Ofbeldi verður ekki liðið í fangelsum landsins Jakob Bjarnar skrifar 14. júlí 2017 10:25 Páll Winkel segist ekki hafa neina þolinmæði gagnvart ofbeldi í fangelsum landsins, en til alvarlegra átaka milli tveggja fanga kom í vikunni. Páll Winkel fangelsismálastjóri er afdráttarlaus í tali í samtali við Vísi, um alvarlegt mál sem kom upp nú í vikunni á Litla Hrauni í slagsmálum milli tveggja fanga. Hann segir alveg klárt að ofbeldi verði ekki liðið. DV greindi frá því í dag að til alvarlegra átaka hafi komið í útivistartíma fanga á Litla Hrauni sem endaði með því að fangi beit efri vörina af samfanga sínum. Samkvæmt heimildum DV varð föngunum Baldri Kolbeinssyni og Styrmi Haukdal Snæfeld Kristinssyni sundurorða og kom til handalögmála. Styrmir hafði Baldur undir en hann náði þó að reisa sig við og bíta í andlit Styrmis með þeim afleiðingum að efri vör hans fór af. Tókst að sauma vörina á aftur. Hefur ekki þolinmæði fyrir ofbeldi í neinu formi Páll Winkel segir stefnu Fangelsismálastofnunar skýra þegar kemur að ofbeldi í fangelsum landsins. „Ofbeldi er ekki liðið og ég hef ekki þolinmæði fyrir því í neinu formi. Sé fangi uppvís að ofbeldi eru mál án undantekninga kærð til lögreglu. Þá hlýtur viðkomandi fangi agaviðurlög í fangelsinu en þegar um er að ræða alvarlegt ofbeldi eru viðurlögin í formi einangrunar,“ segir Páll. Fangelsismálastjóri bætir því við að ofbeldi geti haft langvarandi afleiðingar fyrir fanga. „Slíkt getur komið í veg fyrir flutning fanga í opið fangelsi, stöðvað allan annan framgang í refsivistinni auk þess sem fanginn gæti þurft að afplána alla refsingu sína án þess að fá reynslulausn. Skilaboð okkar eru skýr. Ofbeldi í fangelsum landsins er ekki liðið og við gerum allt sem við mögulega getum til að draga úr því.“ Svakalegur ferill Baldurs Ljóst er að Páll ætlar sér að taka á agavandamálum en jafn víst er að hann stendur frammi fyrir snúnu vandamáli. Saga Baldurs innan veggja fangelsanna er skrautleg. Í september 2013 greindi Vísir til að mynda frá því að Baldur hafi við annan mann ráðist á refsifangann Matthías Mána Erlingsson á Litla Hrauni, en í þeirri frásögn er segir að árásarmennirnir hafi greitt „Matthíasi ótal högg í andlit og höfuð og meðal annars notað lás til verksins. Matthías missti meðvitund, skarst í andliti og var fluttur alblóðugur á spítala. Hann fór aftur á Litla-Hraun síðar um daginn,“ sagði í þeirri frásögn. Tróð saur uppí samfanga sinn Annað dæmi, en Baldur var enn til umfjöllunar á Vísi í september 2014 en þá var aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara á hendur Baldri sem ákærður var fyrir einstaklega ógeðfellda árás á samfanga sinn: „Honum er gefið að sök að hafa ráðist á samfanga sinn og troðið upp í hann mannasaur. Árásin náðist á myndband. „Það var rosalega mikið af skít. Aðrir fangaverðir voru einnig útataðir í skít eftir að hafa þurft að kljást við Baldur,“ segir fangavörður sem kom að árásinni. Sá sem fyrir árásinni varð sat inni á Litla-hrauni fyrir kynferðisbrot gegn barni, en var í kjölfarið fluttur í annað fangelsi. Síðan hefur hann verið látinn laus. „Baldur stendur bara upp, með saur í poka, og makaði honum framan í mig og tróð honum upp í mig líka. Þetta fór út um allt, upp í mig, í hárið á mér, andlitið og fötin. Þetta var út um allt,“ segir hann. Hann var fluttur á slysadeild með áverka á brjósti og hægri öxl, bólginn í andliti og opið sár við munnvik.“ Var Baldur dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir þetta brot sitt og fleiri. Fangelsismál Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Páll Winkel fangelsismálastjóri er afdráttarlaus í tali í samtali við Vísi, um alvarlegt mál sem kom upp nú í vikunni á Litla Hrauni í slagsmálum milli tveggja fanga. Hann segir alveg klárt að ofbeldi verði ekki liðið. DV greindi frá því í dag að til alvarlegra átaka hafi komið í útivistartíma fanga á Litla Hrauni sem endaði með því að fangi beit efri vörina af samfanga sínum. Samkvæmt heimildum DV varð föngunum Baldri Kolbeinssyni og Styrmi Haukdal Snæfeld Kristinssyni sundurorða og kom til handalögmála. Styrmir hafði Baldur undir en hann náði þó að reisa sig við og bíta í andlit Styrmis með þeim afleiðingum að efri vör hans fór af. Tókst að sauma vörina á aftur. Hefur ekki þolinmæði fyrir ofbeldi í neinu formi Páll Winkel segir stefnu Fangelsismálastofnunar skýra þegar kemur að ofbeldi í fangelsum landsins. „Ofbeldi er ekki liðið og ég hef ekki þolinmæði fyrir því í neinu formi. Sé fangi uppvís að ofbeldi eru mál án undantekninga kærð til lögreglu. Þá hlýtur viðkomandi fangi agaviðurlög í fangelsinu en þegar um er að ræða alvarlegt ofbeldi eru viðurlögin í formi einangrunar,“ segir Páll. Fangelsismálastjóri bætir því við að ofbeldi geti haft langvarandi afleiðingar fyrir fanga. „Slíkt getur komið í veg fyrir flutning fanga í opið fangelsi, stöðvað allan annan framgang í refsivistinni auk þess sem fanginn gæti þurft að afplána alla refsingu sína án þess að fá reynslulausn. Skilaboð okkar eru skýr. Ofbeldi í fangelsum landsins er ekki liðið og við gerum allt sem við mögulega getum til að draga úr því.“ Svakalegur ferill Baldurs Ljóst er að Páll ætlar sér að taka á agavandamálum en jafn víst er að hann stendur frammi fyrir snúnu vandamáli. Saga Baldurs innan veggja fangelsanna er skrautleg. Í september 2013 greindi Vísir til að mynda frá því að Baldur hafi við annan mann ráðist á refsifangann Matthías Mána Erlingsson á Litla Hrauni, en í þeirri frásögn er segir að árásarmennirnir hafi greitt „Matthíasi ótal högg í andlit og höfuð og meðal annars notað lás til verksins. Matthías missti meðvitund, skarst í andliti og var fluttur alblóðugur á spítala. Hann fór aftur á Litla-Hraun síðar um daginn,“ sagði í þeirri frásögn. Tróð saur uppí samfanga sinn Annað dæmi, en Baldur var enn til umfjöllunar á Vísi í september 2014 en þá var aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara á hendur Baldri sem ákærður var fyrir einstaklega ógeðfellda árás á samfanga sinn: „Honum er gefið að sök að hafa ráðist á samfanga sinn og troðið upp í hann mannasaur. Árásin náðist á myndband. „Það var rosalega mikið af skít. Aðrir fangaverðir voru einnig útataðir í skít eftir að hafa þurft að kljást við Baldur,“ segir fangavörður sem kom að árásinni. Sá sem fyrir árásinni varð sat inni á Litla-hrauni fyrir kynferðisbrot gegn barni, en var í kjölfarið fluttur í annað fangelsi. Síðan hefur hann verið látinn laus. „Baldur stendur bara upp, með saur í poka, og makaði honum framan í mig og tróð honum upp í mig líka. Þetta fór út um allt, upp í mig, í hárið á mér, andlitið og fötin. Þetta var út um allt,“ segir hann. Hann var fluttur á slysadeild með áverka á brjósti og hægri öxl, bólginn í andliti og opið sár við munnvik.“ Var Baldur dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir þetta brot sitt og fleiri.
Fangelsismál Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira