Óttast að þolendur vilji ekki skemma partíið með kæru Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 29. júlí 2017 07:00 Eistnaflug hefur verið haldin árlega síðan sumarið 2005. Mynd/Freyja Gylfadóttir Yfirlýsingar um að þungarokkshátíðin Eistnaflug í Neskaupsstað leggist af verði kynferðisbrot framið þar fæla þolendur frá því að kæra. Þetta segir verkefnastjóri hjá Aflinu, samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, og gagnrýnir yfirlýsingar forsvarsmanna Eistnaflugs síðustu ár. „Þetta hefur áhrif á þolendur, það er alveg klárt mál. Þolendur eru alltaf í sjálfsásökun og það er mjög ríkt í þeim að vilja ekki skemma partýið og þarna er beinlínis um það að ræða því skilaboðin eru: „þú skemmir partíið ef þú kærir." Þetta getur haft alvarleg áhrif fyrir þolendur kynferðisofbeldis og því er brýnt að þeir dragi yfirlýsinguna afdráttarlaust til baka,“ segir Hjalti Ómar Ágústsson, verkefnastjóri hjá Aflinu, en samtökin voru með viðveru á Eistnaflugi fyrr í mánuðinum. Í kjölfar umræddrar yfirlýsinga Stefáns Magnússonar, upphafsmanns Eistnaflugs, hafa, á liðnum árum, gengið áskoranir á samfélagsmiðlum til skipuleggjenda annarra útihátíða með hvatningu um sams konar stefnu. Í svörum forsvarsmanna Eistnaflugs til Fréttablaðsins, vegna gagnrýni Aflsins, kemur fram að unnið sé náið með lögreglu, Heilbrigðisstofnun Austurlands og starfsmönnum Aflsins meðan á hátíðinni stendur. Þá séu gestir hennar óspart minntir á að leita eigi aðstoðar og kæra hvers kyns ofbeldi til lögreglu. „Ég gerði mér strax grein fyrir þeirri ábyrgð sem þessi yfirlýsing hafði og henni hefur ekki verið flaggað síðan ég kom fyrst að framkvæmd hátíðarinnar árið 2014 þótt hún lifi kannski einhvers staðar áfram,“ segir Karl Óttar Pétursson, framkvæmdastjóri Eistnaflugs. „Það er hins vegar alveg ljóst að hátíðinni verður ekki sjálfkrafa hætt í kjölfar eins kynferðisbrots. Örlög hátíðarinnar eru hvorki í höndum eins manns né einangraðs atviks heldur yrði slík ákvörðun alltaf tekin í stærra samhengi," segir Karl Óttar. Hann ítrekar áherslu Eistnaflugs gegn ofbeldi og að þeir sem beiti því skemmi hátíðina en ekki þolandinn sem kærir ofbeldið. Aðspurður hvort starfsfólk Aflsins hafi aðstoðað gesti hátíðarinnar vegna kynferðisofbeldis á Eistnaflugi segist Hjalti ekki geta tjáð sig um það. „Okkar hlutverk er alltaf að vernda skjólstæðinga og við erum ekki að fara í opinbera umræðu um það sem kemur fyrir þá. Vandamálið með Eistnaflug til dæmis er að þegar á sér stað nauðgun þar og hún er ekki kærð til lögreglu, þá er enginn vettvangur til að ræða málið öðruvísi en að það komi mjög illa við fólk því þá fara menn að grennslast fyrir um hver hafi orðið fyrir ofbeldinu og þá er þolandinn settur í mjög vonda stöðu." Birtist í Fréttablaðinu Eistnaflug Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Yfirlýsingar um að þungarokkshátíðin Eistnaflug í Neskaupsstað leggist af verði kynferðisbrot framið þar fæla þolendur frá því að kæra. Þetta segir verkefnastjóri hjá Aflinu, samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, og gagnrýnir yfirlýsingar forsvarsmanna Eistnaflugs síðustu ár. „Þetta hefur áhrif á þolendur, það er alveg klárt mál. Þolendur eru alltaf í sjálfsásökun og það er mjög ríkt í þeim að vilja ekki skemma partýið og þarna er beinlínis um það að ræða því skilaboðin eru: „þú skemmir partíið ef þú kærir." Þetta getur haft alvarleg áhrif fyrir þolendur kynferðisofbeldis og því er brýnt að þeir dragi yfirlýsinguna afdráttarlaust til baka,“ segir Hjalti Ómar Ágústsson, verkefnastjóri hjá Aflinu, en samtökin voru með viðveru á Eistnaflugi fyrr í mánuðinum. Í kjölfar umræddrar yfirlýsinga Stefáns Magnússonar, upphafsmanns Eistnaflugs, hafa, á liðnum árum, gengið áskoranir á samfélagsmiðlum til skipuleggjenda annarra útihátíða með hvatningu um sams konar stefnu. Í svörum forsvarsmanna Eistnaflugs til Fréttablaðsins, vegna gagnrýni Aflsins, kemur fram að unnið sé náið með lögreglu, Heilbrigðisstofnun Austurlands og starfsmönnum Aflsins meðan á hátíðinni stendur. Þá séu gestir hennar óspart minntir á að leita eigi aðstoðar og kæra hvers kyns ofbeldi til lögreglu. „Ég gerði mér strax grein fyrir þeirri ábyrgð sem þessi yfirlýsing hafði og henni hefur ekki verið flaggað síðan ég kom fyrst að framkvæmd hátíðarinnar árið 2014 þótt hún lifi kannski einhvers staðar áfram,“ segir Karl Óttar Pétursson, framkvæmdastjóri Eistnaflugs. „Það er hins vegar alveg ljóst að hátíðinni verður ekki sjálfkrafa hætt í kjölfar eins kynferðisbrots. Örlög hátíðarinnar eru hvorki í höndum eins manns né einangraðs atviks heldur yrði slík ákvörðun alltaf tekin í stærra samhengi," segir Karl Óttar. Hann ítrekar áherslu Eistnaflugs gegn ofbeldi og að þeir sem beiti því skemmi hátíðina en ekki þolandinn sem kærir ofbeldið. Aðspurður hvort starfsfólk Aflsins hafi aðstoðað gesti hátíðarinnar vegna kynferðisofbeldis á Eistnaflugi segist Hjalti ekki geta tjáð sig um það. „Okkar hlutverk er alltaf að vernda skjólstæðinga og við erum ekki að fara í opinbera umræðu um það sem kemur fyrir þá. Vandamálið með Eistnaflug til dæmis er að þegar á sér stað nauðgun þar og hún er ekki kærð til lögreglu, þá er enginn vettvangur til að ræða málið öðruvísi en að það komi mjög illa við fólk því þá fara menn að grennslast fyrir um hver hafi orðið fyrir ofbeldinu og þá er þolandinn settur í mjög vonda stöðu."
Birtist í Fréttablaðinu Eistnaflug Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira