Fótbolti

Þriðji heimaleikur FH á móti Víkingsliði á 23 dögum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
FH hafa enn ekki unnið Víking á heimavelli í sumar. Þeir fá sína þriðji tilraun í kvöd.
FH hafa enn ekki unnið Víking á heimavelli í sumar. Þeir fá sína þriðji tilraun í kvöd. Vísir/Andri Marinó
FH-ingar taka á móti Víkingi frá Götu í Færeyjum í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar í Kaplakrika í kvöld.

Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni textalýsingu hér inn á Vísi.

Þetta er fyrri leikur liðanna í baráttu um sæti í þriðju umferðinni en sá seinni fer fram út í Færeyjum í næstu viku. Víkingsliðið sló Trepca'89 frá Kósóvó út úr fyrstu umferðinni en FH sat þá hjá.

FH-ingar hafa verið í vandræðum með Víkingsliðin að undanförnu og þurfa nauðsynlega að breyta þeirri þróun ætli þeir sér lengra í keppninni í ár.

Leikurinn í kvöld verður nefnilega þriðji leikur FH á móti Víkingsliði á síðustu 23 dögum og FH-ingar hafa enn ekki náð að vinna Víkingslið í sumar.

Reykjavíkur-Víkingar náðu jafntefli í Kaplakrika 19. júní og Ólafsvíkingar unnu síðan 2-0 sigur á FH í Krikanum á föstudaginn var.

FH-liðið hefur ennfremur spilað fjóra heimaleiki á móti Víkingsliðum undanfarin tvö tímabil og ekki náð að vinna neinn þeirra.



FH á móti Víkingsliðum í Kaplakrika síðustu sumur:

2017

FH-Víkingur Ó. 0-2

FH - Víkingur R. 2-2

2016

FH - Víkingur R. 2-2

FH - Víkingur Ó. 1-1

Stig FH: 3

Stig Víkingsliðanna: 6

Mörk FH: 5

Mörk Víkingsliðanna: 7




Fleiri fréttir

Sjá meira


×