Í myndbandi sem flugfélagið birti á Twitter í gær í tilefni ef Evrópumótinu lýsir þulur sem gerir sitt besta til þess að hljóma eins og David Attenborough, náttúrufræðingurinn frægi, tilraun til að fá íslenskar kindur til að spá fyir um úrslit í fyrsta leik stelpnanna.
Í þessari hávísindalegu tilraun þar sem kindurnar þurfa að gera upp á milli heys með íslenska fánanum eða þeim franska velja flestar þeirra Ísland.
Því má líklega ganga að því sem formsatriði að Íslendingar standi uppi sem sigurvegarar gegn Frökkum.
[Turn on sound]
— WOW air (@wow_air) July 14, 2017
Watch a small herd of Icelandic sheep predict the winner of the upcoming match between Iceland and France #WEURO2017 pic.twitter.com/smB7Znc6V2