Óvinnufær í hálft ár eftir handtökuna Ólöf Skaftadóttir skrifar 28. júlí 2017 06:00 Rannsókn fer nú fram í máli tveggja lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu sem grunaðir eru um að hafa beitt harðræði við handtöku. Vísir/Eyþór Búist er við að maðurinn sem varð fyrir meintri árás af hendi tveggja lögregluþjóna fyrir utan Hamborgarabúlluna í Kópavogi í maí verði frá vinnu í að minnsta kosti sex mánuði sökum áverkanna sem hann hlaut. Vitni segir lögreglumennina hafa verið varaða við því að þeir myndu fótbrjóta manninn. Maðurinn mun samkvæmt heimildum þurfa langa sjúkraþjálfun og endurhæfingu. Tveir lögreglumenn, karl og kona, sæta rannsókn vegna málsins, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Þau eru grunuð um að hafa veist að tveimur pólskum karlmönnum eftir að hafa verið kölluð til vegna drykkjuláta inni á veitingastaðnum. Báðir hlutu áverka en aðeins annar mannanna lagði fram kæru. Sá sem fótbrotnaði er á fimmtugsaldri og kom hingað til lands í byrjun árs og starfaði hér sem bifvélavirki. Hann hafði hins vegar ekki rétt á veikindaleyfi og var því sagt upp störfum vegna meiðslanna. Maðurinn þurfti að gangast undir skurðaðgerð og hefur ekki mátt stíga í fótinn. Vitni að atvikinu segja lögreglumennina hafa lamið mennina tvo ítrekað með kylfum og svo slengt bílhurðinni fast á fætur annars mannsins þegar hann neitaði að fara inn í lögreglubíl. Eitt vitni segir lögreglumennina sömuleiðis hafa barið manninn í fótinn með kylfu, svo fast að maðurinn hafi verið frá af sársauka. Lögreglumennirnir hafi jafnframt beðið nærstadda um aðstoð og að minnsta kosti einn hafi reynt að aðstoða við að koma manninum inn í bíl. Hins vegar hafi ekki verið að sjá að mennirnir tveir hefðu veist að lögreglu eða beitt hana ofbeldi af nokkru tagi, þrátt fyrir að hinn fótbrotni hafi sýnt mikinn mótþróa við handtökuna. Félagi mannsins hafi svo verið skilinn eftir og að gestir veitingastaðarins hafi verið mjög óttaslegnir, enda hafi maðurinn verið mjög æstur og ögrandi. Lögreglumennirnir eru enn við störf Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Formaðurinn segir manneklu hjá lögreglunni leiða til slysa Undirmönnun innan lögreglunnar er mikið vandamál að sögn formanns Landssambands lögreglumanna. Vill ekki tjá sig um handtökuna fyrir utan Hamborgarabúlluna og meint harðræði lögreglumannanna. 28. júlí 2017 06:00 Lögreglumenn kærðir fyrir gróft ofbeldi Rannsókn fer nú fram í máli tveggja lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu sem grunaðir eru um að hafa beitt harðræði við handtöku. 27. júlí 2017 06:00 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Búist er við að maðurinn sem varð fyrir meintri árás af hendi tveggja lögregluþjóna fyrir utan Hamborgarabúlluna í Kópavogi í maí verði frá vinnu í að minnsta kosti sex mánuði sökum áverkanna sem hann hlaut. Vitni segir lögreglumennina hafa verið varaða við því að þeir myndu fótbrjóta manninn. Maðurinn mun samkvæmt heimildum þurfa langa sjúkraþjálfun og endurhæfingu. Tveir lögreglumenn, karl og kona, sæta rannsókn vegna málsins, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Þau eru grunuð um að hafa veist að tveimur pólskum karlmönnum eftir að hafa verið kölluð til vegna drykkjuláta inni á veitingastaðnum. Báðir hlutu áverka en aðeins annar mannanna lagði fram kæru. Sá sem fótbrotnaði er á fimmtugsaldri og kom hingað til lands í byrjun árs og starfaði hér sem bifvélavirki. Hann hafði hins vegar ekki rétt á veikindaleyfi og var því sagt upp störfum vegna meiðslanna. Maðurinn þurfti að gangast undir skurðaðgerð og hefur ekki mátt stíga í fótinn. Vitni að atvikinu segja lögreglumennina hafa lamið mennina tvo ítrekað með kylfum og svo slengt bílhurðinni fast á fætur annars mannsins þegar hann neitaði að fara inn í lögreglubíl. Eitt vitni segir lögreglumennina sömuleiðis hafa barið manninn í fótinn með kylfu, svo fast að maðurinn hafi verið frá af sársauka. Lögreglumennirnir hafi jafnframt beðið nærstadda um aðstoð og að minnsta kosti einn hafi reynt að aðstoða við að koma manninum inn í bíl. Hins vegar hafi ekki verið að sjá að mennirnir tveir hefðu veist að lögreglu eða beitt hana ofbeldi af nokkru tagi, þrátt fyrir að hinn fótbrotni hafi sýnt mikinn mótþróa við handtökuna. Félagi mannsins hafi svo verið skilinn eftir og að gestir veitingastaðarins hafi verið mjög óttaslegnir, enda hafi maðurinn verið mjög æstur og ögrandi. Lögreglumennirnir eru enn við störf
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Formaðurinn segir manneklu hjá lögreglunni leiða til slysa Undirmönnun innan lögreglunnar er mikið vandamál að sögn formanns Landssambands lögreglumanna. Vill ekki tjá sig um handtökuna fyrir utan Hamborgarabúlluna og meint harðræði lögreglumannanna. 28. júlí 2017 06:00 Lögreglumenn kærðir fyrir gróft ofbeldi Rannsókn fer nú fram í máli tveggja lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu sem grunaðir eru um að hafa beitt harðræði við handtöku. 27. júlí 2017 06:00 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Formaðurinn segir manneklu hjá lögreglunni leiða til slysa Undirmönnun innan lögreglunnar er mikið vandamál að sögn formanns Landssambands lögreglumanna. Vill ekki tjá sig um handtökuna fyrir utan Hamborgarabúlluna og meint harðræði lögreglumannanna. 28. júlí 2017 06:00
Lögreglumenn kærðir fyrir gróft ofbeldi Rannsókn fer nú fram í máli tveggja lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu sem grunaðir eru um að hafa beitt harðræði við handtöku. 27. júlí 2017 06:00
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent