sem það hefur gert og ég held að það mun halda áfram að þróast á næstu árum.“ Í fyrra unnu íslensku strákarnir þá austurrísku í lokaumferð riðlakeppni EM 2016 og komu þannig í veg fyrir að Austurríki kæmist í útsláttarkeppnina. Íslensku stelpurnar geta gert það sama í kvöld en Freyr hugsar ekkert um það. „Ekki einu sinni hef ég hugsað um leikinn hjá karlaliðinu þegar það spilaði á móti Austurríki í júní í fyrra. Við erum ekki að einbeita okkur neitt að því sem Austurríki er að gera. Þeirra örlög eru í þeirra eigin höndum en við einbeitum okkur bara að því að spila fótbolta,“ segir Freyr Alexandersson.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir KSÍ hefði fengið 62 milljóna bónus hefðu stelpurnar okkar komist áfram Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta kveður Evrópumótið í kvöld þegar stelpurnar okkar mæta Austurríki í lokaleik sínum í riðlinum. 26. júlí 2017 08:00 Stór stund í Hollandi fyrir stóra fjölskyldu Ólíklegt má telja að nokkur landsliðskona á Evrópumótinu í Hollandi komist með tærnar þar sem Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hefur hælana hvað systkinafjölda varðar. Gunnhildur á sjö alsystkin sem öll eru mætt ásamt foreldrunum. 26. júlí 2017 07:00 Aleksandra passar upp á stelpurnar okkar Aleksandra Janina Wójtowicz er ekki þekktasta nafnið í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. 26. júlí 2017 10:30 Ítalski dómarinn mun ekkert trufla Frey gegn Austurríki Þetta er ekkert persónulegt gagnvart þessari ágætu konu, segir Freyr Alexandersson. 26. júlí 2017 08:30 Stelpurnar okkar ætla að njóta síðustu stundanna á EM Stelpurnar okkar mæta Austurríki í kvöld í lokaleik sínum á Evrópumótinu 2017. Sama hvað gerist í Kastalanum í Rotterdam – íslenska liðið er á heimleið. Stelpurnar ætla sér sigur og að yfirgefa Holland með stolti. 26. júlí 2017 06:00 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
KSÍ hefði fengið 62 milljóna bónus hefðu stelpurnar okkar komist áfram Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta kveður Evrópumótið í kvöld þegar stelpurnar okkar mæta Austurríki í lokaleik sínum í riðlinum. 26. júlí 2017 08:00
Stór stund í Hollandi fyrir stóra fjölskyldu Ólíklegt má telja að nokkur landsliðskona á Evrópumótinu í Hollandi komist með tærnar þar sem Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hefur hælana hvað systkinafjölda varðar. Gunnhildur á sjö alsystkin sem öll eru mætt ásamt foreldrunum. 26. júlí 2017 07:00
Aleksandra passar upp á stelpurnar okkar Aleksandra Janina Wójtowicz er ekki þekktasta nafnið í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. 26. júlí 2017 10:30
Ítalski dómarinn mun ekkert trufla Frey gegn Austurríki Þetta er ekkert persónulegt gagnvart þessari ágætu konu, segir Freyr Alexandersson. 26. júlí 2017 08:30
Stelpurnar okkar ætla að njóta síðustu stundanna á EM Stelpurnar okkar mæta Austurríki í kvöld í lokaleik sínum á Evrópumótinu 2017. Sama hvað gerist í Kastalanum í Rotterdam – íslenska liðið er á heimleið. Stelpurnar ætla sér sigur og að yfirgefa Holland með stolti. 26. júlí 2017 06:00