Lögreglumenn kærðir fyrir gróft ofbeldi Ólöf Skaftadóttir skrifar 27. júlí 2017 06:00 Rannsókn fer nú fram í máli tveggja lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu sem grunaðir eru um að hafa beitt harðræði við handtöku. Vísir/Eyþór Tveir lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu sæta rannsókn vegna gruns um að hafa beitt tvo menn grófu ofbeldi við handtöku í maí, með þeim afleiðingum að annar mannanna tvífótbrotnaði. Lögð hefur verið fram kæra á hendur báðum lögreglumönnunum, karli og konu. Mennirnir tveir eru grunaðir um brot gegn valdstjórninni. Atvikið átti sér stað við Hamborgarabúlluna við Dalveg í Kópavogi. Starfsmenn veitingastaðarins höfðu þá óskað eftir aðstoð lögreglu vegna tveggja manna sem voru ölvaðir og með læti, en atvikið átti sér stað um kvöldmatarleytið. Annar mannanna neitaði að framvísa skilríkjum þegar lögreglan óskaði eftir því og kvaðst ekki skilja íslensku. Lögreglumennirnir ákváðu í kjölfarið að handtaka manninn og færa hann á lögreglustöð. Maðurinn streittist hins vegar á móti og félagi hans reyndi að koma honum undan handtökunni, meðal annars með því að toga manninn til sín og ýta í lögreglumennina. Að sögn vitnis brást lögregla ókvæða við. Þau hafi bæði dregið upp kylfu og slegið félaga mannsins ítrekað þar sem hann lá á jörðinni. Því næst hafi hinum manninum verið ýtt inn í lögreglubíl, en þegar hann vildi ekki setja fæturna inn í bílinn hafi lögreglumaðurinn skellt bílhurðinni margoft á fætur hans. Vitnið segir að um gróft og alvarlegt ofbeldi hafi verið að ræða og að erfitt hafi verið að horfa upp á það. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari staðfestir í samtali við Fréttablaðið að tvær kærur hafi verið lagðar fram og að málið sé til rannsóknar. Þá séu mennirnir tveir grunaðir um brot gegn valdstjórninni. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri staðfestir að lögreglumennirnir hafi ekki verið sendir í leyfi.Freyr Jóhannsson, vaktstjóri á Hamborgarabúllunni.Vísir/VilhelmEins og lögreglumaðurinn hafi séð rautt„Ég hef aldrei séð annað eins,“ segir Freyr Jóhannsson, vaktstjóri á Hamborgarabúllunni við Dalveg í Kópavogi, sem varð vitni að og lýsir grófu ofbeldi lögreglumannana fyrir utan staðinn í byrjun maí. Afleiðingarnar voru þær að maður sem þeir handtóku tvífótbrotnaði og annar sem með honum var hlaut einnig margs konar áverka, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Lögreglumennirnir, karl og kona, sæta rannsókn vegna málsins og eru bæði við störf hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögð hefur verið fram kæra á hendur þeim báðum, en samhliða því eru mennirnir tveir sem handteknir voru grunaðir um brot gegn valdstjórninni. Freyr segir mennina tvo, sem eru pólskir, hafa komið inn á Hamborgarabúlluna og verið með nokkur læti. Þeir hafi báðir verið mjög ölvaðir. Að sögn Freys var fjölmennt inni á staðnum enda hafi atvikið átt sér stað á háannatíma, eða um kvöldmatarleytið. Freyr segir sér ekki hafa staðið á sama vegna ólátanna og því óskað eftir aðstoð lögreglu. Viðbrögðin hafi hins vegar komið honum á óvart. „Það leit út fyrir að lögreglumaðurinn hefði haft mjög slæma reynslu af útlendingum því um leið og maðurinn byrjaði að tala útlensku var eins og lögreglumaðurinn hefði séð rautt – eins og hann væri að búast við því versta. Lögreglumaðurinn sagði alltaf: „Do you have kennitala, do you have kennitala?“ og Pólverjinn skildi ekki neitt,“ segir Freyr. Í framhaldinu hafi maðurinn verið handtekinn. „Maðurinn streittist mikið á móti þegar hann var handtekinn og vinur hans sömuleiðis, því hann byrjaði að toga í manninn og lögreglumennina. Þegar hann gerði það drógu lögreglumennirnir upp kylfu og ýttu hinum niður í jörðina og börðu hann með kylfunni. Lögreglumaðurinn ýtti þessum handtekna svo inn í bílinn, en þegar maðurinn hélt áfram að streitast á móti byrjaði lögreglumaðurinn að lemja hann með kylfunni af fullum krafti og lamdi bílhurðinni ítrekað í sköflunginn á honum. Þetta var mjög harkalegt og gróft og ég hef aldrei séð annað eins.“ Freyr segir lögregluna svo hafa ekið af stað með þann handtekna, en skilið hinn manninn eftir. „Hinn var bara skilinn eftir hjá okkur. Hann var brjálaður og ætlaði í okkur. Hann var til dæmis mjög agressífur á móti mér og spurði hvort ég ætlaði að hringja aftur í lögregluna,“ segir Freyr og bætir við að fólki á staðnum hafi verið mjög brugðið, enda hafi þetta verið mjög alvarlegt og gróft ofbeldi af hálfu lögreglumannanna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira
