Trump yngri boðnar rússneskar upplýsingar um Clinton í gegnum slúðurblaðamann og poppstjörnu Heimir Már Pétursson skrifar 11. júlí 2017 19:30 Feðgarnir Donald Trump og Donald Trump. Vísir/AFP Sonur Donald Trump Bandaríkjaforseta og einn helsti ráðgjafi hans í kosningabaráttunni, hefur birt tölvusamskipti sem sýna að hann átti fund með rússneskum lögmanni með tengsl við rússnesk stjórnvöld, sem fyrirfram hafði lofað að útvega upplýsingar sem kæmu Hllary Clinton illa. Rob Goldstone er fyrrverandi breskur slúðurblaðamaður og markaðssérfræðingur sem vinnur fyrir rússneska poppstjörnu að nafni Emin Aglarov. Poppstjarnan kom að Miss Universe fegurðarsamkeppninni sem er í eigu Donald Trump í Moskvu árið 2013 og flutti kynningarlag keppninnar. Eftir að New York Times birti frétt í gær um fund Don Trump með rússneskum lögfræðingi, konu, með tengsl við rússnesk stjórnvöld, birti Trump yngri á Twitter síðu sinni í dag tölvusamskipti við Rob Goldstone um aðdraganda þess fundar. En New York Times hafði þá boðað frekari afhjúpanir í tengslum við fundinn. Hinn 3. júní í fyrra þegar baráttan um forsetaembættið í Bandaríkjunum var í algleymingi, sendi Goldstone Trump yngra tölvupóst. Þar greinir hann frá því að áðurnefndri poppstjörnu Emin sé kunnugt um að aðalsaksóknari Rússlands hafi hitt föður Emin, Aras, fyrr um morguninn þann sama dag. Saksóknarinn hafi boðist til að útvega kosningabaráttu Trump opinber gögn og upplýsingar sem myndu sakfella Hillary Clinton vegna samskipta hennar við Rússa og gagnast föður Don Trump vel. „Þetta eru augljóslega viðkvæmar upplýsingar frá æðstu stöðum en eru hluti af stuðningi Rússa og rússneskra stjórnvalda við Herra Trump - með stuðningi Emin og föður hans Aras.“ segir í tölvuskeytinu. Síðar í tölvuskeytinu til sonar Trump segir Goldstone: „Ég get líka sent þessar upplýsingar til föður þíns í gegnum Rhona (sem var aðstoðarkona Donald Trump áður en hann varð forseti) en þetta er einstaklega viðkvæmt þannig að ég vildi ræða við þig fyrst.“ Á þessum tíma tók Don Trump að fullu þátt í kosningabaráttu föður síns og því nátengdur framboðinu. Samkvæmt bandarískum lögum mega erlendir ríkisborgarar ekki skipta sér af kosningum til embætta í landinu. Engi að síður ákvað Don að hitta rússneskan lögmanninn vegna þessara mála í turni föður síns í New York sex dögum síðar ásamt kosningastjóra föður síns Paul Manfort og mági sínum Jared Kushner, sem nú er einn aðalráðgjafi forsetans. Daginn sem fundurinn fór fram tísti Donald Trump spurningu til Clinton: „Hvar eru þrjátíu og þrjú þúsund tölvupóstar sem þú eyddir.“ Í yfirlýsingu á Twitter í dag gerir Trump yngri lítið úr þessum fundi og segir rússneska lögmanninn ekki hafa verið á vegum rússneskra stjórnvalda. Hún hafi ekki haft neinar upplýsingar fram að færa, en viljað ræða ættleiðingar til Bandaríkjanna á rússneskum börnum sem Vladimir Putin hafði stoppað eftir að Bandaríkjaþing samþykkti refsiaðgerðir gegn tilteknum rússneskum einstaklingum. Og það er greinilegt að Donald Trump finnst mikið til rússnesku poppstjörnunnar því hann sendi Emin þessi skilaboð þegar hann varð 35 ára í desember 2014: „Emin, ég trúi því ekki að þú sért að verða 35 ára. Þú eldist, en þú ert sigurvegari og baráttumaður. Frábær fasteignasali og magnaður skemmtikraftur, strákur,“ sagði Donald Trump. . Donald Trump Tengdar fréttir Rússnesk stjórnvöld hafi ætlað að hjálpa Trump Bandaríska stórblaðið New York Times fullyrðir í frétt í dag að Donald Trump yngri, syni Bandaríkjaforseta, hafi verið sagt að upplýsingar sem rússneskur lögmaður bauð honum, væru hluti af skipulegum aðgerðum rússneskra stjórnvalda sem áttu að hjálpa föður hans að sigra forsetakosningarnar í fyrra. 11. júlí 2017 06:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Sjá meira
Sonur Donald Trump Bandaríkjaforseta og einn helsti ráðgjafi hans í kosningabaráttunni, hefur birt tölvusamskipti sem sýna að hann átti fund með rússneskum lögmanni með tengsl við rússnesk stjórnvöld, sem fyrirfram hafði lofað að útvega upplýsingar sem kæmu Hllary Clinton illa. Rob Goldstone er fyrrverandi breskur slúðurblaðamaður og markaðssérfræðingur sem vinnur fyrir rússneska poppstjörnu að nafni Emin Aglarov. Poppstjarnan kom að Miss Universe fegurðarsamkeppninni sem er í eigu Donald Trump í Moskvu árið 2013 og flutti kynningarlag keppninnar. Eftir að New York Times birti frétt í gær um fund Don Trump með rússneskum lögfræðingi, konu, með tengsl við rússnesk stjórnvöld, birti Trump yngri á Twitter síðu sinni í dag tölvusamskipti við Rob Goldstone um aðdraganda þess fundar. En New York Times hafði þá boðað frekari afhjúpanir í tengslum við fundinn. Hinn 3. júní í fyrra þegar baráttan um forsetaembættið í Bandaríkjunum var í algleymingi, sendi Goldstone Trump yngra tölvupóst. Þar greinir hann frá því að áðurnefndri poppstjörnu Emin sé kunnugt um að aðalsaksóknari Rússlands hafi hitt föður Emin, Aras, fyrr um morguninn þann sama dag. Saksóknarinn hafi boðist til að útvega kosningabaráttu Trump opinber gögn og upplýsingar sem myndu sakfella Hillary Clinton vegna samskipta hennar við Rússa og gagnast föður Don Trump vel. „Þetta eru augljóslega viðkvæmar upplýsingar frá æðstu stöðum en eru hluti af stuðningi Rússa og rússneskra stjórnvalda við Herra Trump - með stuðningi Emin og föður hans Aras.“ segir í tölvuskeytinu. Síðar í tölvuskeytinu til sonar Trump segir Goldstone: „Ég get líka sent þessar upplýsingar til föður þíns í gegnum Rhona (sem var aðstoðarkona Donald Trump áður en hann varð forseti) en þetta er einstaklega viðkvæmt þannig að ég vildi ræða við þig fyrst.“ Á þessum tíma tók Don Trump að fullu þátt í kosningabaráttu föður síns og því nátengdur framboðinu. Samkvæmt bandarískum lögum mega erlendir ríkisborgarar ekki skipta sér af kosningum til embætta í landinu. Engi að síður ákvað Don að hitta rússneskan lögmanninn vegna þessara mála í turni föður síns í New York sex dögum síðar ásamt kosningastjóra föður síns Paul Manfort og mági sínum Jared Kushner, sem nú er einn aðalráðgjafi forsetans. Daginn sem fundurinn fór fram tísti Donald Trump spurningu til Clinton: „Hvar eru þrjátíu og þrjú þúsund tölvupóstar sem þú eyddir.“ Í yfirlýsingu á Twitter í dag gerir Trump yngri lítið úr þessum fundi og segir rússneska lögmanninn ekki hafa verið á vegum rússneskra stjórnvalda. Hún hafi ekki haft neinar upplýsingar fram að færa, en viljað ræða ættleiðingar til Bandaríkjanna á rússneskum börnum sem Vladimir Putin hafði stoppað eftir að Bandaríkjaþing samþykkti refsiaðgerðir gegn tilteknum rússneskum einstaklingum. Og það er greinilegt að Donald Trump finnst mikið til rússnesku poppstjörnunnar því hann sendi Emin þessi skilaboð þegar hann varð 35 ára í desember 2014: „Emin, ég trúi því ekki að þú sért að verða 35 ára. Þú eldist, en þú ert sigurvegari og baráttumaður. Frábær fasteignasali og magnaður skemmtikraftur, strákur,“ sagði Donald Trump. .
Donald Trump Tengdar fréttir Rússnesk stjórnvöld hafi ætlað að hjálpa Trump Bandaríska stórblaðið New York Times fullyrðir í frétt í dag að Donald Trump yngri, syni Bandaríkjaforseta, hafi verið sagt að upplýsingar sem rússneskur lögmaður bauð honum, væru hluti af skipulegum aðgerðum rússneskra stjórnvalda sem áttu að hjálpa föður hans að sigra forsetakosningarnar í fyrra. 11. júlí 2017 06:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Sjá meira
Rússnesk stjórnvöld hafi ætlað að hjálpa Trump Bandaríska stórblaðið New York Times fullyrðir í frétt í dag að Donald Trump yngri, syni Bandaríkjaforseta, hafi verið sagt að upplýsingar sem rússneskur lögmaður bauð honum, væru hluti af skipulegum aðgerðum rússneskra stjórnvalda sem áttu að hjálpa föður hans að sigra forsetakosningarnar í fyrra. 11. júlí 2017 06:37