Erdogan segir ESB hafa leikið sér að Tyrklandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. júlí 2017 06:00 Forseti Tyrklands segir Evrópusambandið ekki standa með Tyrkjum og lýsir yfir þeim vilja að taka upp dauðarefsingar á ný. nordicphotos/AFP „Afstaða Evrópusambandsins er skýr. Nú eru 54 ár liðin og Evrópusambandið er enn að leika sér að okkur,“ sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands í gær. Sagði forsetinn Evrópusambandið hafa svikið öll loforð sem það hafi gefið Tyrkjum. Allt frá loforðum um ferðaleyfi Tyrkja til loforða um aðstoð fyrir sýrlenska flóttamenn í Tyrklandi. Vísaði Erdogan til þess í ræðu sinni í gær, sem var ein fjölmargra sem hann hélt í tilefni af því að ár er nú liðið frá valdaránstilraun, að 54 ár væru liðin frá því Tyrkir sóttu um aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu. Árið 1987 sóttu Tyrkir svo formlega um aðild að Evrópusambandinu og hafa viðræður verið afar flóknar allar götur síðan. Samþykktu til að mynda þingmenn Evrópusambandsins að fresta viðræðum ótímabundið í nóvember síðastliðnum vegna mannréttindabrota Tyrklandsstjórnar. Eftir tíðar árásir Erdogan á Evrópusambandið undanfarið, einkum í ræðu gærdagsins, virðist sem ríkisstjórn hans hafi gefist upp á að fá nokkurn tímann aðild að sambandinu. „Við verðum að bjarga okkur sjálf. Það er ekkert annað í stöðunni,“ sagði forsetinn.Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB.Nordicphotos/AFPSamband Tyrkja við Evrópusambandið versnaði mjög í kjölfar fyrrnefndrar valdaránstilraunar. Vöktu miklar hreinsanir Erdogan í stjórnkerfinu athygli en um 150.000 misstu störf sín í hreinsununum. Þá voru tugir þúsunda handteknir, grunaðir um tengsl við útlæga klerkinn Fethullah Gulen, sem yfirvöld kenna um valdaránstilraunina. Til marks um þann vilja Erdogan um að loka alfarið á möguleikann á aðild að Evrópusambandinu sagðist hann í gær muni samþykkja að taka á ný upp dauðarefsingu hiklaust ef þingið samþykkti. Slíkt myndi á afgerandi hátt binda endahnútinn á aðildarferlið. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði í gær að sambandið væri enn af heilum hug í viðræðum við Tyrki. „Nú, einu ári eftir valdaránstilraunina, er hönd Evrópusambandsins útrétt,“ segir í grein Juncker í þýska blaðinu Bild am Sonntag. „Ef Tyrkir myndu endurvekja dauðarefsingar myndi tyrkneska ríkisstjórnin endanlega skella dyrunum á Evrópusambandið,“ segir enn fremur í grein Juncker. Hvatti hann Tyrki til þess að styrkja lýðræði í ríkinu. Á laugardag, á ársafmæli valdaránstilraunarinnar, hét Erdogan því að hann myndi rífa hausana af landráðamönnunum sem hann sagði hafa staðið að valdaránstilrauninni, það er fylgismenn Gulen sem og meðlimir hins útlæga Verkamannaflokks Kúrda (PKK). Þá sagði Erdogan að meðlimir tengslanets Gulen yrðu neyddir til þess að klæðast göllum sambærilegum þeim sem fangar í bandaríska Guantanamo-fangelsinu þurfa að gera. Var það vegna þess að maður, grunaður um að tengjast Gulen, mætti til réttarhalda í stuttermabol sem á stóð „Hetja“. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Sjá meira
„Afstaða Evrópusambandsins er skýr. Nú eru 54 ár liðin og Evrópusambandið er enn að leika sér að okkur,“ sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands í gær. Sagði forsetinn Evrópusambandið hafa svikið öll loforð sem það hafi gefið Tyrkjum. Allt frá loforðum um ferðaleyfi Tyrkja til loforða um aðstoð fyrir sýrlenska flóttamenn í Tyrklandi. Vísaði Erdogan til þess í ræðu sinni í gær, sem var ein fjölmargra sem hann hélt í tilefni af því að ár er nú liðið frá valdaránstilraun, að 54 ár væru liðin frá því Tyrkir sóttu um aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu. Árið 1987 sóttu Tyrkir svo formlega um aðild að Evrópusambandinu og hafa viðræður verið afar flóknar allar götur síðan. Samþykktu til að mynda þingmenn Evrópusambandsins að fresta viðræðum ótímabundið í nóvember síðastliðnum vegna mannréttindabrota Tyrklandsstjórnar. Eftir tíðar árásir Erdogan á Evrópusambandið undanfarið, einkum í ræðu gærdagsins, virðist sem ríkisstjórn hans hafi gefist upp á að fá nokkurn tímann aðild að sambandinu. „Við verðum að bjarga okkur sjálf. Það er ekkert annað í stöðunni,“ sagði forsetinn.Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB.Nordicphotos/AFPSamband Tyrkja við Evrópusambandið versnaði mjög í kjölfar fyrrnefndrar valdaránstilraunar. Vöktu miklar hreinsanir Erdogan í stjórnkerfinu athygli en um 150.000 misstu störf sín í hreinsununum. Þá voru tugir þúsunda handteknir, grunaðir um tengsl við útlæga klerkinn Fethullah Gulen, sem yfirvöld kenna um valdaránstilraunina. Til marks um þann vilja Erdogan um að loka alfarið á möguleikann á aðild að Evrópusambandinu sagðist hann í gær muni samþykkja að taka á ný upp dauðarefsingu hiklaust ef þingið samþykkti. Slíkt myndi á afgerandi hátt binda endahnútinn á aðildarferlið. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði í gær að sambandið væri enn af heilum hug í viðræðum við Tyrki. „Nú, einu ári eftir valdaránstilraunina, er hönd Evrópusambandsins útrétt,“ segir í grein Juncker í þýska blaðinu Bild am Sonntag. „Ef Tyrkir myndu endurvekja dauðarefsingar myndi tyrkneska ríkisstjórnin endanlega skella dyrunum á Evrópusambandið,“ segir enn fremur í grein Juncker. Hvatti hann Tyrki til þess að styrkja lýðræði í ríkinu. Á laugardag, á ársafmæli valdaránstilraunarinnar, hét Erdogan því að hann myndi rífa hausana af landráðamönnunum sem hann sagði hafa staðið að valdaránstilrauninni, það er fylgismenn Gulen sem og meðlimir hins útlæga Verkamannaflokks Kúrda (PKK). Þá sagði Erdogan að meðlimir tengslanets Gulen yrðu neyddir til þess að klæðast göllum sambærilegum þeim sem fangar í bandaríska Guantanamo-fangelsinu þurfa að gera. Var það vegna þess að maður, grunaður um að tengjast Gulen, mætti til réttarhalda í stuttermabol sem á stóð „Hetja“.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Sjá meira