Tveir lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu sæta rannsókn vegna gruns um að hafa beitt tvo menn grófu ofbeldi við handtöku í maí, með þeim afleiðingum að annar mannanna tvífótbrotnaði. Lögð hefur verið fram kæra á hendur báðum lögreglumönnunum, karli og konu. Mennirnir tveir eru grunaðir um brot gegn valdstjórninni. Atvikið átti sér stað við Hamborgarabúlluna við Dalveg í Kópavogi. Starfsmenn veitingastaðarins höfðu þá óskað eftir aðstoð lögreglu vegna tveggja manna sem voru ölvaðir og með læti, en atvikið átti sér stað um kvöldmatarleytið. Annar mannanna neitaði að framvísa skilríkjum þegar lögreglan óskaði eftir því og kvaðst ekki skilja íslensku. Lögreglumennirnir ákváðu í kjölfarið að handtaka manninn og færa hann á lögreglustöð. Maðurinn streittist hins vegar á móti og félagi hans reyndi að koma honum undan handtökunni, meðal annars með því að toga manninn til sín og ýta í lögreglumennina. Að sögn vitnis brást lögregla ókvæða við. Þau hafi bæði dregið upp kylfu og slegið félaga mannsins ítrekað þar sem hann lá á jörðinni. Því næst hafi hinum manninum verið ýtt inn í lögreglubíl, en þegar hann vildi ekki setja fæturna inn í bílinn hafi lögreglumaðurinn skellt bílhurðinni margoft á fætur hans. Vitnið segir að um gróft og alvarlegt ofbeldi hafi verið að ræða og að erfitt hafi verið að horfa upp á það. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari staðfestir í samtali við Fréttablaðið að tvær kærur hafi verið lagðar fram og að málið sé til rannsóknar. Þá séu mennirnir tveir grunaðir um brot gegn valdstjórninni. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri staðfestir að lögreglumennirnir hafi ekki verið sendir í leyfi.Freyr Jóhannsson, vaktstjóri á Hamborgarabúllunni.Vísir/VilhelmEins og lögreglumaðurinn hafi séð rautt„Ég hef aldrei séð annað eins,“ segir Freyr Jóhannsson, vaktstjóri á Hamborgarabúllunni við Dalveg í Kópavogi, sem varð vitni að og lýsir grófu ofbeldi lögreglumannana fyrir utan staðinn í byrjun maí. Afleiðingarnar voru þær að maður sem þeir handtóku tvífótbrotnaði og annar sem með honum var hlaut einnig margs konar áverka, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Lögreglumennirnir, karl og kona, sæta rannsókn vegna málsins og eru bæði við störf hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögð hefur verið fram kæra á hendur þeim báðum, en samhliða því eru mennirnir tveir sem handteknir voru grunaðir um brot gegn valdstjórninni. Freyr segir mennina tvo, sem eru pólskir, hafa komið inn á Hamborgarabúlluna og verið með nokkur læti. Þeir hafi báðir verið mjög ölvaðir. Að sögn Freys var fjölmennt inni á staðnum enda hafi atvikið átt sér stað á háannatíma, eða um kvöldmatarleytið. Freyr segir sér ekki hafa staðið á sama vegna ólátanna og því óskað eftir aðstoð lögreglu. Viðbrögðin hafi hins vegar komið honum á óvart. „Það leit út fyrir að lögreglumaðurinn hefði haft mjög slæma reynslu af útlendingum því um leið og maðurinn byrjaði að tala útlensku var eins og lögreglumaðurinn hefði séð rautt – eins og hann væri að búast við því versta. Lögreglumaðurinn sagði alltaf: „Do you have kennitala, do you have kennitala?“ og Pólverjinn skildi ekki neitt,“ segir Freyr. Í framhaldinu hafi maðurinn verið handtekinn. „Maðurinn streittist mikið á móti þegar hann var handtekinn og vinur hans sömuleiðis, því hann byrjaði að toga í manninn og lögreglumennina. Þegar hann gerði það drógu lögreglumennirnir upp kylfu og ýttu hinum niður í jörðina og börðu hann með kylfunni. Lögreglumaðurinn ýtti þessum handtekna svo inn í bílinn, en þegar maðurinn hélt áfram að streitast á móti byrjaði lögreglumaðurinn að lemja hann með kylfunni af fullum krafti og lamdi bílhurðinni ítrekað í sköflunginn á honum. Þetta var mjög harkalegt og gróft og ég hef aldrei séð annað eins.“ Freyr segir lögregluna svo hafa ekið af stað með þann handtekna, en skilið hinn manninn eftir. „Hinn var bara skilinn eftir hjá okkur. Hann var brjálaður og ætlaði í okkur. Hann var til dæmis mjög agressífur á móti mér og spurði hvort ég ætlaði að hringja aftur í lögregluna,“ segir Freyr og bætir við að fólki á staðnum hafi verið mjög brugðið, enda hafi þetta verið mjög alvarlegt og gróft ofbeldi af hálfu lögreglumannanna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira