Erdogan segir ESB hafa leikið sér að Tyrklandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. júlí 2017 06:00 Forseti Tyrklands segir Evrópusambandið ekki standa með Tyrkjum og lýsir yfir þeim vilja að taka upp dauðarefsingar á ný. nordicphotos/AFP „Afstaða Evrópusambandsins er skýr. Nú eru 54 ár liðin og Evrópusambandið er enn að leika sér að okkur,“ sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands í gær. Sagði forsetinn Evrópusambandið hafa svikið öll loforð sem það hafi gefið Tyrkjum. Allt frá loforðum um ferðaleyfi Tyrkja til loforða um aðstoð fyrir sýrlenska flóttamenn í Tyrklandi. Vísaði Erdogan til þess í ræðu sinni í gær, sem var ein fjölmargra sem hann hélt í tilefni af því að ár er nú liðið frá valdaránstilraun, að 54 ár væru liðin frá því Tyrkir sóttu um aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu. Árið 1987 sóttu Tyrkir svo formlega um aðild að Evrópusambandinu og hafa viðræður verið afar flóknar allar götur síðan. Samþykktu til að mynda þingmenn Evrópusambandsins að fresta viðræðum ótímabundið í nóvember síðastliðnum vegna mannréttindabrota Tyrklandsstjórnar. Eftir tíðar árásir Erdogan á Evrópusambandið undanfarið, einkum í ræðu gærdagsins, virðist sem ríkisstjórn hans hafi gefist upp á að fá nokkurn tímann aðild að sambandinu. „Við verðum að bjarga okkur sjálf. Það er ekkert annað í stöðunni,“ sagði forsetinn.Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB.Nordicphotos/AFPSamband Tyrkja við Evrópusambandið versnaði mjög í kjölfar fyrrnefndrar valdaránstilraunar. Vöktu miklar hreinsanir Erdogan í stjórnkerfinu athygli en um 150.000 misstu störf sín í hreinsununum. Þá voru tugir þúsunda handteknir, grunaðir um tengsl við útlæga klerkinn Fethullah Gulen, sem yfirvöld kenna um valdaránstilraunina. Til marks um þann vilja Erdogan um að loka alfarið á möguleikann á aðild að Evrópusambandinu sagðist hann í gær muni samþykkja að taka á ný upp dauðarefsingu hiklaust ef þingið samþykkti. Slíkt myndi á afgerandi hátt binda endahnútinn á aðildarferlið. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði í gær að sambandið væri enn af heilum hug í viðræðum við Tyrki. „Nú, einu ári eftir valdaránstilraunina, er hönd Evrópusambandsins útrétt,“ segir í grein Juncker í þýska blaðinu Bild am Sonntag. „Ef Tyrkir myndu endurvekja dauðarefsingar myndi tyrkneska ríkisstjórnin endanlega skella dyrunum á Evrópusambandið,“ segir enn fremur í grein Juncker. Hvatti hann Tyrki til þess að styrkja lýðræði í ríkinu. Á laugardag, á ársafmæli valdaránstilraunarinnar, hét Erdogan því að hann myndi rífa hausana af landráðamönnunum sem hann sagði hafa staðið að valdaránstilrauninni, það er fylgismenn Gulen sem og meðlimir hins útlæga Verkamannaflokks Kúrda (PKK). Þá sagði Erdogan að meðlimir tengslanets Gulen yrðu neyddir til þess að klæðast göllum sambærilegum þeim sem fangar í bandaríska Guantanamo-fangelsinu þurfa að gera. Var það vegna þess að maður, grunaður um að tengjast Gulen, mætti til réttarhalda í stuttermabol sem á stóð „Hetja“. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Sjá meira
„Afstaða Evrópusambandsins er skýr. Nú eru 54 ár liðin og Evrópusambandið er enn að leika sér að okkur,“ sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands í gær. Sagði forsetinn Evrópusambandið hafa svikið öll loforð sem það hafi gefið Tyrkjum. Allt frá loforðum um ferðaleyfi Tyrkja til loforða um aðstoð fyrir sýrlenska flóttamenn í Tyrklandi. Vísaði Erdogan til þess í ræðu sinni í gær, sem var ein fjölmargra sem hann hélt í tilefni af því að ár er nú liðið frá valdaránstilraun, að 54 ár væru liðin frá því Tyrkir sóttu um aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu. Árið 1987 sóttu Tyrkir svo formlega um aðild að Evrópusambandinu og hafa viðræður verið afar flóknar allar götur síðan. Samþykktu til að mynda þingmenn Evrópusambandsins að fresta viðræðum ótímabundið í nóvember síðastliðnum vegna mannréttindabrota Tyrklandsstjórnar. Eftir tíðar árásir Erdogan á Evrópusambandið undanfarið, einkum í ræðu gærdagsins, virðist sem ríkisstjórn hans hafi gefist upp á að fá nokkurn tímann aðild að sambandinu. „Við verðum að bjarga okkur sjálf. Það er ekkert annað í stöðunni,“ sagði forsetinn.Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB.Nordicphotos/AFPSamband Tyrkja við Evrópusambandið versnaði mjög í kjölfar fyrrnefndrar valdaránstilraunar. Vöktu miklar hreinsanir Erdogan í stjórnkerfinu athygli en um 150.000 misstu störf sín í hreinsununum. Þá voru tugir þúsunda handteknir, grunaðir um tengsl við útlæga klerkinn Fethullah Gulen, sem yfirvöld kenna um valdaránstilraunina. Til marks um þann vilja Erdogan um að loka alfarið á möguleikann á aðild að Evrópusambandinu sagðist hann í gær muni samþykkja að taka á ný upp dauðarefsingu hiklaust ef þingið samþykkti. Slíkt myndi á afgerandi hátt binda endahnútinn á aðildarferlið. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði í gær að sambandið væri enn af heilum hug í viðræðum við Tyrki. „Nú, einu ári eftir valdaránstilraunina, er hönd Evrópusambandsins útrétt,“ segir í grein Juncker í þýska blaðinu Bild am Sonntag. „Ef Tyrkir myndu endurvekja dauðarefsingar myndi tyrkneska ríkisstjórnin endanlega skella dyrunum á Evrópusambandið,“ segir enn fremur í grein Juncker. Hvatti hann Tyrki til þess að styrkja lýðræði í ríkinu. Á laugardag, á ársafmæli valdaránstilraunarinnar, hét Erdogan því að hann myndi rífa hausana af landráðamönnunum sem hann sagði hafa staðið að valdaránstilrauninni, það er fylgismenn Gulen sem og meðlimir hins útlæga Verkamannaflokks Kúrda (PKK). Þá sagði Erdogan að meðlimir tengslanets Gulen yrðu neyddir til þess að klæðast göllum sambærilegum þeim sem fangar í bandaríska Guantanamo-fangelsinu þurfa að gera. Var það vegna þess að maður, grunaður um að tengjast Gulen, mætti til réttarhalda í stuttermabol sem á stóð „Hetja“.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Sjá meira