Brosandi borgarstjóri og belgísk boltamær í Rotterdam | Myndir Tómas Þór Þórðarson í Rotterdam skrifar 26. júlí 2017 17:12 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, með dóttur sinni í Rotterdam í dag. vísir/tom Þrátt fyrir að stelpurnar okkar séu á heimleið eftir leikinn á móti Austurríki í kvöld var gleðin við völd hjá stuðningsmönnum Íslands í Fan Zone eða stuðningsmannasvæðinu í miðborg Rotterdam í dag. Það var svo sannarlega málað blátt og var fjöldinn svo mikill að skrúðgangan á völlinn fékk lögreglufylgd. Aðeins stuðningsmenn heimakvenna hafa fengið lögreglufylgd á völlinn vegna fjölda sem sýnir stuðninginn sem stelpurnar okkar fá hér í Hollandi. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var mættur í Fan Zone í dag með konu sinni Elísu Reed. Synir þeirra voru með í fjör og skemmtu sér í leiktækjunum sem voru fyrir börnin. Dagur B. Eggertsson kíkti einnig við og blandaði geði við mannskapinn. Belgísk boltamær stal aftur á móti senunni þar sem þessi ungi snillingur hélt 3.889 sinnum á lofti í keppni sem fram fór á stuðningsmannasvæðinu. Metið áður en hún byrjaði var 773 og má því segja að hún hafi verið öruggur sigurvegari. Sú belgíska var komin með krampa eftir að halda boltanum á lofti í tæpa klukkustund en hún sparkaði reglulega boltanum upp á höfuð sér og teygði þá úr löppunum. Algjörlega magnað. Hún var klædd íslensku landsliðstreyjunni og sagði við gesti og gangandi að hún hefði einfaldlega heillast svo af mikið af íslensku fótboltastemningunni að hún fékk sér treyju og vildi vera með. Hér að neðan má sjá fleiri myndir frá stuðningsmannasvæðinu í dag og neðst er svo myndasyrpa.Blessuð börnin voru mætt, kát og glöð.vísir/tomBelgíski boltasnillingurinn hélt 3.889 sinnum á lofti.vísir/tomBelgíska boltamærin.vísir/tom EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Aleksandra passar upp á stelpurnar okkar Aleksandra Janina Wójtowicz er ekki þekktasta nafnið í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. 26. júlí 2017 10:30 EM í dag: „Tilfinninga-Tómas“ fær áskorun Það er leikdagur í Rotterdam þar sem stelpurnar okkar mæta Austurríki í lokaumferð C-riðils Evrópumótsins í knattspyrnu. 26. júlí 2017 12:00 Freyr: Austurríska liðið er alls ekki ólíkt því íslenska Austurríki er lið á mikilli uppleið í kvennafótbolta. 26. júlí 2017 11:30 Stelpurnar okkar ætla að njóta síðustu stundanna á EM Stelpurnar okkar mæta Austurríki í kvöld í lokaleik sínum á Evrópumótinu 2017. Sama hvað gerist í Kastalanum í Rotterdam – íslenska liðið er á heimleið. Stelpurnar ætla sér sigur og að yfirgefa Holland með stolti. 26. júlí 2017 06:00 Bein útsending: Stuðningsmenn Íslands koma sér í gírinn í Rotterdam Vísir stendur sem fyrr vaktina í Hollandi og mun taka púlsinn á bláklæddum Íslendingum á öllum aldri við Kruisplein í Rotterdam. 26. júlí 2017 15:30 Byrjunarliðið á móti Austurríki: Fjórar breytingar Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, gerir fjórar breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leik Íslands og Sviss í C-riðli Evrópumótsins í Hollandi. 26. júlí 2017 17:15 Í beinni: Ísland - Austurríki | Stelpurnar vilja kveðja með stæl Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Í beinni: Real Madrid - Arsenal | Sýna meistararnir töfrana sem þarf? Fótbolti Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Í beinni: Inter - Bayern | Hve sterkt er þýska stálið? Í beinni: Real Madrid - Arsenal | Sýna meistararnir töfrana sem þarf? Viðar Örn að glíma við meiðsli Leik lokið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Leik lokið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Sjá meira
Þrátt fyrir að stelpurnar okkar séu á heimleið eftir leikinn á móti Austurríki í kvöld var gleðin við völd hjá stuðningsmönnum Íslands í Fan Zone eða stuðningsmannasvæðinu í miðborg Rotterdam í dag. Það var svo sannarlega málað blátt og var fjöldinn svo mikill að skrúðgangan á völlinn fékk lögreglufylgd. Aðeins stuðningsmenn heimakvenna hafa fengið lögreglufylgd á völlinn vegna fjölda sem sýnir stuðninginn sem stelpurnar okkar fá hér í Hollandi. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var mættur í Fan Zone í dag með konu sinni Elísu Reed. Synir þeirra voru með í fjör og skemmtu sér í leiktækjunum sem voru fyrir börnin. Dagur B. Eggertsson kíkti einnig við og blandaði geði við mannskapinn. Belgísk boltamær stal aftur á móti senunni þar sem þessi ungi snillingur hélt 3.889 sinnum á lofti í keppni sem fram fór á stuðningsmannasvæðinu. Metið áður en hún byrjaði var 773 og má því segja að hún hafi verið öruggur sigurvegari. Sú belgíska var komin með krampa eftir að halda boltanum á lofti í tæpa klukkustund en hún sparkaði reglulega boltanum upp á höfuð sér og teygði þá úr löppunum. Algjörlega magnað. Hún var klædd íslensku landsliðstreyjunni og sagði við gesti og gangandi að hún hefði einfaldlega heillast svo af mikið af íslensku fótboltastemningunni að hún fékk sér treyju og vildi vera með. Hér að neðan má sjá fleiri myndir frá stuðningsmannasvæðinu í dag og neðst er svo myndasyrpa.Blessuð börnin voru mætt, kát og glöð.vísir/tomBelgíski boltasnillingurinn hélt 3.889 sinnum á lofti.vísir/tomBelgíska boltamærin.vísir/tom
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Aleksandra passar upp á stelpurnar okkar Aleksandra Janina Wójtowicz er ekki þekktasta nafnið í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. 26. júlí 2017 10:30 EM í dag: „Tilfinninga-Tómas“ fær áskorun Það er leikdagur í Rotterdam þar sem stelpurnar okkar mæta Austurríki í lokaumferð C-riðils Evrópumótsins í knattspyrnu. 26. júlí 2017 12:00 Freyr: Austurríska liðið er alls ekki ólíkt því íslenska Austurríki er lið á mikilli uppleið í kvennafótbolta. 26. júlí 2017 11:30 Stelpurnar okkar ætla að njóta síðustu stundanna á EM Stelpurnar okkar mæta Austurríki í kvöld í lokaleik sínum á Evrópumótinu 2017. Sama hvað gerist í Kastalanum í Rotterdam – íslenska liðið er á heimleið. Stelpurnar ætla sér sigur og að yfirgefa Holland með stolti. 26. júlí 2017 06:00 Bein útsending: Stuðningsmenn Íslands koma sér í gírinn í Rotterdam Vísir stendur sem fyrr vaktina í Hollandi og mun taka púlsinn á bláklæddum Íslendingum á öllum aldri við Kruisplein í Rotterdam. 26. júlí 2017 15:30 Byrjunarliðið á móti Austurríki: Fjórar breytingar Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, gerir fjórar breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leik Íslands og Sviss í C-riðli Evrópumótsins í Hollandi. 26. júlí 2017 17:15 Í beinni: Ísland - Austurríki | Stelpurnar vilja kveðja með stæl Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Í beinni: Real Madrid - Arsenal | Sýna meistararnir töfrana sem þarf? Fótbolti Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Í beinni: Inter - Bayern | Hve sterkt er þýska stálið? Í beinni: Real Madrid - Arsenal | Sýna meistararnir töfrana sem þarf? Viðar Örn að glíma við meiðsli Leik lokið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Leik lokið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Sjá meira
Aleksandra passar upp á stelpurnar okkar Aleksandra Janina Wójtowicz er ekki þekktasta nafnið í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. 26. júlí 2017 10:30
EM í dag: „Tilfinninga-Tómas“ fær áskorun Það er leikdagur í Rotterdam þar sem stelpurnar okkar mæta Austurríki í lokaumferð C-riðils Evrópumótsins í knattspyrnu. 26. júlí 2017 12:00
Freyr: Austurríska liðið er alls ekki ólíkt því íslenska Austurríki er lið á mikilli uppleið í kvennafótbolta. 26. júlí 2017 11:30
Stelpurnar okkar ætla að njóta síðustu stundanna á EM Stelpurnar okkar mæta Austurríki í kvöld í lokaleik sínum á Evrópumótinu 2017. Sama hvað gerist í Kastalanum í Rotterdam – íslenska liðið er á heimleið. Stelpurnar ætla sér sigur og að yfirgefa Holland með stolti. 26. júlí 2017 06:00
Bein útsending: Stuðningsmenn Íslands koma sér í gírinn í Rotterdam Vísir stendur sem fyrr vaktina í Hollandi og mun taka púlsinn á bláklæddum Íslendingum á öllum aldri við Kruisplein í Rotterdam. 26. júlí 2017 15:30
Byrjunarliðið á móti Austurríki: Fjórar breytingar Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, gerir fjórar breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leik Íslands og Sviss í C-riðli Evrópumótsins í Hollandi. 26. júlí 2017 17:15
Í beinni: Ísland - Austurríki | Stelpurnar vilja kveðja með stæl Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30