Allt á öðrum endanum í Hvíta húsinu Heimir Már Pétursson skrifar 29. júlí 2017 19:53 Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skipað fjögurra stjörnu hershöfðingja í embætti starfsmannastjóra Hvíta hússins. Allt gengur á afturfótunum vegna erja á milli starfsmanna forsetans og stöðugs ótta við leka til fjölmiðla. En forsetanum hefur enn ekki tekist að koma viðamiklu máli í gegn á Bandaríkjaþingi þrátt fyrir meirihluta repúblikana í báðum deildum þingsins. Frumvarp repúblikana um breytingar á heilbrigðislögum sem kennd eru við Barack Obama fyrrverandi forseta Bandaríkjanna var fellt í öldungadeild Bandaríkjaþings í fyrrakvöld eftir að þrír þingmenn repúblikana greiddu atkvæði á móti því ásamt þingmönnum demókrata. Þetta var þriðja tilraunin til að breyta lögunum frá því Trump tók við forsetaembættinu fyrir sex mánuðum en honum hefur ekki enn tekist að koma viðamiklu máli í gegnum þingið. „Ja, hérna. Þeir hafa unnið að þessu í sjö ár. Trúið þið því? Þetta er díki. En við komum þessu í framkvæmd,“ sagði forsetinn í gær. Samskipti Trump og starfsmanna hans í Hvíta húsinu við alla hefðbundna fjölmiðla hafa vægast sagt verið fjandsamlegt og innan raða starfsfólks forsetans virðist allt á öðrum endanum. Eftir að nýr og litríkur yfirmaður upplýsingamála Hvíta hússins, Anthony Scaramucci, tætti Reince Priebus starfsmannastjóra í sig í símtali við blaðakonu Washington Post, tilkynnti forsetinn á tísti sínu í gærkvöldi að hann hefði skipað nýjan starfsmannastjóra. Það er John Kelly sem er fjögurra stjörnu hershöfðingi og nú fyrrverandi yfirmaður Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna. Innan Hvíta hússins ríkir mikill ótti við leka á upplýsingum til fjölmiðla og með því að kalla til hershöfðingja er forsetinn kannski að reyna að koma á heraga í búðum sínum. Donald Trump Tengdar fréttir Tæpur helmingur repúblikana vill að stjórnvöld geti lokað fjölmiðlum Verulegur stuðningur virðist vera við að ríkisvaldið eigi að geta lokað fjölmiðlum í Bandaríkjunum. Stuðningurinn er áberandi mestur á meðal repúblikana, mögulega vegna sleitulausra árása Donalds Trump forseta á fjölmiðla. 28. júlí 2017 13:44 Samskiptastjórinn jós fúkyrðum yfir samstarfsmenn í Hvíta húsinu við blaðamann Óheflað orðalagið sem Anthony Scaramucci, samskiptastjóri Hvíta hússins, notaði um aðalráðgjafa Trump forseta og starfsmannastjóra Hvíta hússins í símtali við blaðamann hafa vakið mikla furðu vestanhafs. 28. júlí 2017 09:14 Repúblikönum mistókst að koma Obamacare fyrir kattarnef Þrír þingmenn repúblikana greiddu atkvæði gegn því að afnema Obamacare-heilbrigðistryggingalögin ásamt öllum þingflokki demókrata í gærkvöldi. Niðurstaðan er mikill ósigur fyrir Repúblikanaflokkinn sem hefur lagt ofuráherslu á málið í fjölda ára. 28. júlí 2017 08:25 Trump ræður nýjan starfsmannastjóra fyrir Priebus Priebus hefur átt undir högg að sækja undanfarna daga og hefur samskiptastjóri Hvíta hússins sakað hann um að leka upplýsingum og leyndarmálum til fjölmiðla. 28. júlí 2017 21:07 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skipað fjögurra stjörnu hershöfðingja í embætti starfsmannastjóra Hvíta hússins. Allt gengur á afturfótunum vegna erja á milli starfsmanna forsetans og stöðugs ótta við leka til fjölmiðla. En forsetanum hefur enn ekki tekist að koma viðamiklu máli í gegn á Bandaríkjaþingi þrátt fyrir meirihluta repúblikana í báðum deildum þingsins. Frumvarp repúblikana um breytingar á heilbrigðislögum sem kennd eru við Barack Obama fyrrverandi forseta Bandaríkjanna var fellt í öldungadeild Bandaríkjaþings í fyrrakvöld eftir að þrír þingmenn repúblikana greiddu atkvæði á móti því ásamt þingmönnum demókrata. Þetta var þriðja tilraunin til að breyta lögunum frá því Trump tók við forsetaembættinu fyrir sex mánuðum en honum hefur ekki enn tekist að koma viðamiklu máli í gegnum þingið. „Ja, hérna. Þeir hafa unnið að þessu í sjö ár. Trúið þið því? Þetta er díki. En við komum þessu í framkvæmd,“ sagði forsetinn í gær. Samskipti Trump og starfsmanna hans í Hvíta húsinu við alla hefðbundna fjölmiðla hafa vægast sagt verið fjandsamlegt og innan raða starfsfólks forsetans virðist allt á öðrum endanum. Eftir að nýr og litríkur yfirmaður upplýsingamála Hvíta hússins, Anthony Scaramucci, tætti Reince Priebus starfsmannastjóra í sig í símtali við blaðakonu Washington Post, tilkynnti forsetinn á tísti sínu í gærkvöldi að hann hefði skipað nýjan starfsmannastjóra. Það er John Kelly sem er fjögurra stjörnu hershöfðingi og nú fyrrverandi yfirmaður Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna. Innan Hvíta hússins ríkir mikill ótti við leka á upplýsingum til fjölmiðla og með því að kalla til hershöfðingja er forsetinn kannski að reyna að koma á heraga í búðum sínum.
Donald Trump Tengdar fréttir Tæpur helmingur repúblikana vill að stjórnvöld geti lokað fjölmiðlum Verulegur stuðningur virðist vera við að ríkisvaldið eigi að geta lokað fjölmiðlum í Bandaríkjunum. Stuðningurinn er áberandi mestur á meðal repúblikana, mögulega vegna sleitulausra árása Donalds Trump forseta á fjölmiðla. 28. júlí 2017 13:44 Samskiptastjórinn jós fúkyrðum yfir samstarfsmenn í Hvíta húsinu við blaðamann Óheflað orðalagið sem Anthony Scaramucci, samskiptastjóri Hvíta hússins, notaði um aðalráðgjafa Trump forseta og starfsmannastjóra Hvíta hússins í símtali við blaðamann hafa vakið mikla furðu vestanhafs. 28. júlí 2017 09:14 Repúblikönum mistókst að koma Obamacare fyrir kattarnef Þrír þingmenn repúblikana greiddu atkvæði gegn því að afnema Obamacare-heilbrigðistryggingalögin ásamt öllum þingflokki demókrata í gærkvöldi. Niðurstaðan er mikill ósigur fyrir Repúblikanaflokkinn sem hefur lagt ofuráherslu á málið í fjölda ára. 28. júlí 2017 08:25 Trump ræður nýjan starfsmannastjóra fyrir Priebus Priebus hefur átt undir högg að sækja undanfarna daga og hefur samskiptastjóri Hvíta hússins sakað hann um að leka upplýsingum og leyndarmálum til fjölmiðla. 28. júlí 2017 21:07 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Tæpur helmingur repúblikana vill að stjórnvöld geti lokað fjölmiðlum Verulegur stuðningur virðist vera við að ríkisvaldið eigi að geta lokað fjölmiðlum í Bandaríkjunum. Stuðningurinn er áberandi mestur á meðal repúblikana, mögulega vegna sleitulausra árása Donalds Trump forseta á fjölmiðla. 28. júlí 2017 13:44
Samskiptastjórinn jós fúkyrðum yfir samstarfsmenn í Hvíta húsinu við blaðamann Óheflað orðalagið sem Anthony Scaramucci, samskiptastjóri Hvíta hússins, notaði um aðalráðgjafa Trump forseta og starfsmannastjóra Hvíta hússins í símtali við blaðamann hafa vakið mikla furðu vestanhafs. 28. júlí 2017 09:14
Repúblikönum mistókst að koma Obamacare fyrir kattarnef Þrír þingmenn repúblikana greiddu atkvæði gegn því að afnema Obamacare-heilbrigðistryggingalögin ásamt öllum þingflokki demókrata í gærkvöldi. Niðurstaðan er mikill ósigur fyrir Repúblikanaflokkinn sem hefur lagt ofuráherslu á málið í fjölda ára. 28. júlí 2017 08:25
Trump ræður nýjan starfsmannastjóra fyrir Priebus Priebus hefur átt undir högg að sækja undanfarna daga og hefur samskiptastjóri Hvíta hússins sakað hann um að leka upplýsingum og leyndarmálum til fjölmiðla. 28. júlí 2017 21:07