Umdeildar upptökur af Díönu sýndar í Bretlandi Samúel Karl Ólason skrifar 27. júlí 2017 20:04 Díana prinsessa. Vísir/AFP Mjög svo umdeildar upptökur af Díönu, prinsessu Wales, frá árunum 1992 og 1993 verða birtar í Bretlandi á næstunni. Þar ræðir Díana meðal annars hjónaband sitt við Karl Bretaprins á opinskáan hátt og segir meðal annars að brúðkaupsdaginn þeirra hafi verið sá versti í lífi hennar. Upptökurnar voru teknar af Peter Settelen, raddþjálfa prinsessunnar, þegar hann var að þjálfa hana í framgöngu og ræðuhöldum. Fjölskylda Díönu hélt því lengi fram að upptökurnar væru þeirra eign, en eftir nokkurra ára málaferli fékk Settelen þær aftur í sína vörslu árið 2004. Hluti þeirra var birtur af NBC í Bandaríkjunum árið 2004 og þótti það mjög umdeild og vakti birtingin mikla reiði samkvæmt frétt Telegraph. Þær hafa aldrei verið sýndar í Bretlandi.Hins vegar keypti Channel 4 réttinn af upptökunum og segja forsvarsmenn sjónvarpsstöðvarinnar að ákvörðun sona Díönu að ræða móður sína opinberlega setji fordæmi fyrir sýningu upptakanna. Hluti þeirra hefur aldrei verið sýndur áður. BBC keypti þó nokkrar mínútur árið 2007 og talið var að það hefði kostað 30 þúsund pund. Nota átti efnið fyrir heimildarmynd til að marka að tíu ár voru liðin frá því að Díana dó. BBC hætti hins vegar við að sýna heimildarmyndina þar sem það þótti ekki við hæfi. Framleiðandi myndar BBC hefur einnig verið fenginn til að gera nýju myndina fyrir Channel 4 og mun hún bera sama nafn og mynd BBC: Diana: In Her Own Words.Hittust einungis þrettán sinnum fyrir brúðkaupið Samkvæmt Telegraph segir Díana frá því að hún og Karl hafi einungis hist þrettán sinnum áður en þau giftu sig. Þá ræddi hún kynlíf þerra hjóna og sagði þau hefðu stundað það á um þriggja vikna fresti. Þá ræðir hún einnig skilnað þeirra hjóna og segir að ef hún fengi að ráða myndi Karl „fara á brott með konunni sinni og aldrei koma aftur“. Þar á hún líklega við Camillu Parker Bowles, sem er nú eiginkona Karls. Díana og Karl skyldu árið 1996 eftir margra ára deilur. Í upptökunum sem sýndar voru árið 2004 í Bandaríkjunum sagði Díana frá því þegar hún komst að framhjáhaldi Karls árið 1986. Hún sagðist hafa farið grátandi til drottningarinnar og spurt hvað væri til ráða. Díana segir Elísabetu drottningu hafa svarað: „Ég veit það ekki. Karl er vonlaus.“Heimildarmyndin Diana: In Her Own Words verður sýnd á Stöð 2 fimmtudaginn 31. ágúst Gömlu heimildarmynd NBC frá 2004 má sjá hér að neðan. Kóngafólk Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira
Mjög svo umdeildar upptökur af Díönu, prinsessu Wales, frá árunum 1992 og 1993 verða birtar í Bretlandi á næstunni. Þar ræðir Díana meðal annars hjónaband sitt við Karl Bretaprins á opinskáan hátt og segir meðal annars að brúðkaupsdaginn þeirra hafi verið sá versti í lífi hennar. Upptökurnar voru teknar af Peter Settelen, raddþjálfa prinsessunnar, þegar hann var að þjálfa hana í framgöngu og ræðuhöldum. Fjölskylda Díönu hélt því lengi fram að upptökurnar væru þeirra eign, en eftir nokkurra ára málaferli fékk Settelen þær aftur í sína vörslu árið 2004. Hluti þeirra var birtur af NBC í Bandaríkjunum árið 2004 og þótti það mjög umdeild og vakti birtingin mikla reiði samkvæmt frétt Telegraph. Þær hafa aldrei verið sýndar í Bretlandi.Hins vegar keypti Channel 4 réttinn af upptökunum og segja forsvarsmenn sjónvarpsstöðvarinnar að ákvörðun sona Díönu að ræða móður sína opinberlega setji fordæmi fyrir sýningu upptakanna. Hluti þeirra hefur aldrei verið sýndur áður. BBC keypti þó nokkrar mínútur árið 2007 og talið var að það hefði kostað 30 þúsund pund. Nota átti efnið fyrir heimildarmynd til að marka að tíu ár voru liðin frá því að Díana dó. BBC hætti hins vegar við að sýna heimildarmyndina þar sem það þótti ekki við hæfi. Framleiðandi myndar BBC hefur einnig verið fenginn til að gera nýju myndina fyrir Channel 4 og mun hún bera sama nafn og mynd BBC: Diana: In Her Own Words.Hittust einungis þrettán sinnum fyrir brúðkaupið Samkvæmt Telegraph segir Díana frá því að hún og Karl hafi einungis hist þrettán sinnum áður en þau giftu sig. Þá ræddi hún kynlíf þerra hjóna og sagði þau hefðu stundað það á um þriggja vikna fresti. Þá ræðir hún einnig skilnað þeirra hjóna og segir að ef hún fengi að ráða myndi Karl „fara á brott með konunni sinni og aldrei koma aftur“. Þar á hún líklega við Camillu Parker Bowles, sem er nú eiginkona Karls. Díana og Karl skyldu árið 1996 eftir margra ára deilur. Í upptökunum sem sýndar voru árið 2004 í Bandaríkjunum sagði Díana frá því þegar hún komst að framhjáhaldi Karls árið 1986. Hún sagðist hafa farið grátandi til drottningarinnar og spurt hvað væri til ráða. Díana segir Elísabetu drottningu hafa svarað: „Ég veit það ekki. Karl er vonlaus.“Heimildarmyndin Diana: In Her Own Words verður sýnd á Stöð 2 fimmtudaginn 31. ágúst Gömlu heimildarmynd NBC frá 2004 má sjá hér að neðan.
Kóngafólk Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira