Glódís Perla: Sara Björk gaf mér góð ráð Tómas Þór Þórðarson í Ermelo skrifar 16. júlí 2017 19:00 Það voru stór tíðindi af landsliðinu í gær þegar landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir skipti um félagslið og gekk í raðir sænska stórliðsins Rosengård frá Eskilstuna. Rosengård er eitt af stærri liðum Evrópu og Glódís því að takast á við nýtt og spennandi verkefni. „Þetta kom upp tiltölulega snemma í sumar en ég lagði þetta svolítið til hliðar á meðan ég var að klára deildina úti. Ég tók þetta svo aftur upp áður en ég mætti til leiks með landsliðinu. Svo var þetta bara að klára dæmið, það tók smá tíma en svo gekk þetta í gegn,“ sagði Glódís Perla við íþróttadeild á hóteli landsliðsins í Ermelo í dag. „Mér fannst þetta vera tækifæri sem ég gat ekki sagt nei við. Það var mín tilfinning og þá vissi ég að þetta væri rétt fyrir mig. Ég er mjög ánægð með þessa ákvörðun og stolt af þessu þannig ég er bara sátt með þetta.“ Glódís Perla telur þetta vera rétt skref fyrir sig á þessum tíma en Rosengård, sem Sara Björk Gunnarsdóttir varð fjórum sinnum Svíþjóðarmeistari með, er lið sem ætlar alltaf að verða landsmeistari og vill ná langt í Meistaradeildinni. „Ég held að þetta sé akkurat rétt skref fyrir mig núna. Þetta er stórt félag með stærri tengingar og það hefur verið að búa til stóra leikmenn í gegnum árin. Sara Björk, Þóra og fleiri frábærir íslenskir leikmenn hafa spilað þarna þannig ég held að þetta sé frábær staður þar sem ég get haldið áfram að þróa minn leik og mun fá meiri áskorun og þarf að taka næsta skref,“ segir Glódís en talaði hún við Söru Björk um þetta? „Já, við ræddum aðeins um þetta og hún hjálpaði mér aðeins og gaf mér ráð,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir „Glódís getur spilað með Lyon og Barca“ Freyr Alexandersson er ánægður með skrefið sem Glódís Perla Viggósdóttir tók en hún gekk í raðir Rosengård í gær. 16. júlí 2017 12:30 Glódís Perla semur við Rosengård Glódís Perla Viggósdóttir hefur gengið til liðs við Rosengård í Svíþjóð. 15. júlí 2017 11:26 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Sjá meira
Það voru stór tíðindi af landsliðinu í gær þegar landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir skipti um félagslið og gekk í raðir sænska stórliðsins Rosengård frá Eskilstuna. Rosengård er eitt af stærri liðum Evrópu og Glódís því að takast á við nýtt og spennandi verkefni. „Þetta kom upp tiltölulega snemma í sumar en ég lagði þetta svolítið til hliðar á meðan ég var að klára deildina úti. Ég tók þetta svo aftur upp áður en ég mætti til leiks með landsliðinu. Svo var þetta bara að klára dæmið, það tók smá tíma en svo gekk þetta í gegn,“ sagði Glódís Perla við íþróttadeild á hóteli landsliðsins í Ermelo í dag. „Mér fannst þetta vera tækifæri sem ég gat ekki sagt nei við. Það var mín tilfinning og þá vissi ég að þetta væri rétt fyrir mig. Ég er mjög ánægð með þessa ákvörðun og stolt af þessu þannig ég er bara sátt með þetta.“ Glódís Perla telur þetta vera rétt skref fyrir sig á þessum tíma en Rosengård, sem Sara Björk Gunnarsdóttir varð fjórum sinnum Svíþjóðarmeistari með, er lið sem ætlar alltaf að verða landsmeistari og vill ná langt í Meistaradeildinni. „Ég held að þetta sé akkurat rétt skref fyrir mig núna. Þetta er stórt félag með stærri tengingar og það hefur verið að búa til stóra leikmenn í gegnum árin. Sara Björk, Þóra og fleiri frábærir íslenskir leikmenn hafa spilað þarna þannig ég held að þetta sé frábær staður þar sem ég get haldið áfram að þróa minn leik og mun fá meiri áskorun og þarf að taka næsta skref,“ segir Glódís en talaði hún við Söru Björk um þetta? „Já, við ræddum aðeins um þetta og hún hjálpaði mér aðeins og gaf mér ráð,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir „Glódís getur spilað með Lyon og Barca“ Freyr Alexandersson er ánægður með skrefið sem Glódís Perla Viggósdóttir tók en hún gekk í raðir Rosengård í gær. 16. júlí 2017 12:30 Glódís Perla semur við Rosengård Glódís Perla Viggósdóttir hefur gengið til liðs við Rosengård í Svíþjóð. 15. júlí 2017 11:26 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Sjá meira
„Glódís getur spilað með Lyon og Barca“ Freyr Alexandersson er ánægður með skrefið sem Glódís Perla Viggósdóttir tók en hún gekk í raðir Rosengård í gær. 16. júlí 2017 12:30
Glódís Perla semur við Rosengård Glódís Perla Viggósdóttir hefur gengið til liðs við Rosengård í Svíþjóð. 15. júlí 2017 11:26