Sara: Kannski var hausinn farinn Tómas Þór Þórðarson í Rotterdam skrifar 26. júlí 2017 22:24 Fyrirliðinn átti erfitt kvöld. vísir/getyt Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, var eðlilega mjög svekkt eftir tapleikinn gegn Austurríki í kvöld en sporin eftir leik voru ansi þung. Íslenska liðið var á eftir því austurríska í öllum aðgerðum í kvöld og tapaði, 3-0. Þrátt fyrir að hafa að engu að keppa voru stelpurnar okkar stressaðar frá fyrstu mínútu. „Þær spiluðu leikinn alveg eins og við vorum búnar að tala um og alveg eins og Heimir var búinn að greina og Freysi var búinn að segja okkur frá,“ sagði Sara Björk eftir leik. „Ég er ósátt við hvernig við byrjuðum þetta. Við hefðum getað verið rólegri á boltanum og fundið aðeins fleiri og betri stundir til að halda í boltann. Við náðum stundum fínu spili en það er margt sem við þurfum að bæta.“Sara Björk í baráttunni í Kastalanum í kvöld.vísir/gettyÞurfum að bæta okkur Lagt var upp með að vera besta varnarliðið á mótinu en það fékk á sig sex mörk í þremur leikjum; eitt mark í þeim fyrsta, tvö í leik tvö og svo þrjú í kvöld. „Við vildum ekki fá nein mörk á okkur. Við ætluðum að vera besta varnarliðið en það eru nokkur atriði sem við þurfum að bæta í varnarleiknum. Við þurfum að skerpa á einbeitingu inn í teig. Við eigum að vera ótrúlega sterkar í föstum leikatriðum og eigum ekki að fá mörk á okkur úr þeim. Við þurfum að bæta okkur sem lið.“ Ísland komst á EM með stæl en það pakkaði saman sínum riðli í undankeppninni og var hársbreidd frá því að klára hana með fullt hús stiga. Freyr landsliðsþjálfari hefur mikið vitnað til undankeppninnar og hversu gott liðið var þar en er liðið þá slakara núna? „Við erum ekki slakara lið en við spiluðum undankeppnina mjög vel. Undankeppni er nú samt aðeins annað en stórmót. Við vorum með meira sjálfstraust og meiri yfirvegun í undankeppninni. Þetta mót fer bara í reynslubankann. Það er margt sem við þurfum að bæta. Við þurfum að líta inn á við og sjá hvað við getum bætt fyrir liðið,“ sagði Sara.Víkingaklappið var tekið eftir þriðja tapið í röð.vísir/gettyLéleg æfing Fyrirliðinn spilar eins og meirihluti austurríska liðsins í þýsku 1. deildinni. Sást bersýnilega í kvöld hversu mikið íslenska liðið vantar að vera með fleiri leikmenn í bestu deildum Evrópu? „Þetta er gott og skipulagt lið. Kannski var einhver smá gæðamunur. Gæðin eru samt alveg til staðar hjá okkur. Við þurfum bara að þora að gera meira til að nýta okkar styrkleika,“ sagði Sara.Freyr talaði um það í viðtali við íþróttadeild að æfing gærdagsins hefði verið mjög léleg og augljóst að leikmenn voru ekki komnir yfir vonbrigðin að vera á leið heim sama hvernig færi í kvöld. „Æfingin var mjög léleg. Við vorum ekki einbeittar og hausinn var kannski farinn. Mér fannst við samt staðráðnar í að vera einbeittar í leiknum. Við komum vel stemmdar í leikinn því við vorum búnar að ákveða það að klára þetta mót með stæl og sérstaklega með sigri. Kannski var hausinn aðeins farinn. Við gerðum okkar besta í dag en þegar horft er til baka er margt sem þarf að bæta,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Guðbjörg: Freysi er besti þjálfari sem ég hef nokkurn tímann haft Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska landsliðsins, var mjög vonsvikin eftir 3-0 tapið gegn Austurríki fyrr í kvöld. 26. júlí 2017 21:58 Fanndís: Hefðum átt að vera svolítið í „fuck it“ gírnum Fanndís Friðriksdóttir skoraði eina mark íslenska liðsins í Evrópukeppninni en hún var ekki á skotskónum í dag ekki frekar en félagar hennar í íslenska liðinu og stelpurnar steinlágu 3-0 á móti Austurríki í lokaleiknum. 26. júlí 2017 22:00 Sif: Mér finnst við ekki hafa setið eftir Sif Atladóttir, miðvörður íslenska liðsins, gaf að venju allt sitt í leikinn en gat ekki komið í veg fyrir 3-0 tap á móti Austurríki í lokaleik íslenska liðsins á EM í Hollandi. 26. júlí 2017 22:21 Freyr: Liðið höndlaði vonbrigðin eftir laugardaginn mjög illa Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var afar ósáttur með frammistöðuna í 0-3 tapinu fyrir Austurríki í kvöld. Þetta var síðasti leikur Íslands á EM en liðið tapaði öllum þremur leikjum sínum á mótinu. 26. júlí 2017 21:37 Glódís: Náðum kannski ekki nógu góðri stjórn á tilfinningunum eftir Sviss-leikinn Glódís Perla Viggósdóttir, varnarmaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum eftir tapið fyrir Austurríki í kvöld. 26. júlí 2017 22:12 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, var eðlilega mjög svekkt eftir tapleikinn gegn Austurríki í kvöld en sporin eftir leik voru ansi þung. Íslenska liðið var á eftir því austurríska í öllum aðgerðum í kvöld og tapaði, 3-0. Þrátt fyrir að hafa að engu að keppa voru stelpurnar okkar stressaðar frá fyrstu mínútu. „Þær spiluðu leikinn alveg eins og við vorum búnar að tala um og alveg eins og Heimir var búinn að greina og Freysi var búinn að segja okkur frá,“ sagði Sara Björk eftir leik. „Ég er ósátt við hvernig við byrjuðum þetta. Við hefðum getað verið rólegri á boltanum og fundið aðeins fleiri og betri stundir til að halda í boltann. Við náðum stundum fínu spili en það er margt sem við þurfum að bæta.“Sara Björk í baráttunni í Kastalanum í kvöld.vísir/gettyÞurfum að bæta okkur Lagt var upp með að vera besta varnarliðið á mótinu en það fékk á sig sex mörk í þremur leikjum; eitt mark í þeim fyrsta, tvö í leik tvö og svo þrjú í kvöld. „Við vildum ekki fá nein mörk á okkur. Við ætluðum að vera besta varnarliðið en það eru nokkur atriði sem við þurfum að bæta í varnarleiknum. Við þurfum að skerpa á einbeitingu inn í teig. Við eigum að vera ótrúlega sterkar í föstum leikatriðum og eigum ekki að fá mörk á okkur úr þeim. Við þurfum að bæta okkur sem lið.“ Ísland komst á EM með stæl en það pakkaði saman sínum riðli í undankeppninni og var hársbreidd frá því að klára hana með fullt hús stiga. Freyr landsliðsþjálfari hefur mikið vitnað til undankeppninnar og hversu gott liðið var þar en er liðið þá slakara núna? „Við erum ekki slakara lið en við spiluðum undankeppnina mjög vel. Undankeppni er nú samt aðeins annað en stórmót. Við vorum með meira sjálfstraust og meiri yfirvegun í undankeppninni. Þetta mót fer bara í reynslubankann. Það er margt sem við þurfum að bæta. Við þurfum að líta inn á við og sjá hvað við getum bætt fyrir liðið,“ sagði Sara.Víkingaklappið var tekið eftir þriðja tapið í röð.vísir/gettyLéleg æfing Fyrirliðinn spilar eins og meirihluti austurríska liðsins í þýsku 1. deildinni. Sást bersýnilega í kvöld hversu mikið íslenska liðið vantar að vera með fleiri leikmenn í bestu deildum Evrópu? „Þetta er gott og skipulagt lið. Kannski var einhver smá gæðamunur. Gæðin eru samt alveg til staðar hjá okkur. Við þurfum bara að þora að gera meira til að nýta okkar styrkleika,“ sagði Sara.Freyr talaði um það í viðtali við íþróttadeild að æfing gærdagsins hefði verið mjög léleg og augljóst að leikmenn voru ekki komnir yfir vonbrigðin að vera á leið heim sama hvernig færi í kvöld. „Æfingin var mjög léleg. Við vorum ekki einbeittar og hausinn var kannski farinn. Mér fannst við samt staðráðnar í að vera einbeittar í leiknum. Við komum vel stemmdar í leikinn því við vorum búnar að ákveða það að klára þetta mót með stæl og sérstaklega með sigri. Kannski var hausinn aðeins farinn. Við gerðum okkar besta í dag en þegar horft er til baka er margt sem þarf að bæta,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Guðbjörg: Freysi er besti þjálfari sem ég hef nokkurn tímann haft Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska landsliðsins, var mjög vonsvikin eftir 3-0 tapið gegn Austurríki fyrr í kvöld. 26. júlí 2017 21:58 Fanndís: Hefðum átt að vera svolítið í „fuck it“ gírnum Fanndís Friðriksdóttir skoraði eina mark íslenska liðsins í Evrópukeppninni en hún var ekki á skotskónum í dag ekki frekar en félagar hennar í íslenska liðinu og stelpurnar steinlágu 3-0 á móti Austurríki í lokaleiknum. 26. júlí 2017 22:00 Sif: Mér finnst við ekki hafa setið eftir Sif Atladóttir, miðvörður íslenska liðsins, gaf að venju allt sitt í leikinn en gat ekki komið í veg fyrir 3-0 tap á móti Austurríki í lokaleik íslenska liðsins á EM í Hollandi. 26. júlí 2017 22:21 Freyr: Liðið höndlaði vonbrigðin eftir laugardaginn mjög illa Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var afar ósáttur með frammistöðuna í 0-3 tapinu fyrir Austurríki í kvöld. Þetta var síðasti leikur Íslands á EM en liðið tapaði öllum þremur leikjum sínum á mótinu. 26. júlí 2017 21:37 Glódís: Náðum kannski ekki nógu góðri stjórn á tilfinningunum eftir Sviss-leikinn Glódís Perla Viggósdóttir, varnarmaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum eftir tapið fyrir Austurríki í kvöld. 26. júlí 2017 22:12 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Guðbjörg: Freysi er besti þjálfari sem ég hef nokkurn tímann haft Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska landsliðsins, var mjög vonsvikin eftir 3-0 tapið gegn Austurríki fyrr í kvöld. 26. júlí 2017 21:58
Fanndís: Hefðum átt að vera svolítið í „fuck it“ gírnum Fanndís Friðriksdóttir skoraði eina mark íslenska liðsins í Evrópukeppninni en hún var ekki á skotskónum í dag ekki frekar en félagar hennar í íslenska liðinu og stelpurnar steinlágu 3-0 á móti Austurríki í lokaleiknum. 26. júlí 2017 22:00
Sif: Mér finnst við ekki hafa setið eftir Sif Atladóttir, miðvörður íslenska liðsins, gaf að venju allt sitt í leikinn en gat ekki komið í veg fyrir 3-0 tap á móti Austurríki í lokaleik íslenska liðsins á EM í Hollandi. 26. júlí 2017 22:21
Freyr: Liðið höndlaði vonbrigðin eftir laugardaginn mjög illa Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var afar ósáttur með frammistöðuna í 0-3 tapinu fyrir Austurríki í kvöld. Þetta var síðasti leikur Íslands á EM en liðið tapaði öllum þremur leikjum sínum á mótinu. 26. júlí 2017 21:37
Glódís: Náðum kannski ekki nógu góðri stjórn á tilfinningunum eftir Sviss-leikinn Glódís Perla Viggósdóttir, varnarmaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum eftir tapið fyrir Austurríki í kvöld. 26. júlí 2017 22:12