Umdeildar upptökur af Díönu sýndar í Bretlandi Samúel Karl Ólason skrifar 27. júlí 2017 20:04 Díana prinsessa. Vísir/AFP Mjög svo umdeildar upptökur af Díönu, prinsessu Wales, frá árunum 1992 og 1993 verða birtar í Bretlandi á næstunni. Þar ræðir Díana meðal annars hjónaband sitt við Karl Bretaprins á opinskáan hátt og segir meðal annars að brúðkaupsdaginn þeirra hafi verið sá versti í lífi hennar. Upptökurnar voru teknar af Peter Settelen, raddþjálfa prinsessunnar, þegar hann var að þjálfa hana í framgöngu og ræðuhöldum. Fjölskylda Díönu hélt því lengi fram að upptökurnar væru þeirra eign, en eftir nokkurra ára málaferli fékk Settelen þær aftur í sína vörslu árið 2004. Hluti þeirra var birtur af NBC í Bandaríkjunum árið 2004 og þótti það mjög umdeild og vakti birtingin mikla reiði samkvæmt frétt Telegraph. Þær hafa aldrei verið sýndar í Bretlandi.Hins vegar keypti Channel 4 réttinn af upptökunum og segja forsvarsmenn sjónvarpsstöðvarinnar að ákvörðun sona Díönu að ræða móður sína opinberlega setji fordæmi fyrir sýningu upptakanna. Hluti þeirra hefur aldrei verið sýndur áður. BBC keypti þó nokkrar mínútur árið 2007 og talið var að það hefði kostað 30 þúsund pund. Nota átti efnið fyrir heimildarmynd til að marka að tíu ár voru liðin frá því að Díana dó. BBC hætti hins vegar við að sýna heimildarmyndina þar sem það þótti ekki við hæfi. Framleiðandi myndar BBC hefur einnig verið fenginn til að gera nýju myndina fyrir Channel 4 og mun hún bera sama nafn og mynd BBC: Diana: In Her Own Words.Hittust einungis þrettán sinnum fyrir brúðkaupið Samkvæmt Telegraph segir Díana frá því að hún og Karl hafi einungis hist þrettán sinnum áður en þau giftu sig. Þá ræddi hún kynlíf þerra hjóna og sagði þau hefðu stundað það á um þriggja vikna fresti. Þá ræðir hún einnig skilnað þeirra hjóna og segir að ef hún fengi að ráða myndi Karl „fara á brott með konunni sinni og aldrei koma aftur“. Þar á hún líklega við Camillu Parker Bowles, sem er nú eiginkona Karls. Díana og Karl skyldu árið 1996 eftir margra ára deilur. Í upptökunum sem sýndar voru árið 2004 í Bandaríkjunum sagði Díana frá því þegar hún komst að framhjáhaldi Karls árið 1986. Hún sagðist hafa farið grátandi til drottningarinnar og spurt hvað væri til ráða. Díana segir Elísabetu drottningu hafa svarað: „Ég veit það ekki. Karl er vonlaus.“Heimildarmyndin Diana: In Her Own Words verður sýnd á Stöð 2 fimmtudaginn 31. ágúst Gömlu heimildarmynd NBC frá 2004 má sjá hér að neðan. Kóngafólk Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Mjög svo umdeildar upptökur af Díönu, prinsessu Wales, frá árunum 1992 og 1993 verða birtar í Bretlandi á næstunni. Þar ræðir Díana meðal annars hjónaband sitt við Karl Bretaprins á opinskáan hátt og segir meðal annars að brúðkaupsdaginn þeirra hafi verið sá versti í lífi hennar. Upptökurnar voru teknar af Peter Settelen, raddþjálfa prinsessunnar, þegar hann var að þjálfa hana í framgöngu og ræðuhöldum. Fjölskylda Díönu hélt því lengi fram að upptökurnar væru þeirra eign, en eftir nokkurra ára málaferli fékk Settelen þær aftur í sína vörslu árið 2004. Hluti þeirra var birtur af NBC í Bandaríkjunum árið 2004 og þótti það mjög umdeild og vakti birtingin mikla reiði samkvæmt frétt Telegraph. Þær hafa aldrei verið sýndar í Bretlandi.Hins vegar keypti Channel 4 réttinn af upptökunum og segja forsvarsmenn sjónvarpsstöðvarinnar að ákvörðun sona Díönu að ræða móður sína opinberlega setji fordæmi fyrir sýningu upptakanna. Hluti þeirra hefur aldrei verið sýndur áður. BBC keypti þó nokkrar mínútur árið 2007 og talið var að það hefði kostað 30 þúsund pund. Nota átti efnið fyrir heimildarmynd til að marka að tíu ár voru liðin frá því að Díana dó. BBC hætti hins vegar við að sýna heimildarmyndina þar sem það þótti ekki við hæfi. Framleiðandi myndar BBC hefur einnig verið fenginn til að gera nýju myndina fyrir Channel 4 og mun hún bera sama nafn og mynd BBC: Diana: In Her Own Words.Hittust einungis þrettán sinnum fyrir brúðkaupið Samkvæmt Telegraph segir Díana frá því að hún og Karl hafi einungis hist þrettán sinnum áður en þau giftu sig. Þá ræddi hún kynlíf þerra hjóna og sagði þau hefðu stundað það á um þriggja vikna fresti. Þá ræðir hún einnig skilnað þeirra hjóna og segir að ef hún fengi að ráða myndi Karl „fara á brott með konunni sinni og aldrei koma aftur“. Þar á hún líklega við Camillu Parker Bowles, sem er nú eiginkona Karls. Díana og Karl skyldu árið 1996 eftir margra ára deilur. Í upptökunum sem sýndar voru árið 2004 í Bandaríkjunum sagði Díana frá því þegar hún komst að framhjáhaldi Karls árið 1986. Hún sagðist hafa farið grátandi til drottningarinnar og spurt hvað væri til ráða. Díana segir Elísabetu drottningu hafa svarað: „Ég veit það ekki. Karl er vonlaus.“Heimildarmyndin Diana: In Her Own Words verður sýnd á Stöð 2 fimmtudaginn 31. ágúst Gömlu heimildarmynd NBC frá 2004 má sjá hér að neðan.
Kóngafólk Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent