Enn hrellir Rússagrýlan Donald Trump Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. júlí 2017 07:00 Donald Trump yngri klappar föður sínum á bakið á síðasta kosningafundi frambjóðandans, kvöldið fyrir kosningar. Vísir/AFP Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, var upplýstur um að skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton mótframbjóðanda Trumps eldri, sem hann taldi sig eiga von á, væru hluti af íhlutun rússneskra stjórnvalda í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Þetta segir í tölvupóstsamskiptum Trumps yngri við upplýsingafulltrúann Rob Goldstone. The New York Times hefur undanfarið fjallað um fund sem Trump yngri átti með rússneska lögfræðingnum Natalíu Veselnitskæju í Trump Tower í júní í fyrra. Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi forsetans, og Paul Manafort, þáverandi starfsmaður forsetaframboðs Trumps, voru einnig viðstaddir fundinn. „Þetta er augljóslega háleynilegt og upplýsingarnar eru viðkvæmar en þetta er hluti af stuðningi ríkisstjórnar Rússlands við herra Trump,“ segir í tölvupósti sem Golding sendi Trump yngri. Hinn síðarnefndi birti tölvupóstsamskipti þeirra tveggja á Twitter í gær eftir að The New York Times tilkynnti honum að blaðið hygðist birta samskiptin.Adam Schiff, þingmaður Demókrata.Vísir/AFPÍ yfirlýsingu sem Trump yngri sendi frá sér í sama tísti segir að upplýsingagjöfina megi rekja til manns að nafni Emin Agalarov sem Trump yngri sagðist þekkja frá því Miss Universe fegurðarsamkeppnin var haldin í Rússlandi. Agalarov og faðir hans eru sagðir reka virt fyrirtæki í Moskvu. „Þeir sögðust búa yfir upplýsingum um Hillary Clinton sem ég hélt að væri einfaldlega rannsókn á andstæðingnum. Ég vildi fyrst gera þetta í gegnum síma en það gekk ekki. Þá sögðust þeir myndu senda konu til að funda með mér. Af því varð. Konan, eins og hún hefur sjálf sagt, vinnur ekki fyrir stjórnvöld. Eins og ég hef áður sagt bjó hún ekki yfir neinum upplýsingum og vildi bara tala um ættleiðingarlöggjöf og Magnitsky-löggjöfina,“ segir í yfirlýsingunni. Enn fremur segir í henni að fundurinn hafi átt sér stað áður en „Rússageðveikin komst í tísku“. „Eins og Goldstone sagði við fjölmiðla í dag var fundurinn rugl og fór í taugarnar á mér.“ Umrædd Magnitsky-löggjöf snýr að því að Bandaríkjastjórn sé heimilt að frysta eignir Rússa, gerist þeir sekir um mannréttindabrot. The New York Times greindi fyrst frá fundinum á laugardag og gaf Trump yngri út yfirlýsingu í kjölfarið þar sem hann staðfesti að fundurinn hefði átt sér stað en ekki að hann hefði tengst framboðinu. Á sunnudag greindi The New York Times frá því að Trump yngri hefði samþykkt að mæta á fundinn eftir að fyrrnefndum upplýsingum var lofað. Gaf hann út aðra yfirlýsingu það kvöld þar sem hann sagðist hafa samþykkt að funda með einstaklingi sem átti að búa yfir nytsamlegum upplýsingum fyrir framboð Trumps. Alríkislögregla Bandaríkjanna rannsakar nú áhrif Rússa á forsetakosningar síðasta árs og meint tengsl við framboð Donalds Trump. Styr hefur staðið um störf alríkislögreglunnar og rak forsetinn til að mynda yfirmann hennar, James Comey, fyrr á árinu. Adam Schiff, þingmaður Demókrata í fulltrúadeildinni og nefndarmaður í upplýsinganefnd, sagði í samtali við MSNBC í gær að um væri að ræða mjög alvarlegt mál. „Þetta þarf að rannsaka vandlega. Allir sem voru viðstaddir fundinn ættu að koma fyrir nefndina,“ sagði Schiff. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Sjá meira
Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, var upplýstur um að skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton mótframbjóðanda Trumps eldri, sem hann taldi sig eiga von á, væru hluti af íhlutun rússneskra stjórnvalda í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Þetta segir í tölvupóstsamskiptum Trumps yngri við upplýsingafulltrúann Rob Goldstone. The New York Times hefur undanfarið fjallað um fund sem Trump yngri átti með rússneska lögfræðingnum Natalíu Veselnitskæju í Trump Tower í júní í fyrra. Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi forsetans, og Paul Manafort, þáverandi starfsmaður forsetaframboðs Trumps, voru einnig viðstaddir fundinn. „Þetta er augljóslega háleynilegt og upplýsingarnar eru viðkvæmar en þetta er hluti af stuðningi ríkisstjórnar Rússlands við herra Trump,“ segir í tölvupósti sem Golding sendi Trump yngri. Hinn síðarnefndi birti tölvupóstsamskipti þeirra tveggja á Twitter í gær eftir að The New York Times tilkynnti honum að blaðið hygðist birta samskiptin.Adam Schiff, þingmaður Demókrata.Vísir/AFPÍ yfirlýsingu sem Trump yngri sendi frá sér í sama tísti segir að upplýsingagjöfina megi rekja til manns að nafni Emin Agalarov sem Trump yngri sagðist þekkja frá því Miss Universe fegurðarsamkeppnin var haldin í Rússlandi. Agalarov og faðir hans eru sagðir reka virt fyrirtæki í Moskvu. „Þeir sögðust búa yfir upplýsingum um Hillary Clinton sem ég hélt að væri einfaldlega rannsókn á andstæðingnum. Ég vildi fyrst gera þetta í gegnum síma en það gekk ekki. Þá sögðust þeir myndu senda konu til að funda með mér. Af því varð. Konan, eins og hún hefur sjálf sagt, vinnur ekki fyrir stjórnvöld. Eins og ég hef áður sagt bjó hún ekki yfir neinum upplýsingum og vildi bara tala um ættleiðingarlöggjöf og Magnitsky-löggjöfina,“ segir í yfirlýsingunni. Enn fremur segir í henni að fundurinn hafi átt sér stað áður en „Rússageðveikin komst í tísku“. „Eins og Goldstone sagði við fjölmiðla í dag var fundurinn rugl og fór í taugarnar á mér.“ Umrædd Magnitsky-löggjöf snýr að því að Bandaríkjastjórn sé heimilt að frysta eignir Rússa, gerist þeir sekir um mannréttindabrot. The New York Times greindi fyrst frá fundinum á laugardag og gaf Trump yngri út yfirlýsingu í kjölfarið þar sem hann staðfesti að fundurinn hefði átt sér stað en ekki að hann hefði tengst framboðinu. Á sunnudag greindi The New York Times frá því að Trump yngri hefði samþykkt að mæta á fundinn eftir að fyrrnefndum upplýsingum var lofað. Gaf hann út aðra yfirlýsingu það kvöld þar sem hann sagðist hafa samþykkt að funda með einstaklingi sem átti að búa yfir nytsamlegum upplýsingum fyrir framboð Trumps. Alríkislögregla Bandaríkjanna rannsakar nú áhrif Rússa á forsetakosningar síðasta árs og meint tengsl við framboð Donalds Trump. Styr hefur staðið um störf alríkislögreglunnar og rak forsetinn til að mynda yfirmann hennar, James Comey, fyrr á árinu. Adam Schiff, þingmaður Demókrata í fulltrúadeildinni og nefndarmaður í upplýsinganefnd, sagði í samtali við MSNBC í gær að um væri að ræða mjög alvarlegt mál. „Þetta þarf að rannsaka vandlega. Allir sem voru viðstaddir fundinn ættu að koma fyrir nefndina,“ sagði Schiff.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Sjá meira