Meira hvatning en pressa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2017 06:00 Fanndís er á leið á sitt þriðja Evrópumót. vísir/anton Það mátti sjá spenninginn í augunum á stelpunum okkar í gær þegar þær voru að undirbúa sig fyrir síðustu æfinguna á Íslandi áður en þær fljúga til Hollands í dag. Þær hafa haft í mörgu að snúast síðustu tvær vikur og núna bíður bara rútuferð í Leifsstöð eftir hádegi í dag. „Ég finn það að við erum allar hundrað prósent tilbúnar til að fara út núna og takast á við þetta verkefni,“ sagði Fanndís Friðriksdóttir fyrir æfingu liðsins í gær.Bara með tvo leiki á bakinu Fanndís var frekar nýbúin að halda upp á nítján ára afmælið sitt og var aðeins með tvo landsleiki á bakinu þegar hún var valin í EM-hópinn fyrir fyrsta Evrópumót íslenska kvennalandsliðsins sumarið 2009. Fanndís kom inn á sem varamaður í tveimur leikjanna, þar á meðal í fyrsta leiknum á móti Frakklandi en frá þessu fyrsta móti hefur hlutverk hennar vaxið og nú er hún orðin einn af lykilmönnum íslenska liðsins. „Á fyrsta mótinu var ég bara lítil og fékk að fara með. Kom bara inn á þegar lítið var eftir af leikjunum. Svo varð hlutverkið alltaf stærra og stærra,“ segir Fanndís. Hún byrjaði þrjá leiki á EM fyrir fjórum árum og var fastamaður í íslenska liðinu í undankeppninni. „Mér finnst hlutverk mitt alltaf vera að verða stærra og stærra. Núna finnst mér það vera orðið mjög stórt sem gerir þetta gríðarlega spennandi.“ Íslenska liðið hefur misst sterka leikmenn á síðustu misserum og sem dæmi um breytingarnar á þessum níu árum er Fanndís bara ein af sjö sem voru með liðinu á EM í Finnlandi í ágúst 2009. „Það hefur þjappað okkur ennþá betur saman að missa þessa leikmenn út og ýtt undir að aðrir leikmenn stígi fram og þar á meðal er ég. Ég ætla gera það og veit ég þarf að gera það,“ segir Fanndís. Fyrsti leikur hennar á EM verður landsleikur númer 85. „Ég er öðruvísi leikmaður í dag en ég var þá. Í dag er ég orðin ein af þeim sem eru næstum því komin með hundrað landsleiki. Síðast var ég bara þessi sem var með 20 leiki eins og margar. Í rauninni breytist hlutverkið ekki neitt inni á vellinum en það er öðruvísi litið á mann. Ég er samt reyndari og það er eitthvað sem hægt er að nýta sér,“ segir Fanndís. Hún fagnar því að allir fjölmiðlar vilji ná tali af þeim og það séu myndir af þeim úti um allt. „Það er gaman að áhuginn sé svona mikill á okkur. Við finnum það og ætlum að nýta það sem styrkleika inn á þetta mót,“ segir Fanndís og hún vill ekki líta svo á að með allri athyglinni komi of mikil pressa.Góð pressa „Við lítum á þetta sem góða pressu því við setjum pressu á okkur sjálfar,“ sagði Fanndís. Íslenska liðið spilaði ekki vináttulandsleik á síðustu vikunum fyrir mótið en naut þess í staðinn að vera saman, bæði á æfingum sem og í ýmsu hópefli utan hans. „Dagskráin hjá okkur er búin að vera eins fullkomin og það gerist. Við fáum að gista heima hjá okkur og svo komum við hérna, förum í meðferðir og borðum hádegismat saman. Stundum er æfing seinnipart dags eða jóga eða eitthvað svoleiðis. Það er allt fyrir okkur gert þannig að okkur líði sem best,“ segir Fanndís. „Það kemur vel út að fara heim á kvöldin en það er heldur ekkert að því að vera saman á hóteli. Ég er með besta herbergisfélagann þannig að ég hef engar áhyggjur af því að það verði eitthvert vesen,“ segir Fanndís og þar er hún að tala um Hallberu Guðnýju Gísladóttur.Metnaðarfull markmið Stelpurnar eru óhræddar við að setja sér metnaðarfull markmið og segja frá þeim. Þær hafa sjálfar aukið með því væntingarnar til liðsins. Þær komust í átta liða úrslitin fyrir fjórum árum og stefna einnig hátt í ár. En eru þær ekkert hræddar við pressuna? „Þetta er meira hvatning heldur en pressa. Það er bara gaman að það séu svona margir að taka þátt í þessu. Ég held að það kunni allir að meta það. Ég hefði alveg verið til í að hafa svona sýnilegar fyrirmyndir þegar ég var lítil, þetta er bara frábært,“ segir Fanndís að lokum. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Fleiri fréttir Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Sjá meira
Það mátti sjá spenninginn í augunum á stelpunum okkar í gær þegar þær voru að undirbúa sig fyrir síðustu æfinguna á Íslandi áður en þær fljúga til Hollands í dag. Þær hafa haft í mörgu að snúast síðustu tvær vikur og núna bíður bara rútuferð í Leifsstöð eftir hádegi í dag. „Ég finn það að við erum allar hundrað prósent tilbúnar til að fara út núna og takast á við þetta verkefni,“ sagði Fanndís Friðriksdóttir fyrir æfingu liðsins í gær.Bara með tvo leiki á bakinu Fanndís var frekar nýbúin að halda upp á nítján ára afmælið sitt og var aðeins með tvo landsleiki á bakinu þegar hún var valin í EM-hópinn fyrir fyrsta Evrópumót íslenska kvennalandsliðsins sumarið 2009. Fanndís kom inn á sem varamaður í tveimur leikjanna, þar á meðal í fyrsta leiknum á móti Frakklandi en frá þessu fyrsta móti hefur hlutverk hennar vaxið og nú er hún orðin einn af lykilmönnum íslenska liðsins. „Á fyrsta mótinu var ég bara lítil og fékk að fara með. Kom bara inn á þegar lítið var eftir af leikjunum. Svo varð hlutverkið alltaf stærra og stærra,“ segir Fanndís. Hún byrjaði þrjá leiki á EM fyrir fjórum árum og var fastamaður í íslenska liðinu í undankeppninni. „Mér finnst hlutverk mitt alltaf vera að verða stærra og stærra. Núna finnst mér það vera orðið mjög stórt sem gerir þetta gríðarlega spennandi.“ Íslenska liðið hefur misst sterka leikmenn á síðustu misserum og sem dæmi um breytingarnar á þessum níu árum er Fanndís bara ein af sjö sem voru með liðinu á EM í Finnlandi í ágúst 2009. „Það hefur þjappað okkur ennþá betur saman að missa þessa leikmenn út og ýtt undir að aðrir leikmenn stígi fram og þar á meðal er ég. Ég ætla gera það og veit ég þarf að gera það,“ segir Fanndís. Fyrsti leikur hennar á EM verður landsleikur númer 85. „Ég er öðruvísi leikmaður í dag en ég var þá. Í dag er ég orðin ein af þeim sem eru næstum því komin með hundrað landsleiki. Síðast var ég bara þessi sem var með 20 leiki eins og margar. Í rauninni breytist hlutverkið ekki neitt inni á vellinum en það er öðruvísi litið á mann. Ég er samt reyndari og það er eitthvað sem hægt er að nýta sér,“ segir Fanndís. Hún fagnar því að allir fjölmiðlar vilji ná tali af þeim og það séu myndir af þeim úti um allt. „Það er gaman að áhuginn sé svona mikill á okkur. Við finnum það og ætlum að nýta það sem styrkleika inn á þetta mót,“ segir Fanndís og hún vill ekki líta svo á að með allri athyglinni komi of mikil pressa.Góð pressa „Við lítum á þetta sem góða pressu því við setjum pressu á okkur sjálfar,“ sagði Fanndís. Íslenska liðið spilaði ekki vináttulandsleik á síðustu vikunum fyrir mótið en naut þess í staðinn að vera saman, bæði á æfingum sem og í ýmsu hópefli utan hans. „Dagskráin hjá okkur er búin að vera eins fullkomin og það gerist. Við fáum að gista heima hjá okkur og svo komum við hérna, förum í meðferðir og borðum hádegismat saman. Stundum er æfing seinnipart dags eða jóga eða eitthvað svoleiðis. Það er allt fyrir okkur gert þannig að okkur líði sem best,“ segir Fanndís. „Það kemur vel út að fara heim á kvöldin en það er heldur ekkert að því að vera saman á hóteli. Ég er með besta herbergisfélagann þannig að ég hef engar áhyggjur af því að það verði eitthvert vesen,“ segir Fanndís og þar er hún að tala um Hallberu Guðnýju Gísladóttur.Metnaðarfull markmið Stelpurnar eru óhræddar við að setja sér metnaðarfull markmið og segja frá þeim. Þær hafa sjálfar aukið með því væntingarnar til liðsins. Þær komust í átta liða úrslitin fyrir fjórum árum og stefna einnig hátt í ár. En eru þær ekkert hræddar við pressuna? „Þetta er meira hvatning heldur en pressa. Það er bara gaman að það séu svona margir að taka þátt í þessu. Ég held að það kunni allir að meta það. Ég hefði alveg verið til í að hafa svona sýnilegar fyrirmyndir þegar ég var lítil, þetta er bara frábært,“ segir Fanndís að lokum.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Fleiri fréttir Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Sjá meira