„Við virðum íslenska liðið“ Tómas Þór Þórðarson í Tilburg skrifar 17. júlí 2017 15:49 Olivier Echouafni, þjálfari Frakklands, og miðvörðurinn Wendie Renard. vísir/vilhelm Það var ekki beint sprengjum varpað á blaðamannafundi franska landsliðsins í Tilburg í dag þar sem Olivier Echouafni, þjálfari Frakklands, og miðvörðurinn Wendie Renard, leikmaður Lyon, sátu fyrir svörum. Franska liðið er eitt það líklegasta til að vinna mótið en það er stjörnum prýtt. Það hefur aftur á móti átt erfitt með að komast í úrslitaleikinn á EM. „Við erum meðvituð um að við höfum dottið út of snemma í síðustu mótum. Það verður erfitt að vinna þetta mót en við munum gera okkar besta. Það fyrsta sem við þurfum að gera er að vinna litlu úrslitaleikina í riðlinum á móti Íslandi, Sviss og Austuríki,“ sagði Renard. „Hugarfarið verður að vera gott hjá okkur. Ég veit ekki hvort við erum sigurstranglegri en Þýskaland. Það er sigurstranglegasta liðið enda vinnur það alltaf. Við viljum bara standa okkur sem best,“ bætti þjálfarinn við. Frakkland er mun sigurstranglegra en Ísland á morgun. Echouafni segir að sínar stúlkur munu þó ekki vanmeta íslenska liðið sem hann talaði vel um. „Við virðum íslenska liðið. Það spilaði vel í undankeppninni þar sem það endaði fyrir ofan Skotland í sínum riðli. Við búumst við líkamlega sterku liði sem hleypur mikið. Ísland býr líka yfir mikilli reynslu og er með góða leikmenn sem spila fyrir góð lið. Ég vil að mitt lið berjist á móti Íslandi á morgun,“ sagði Oliver Echouafni. Þjálfarinn nefndi svo tvo leikmenn á nafn, önnur þeirra var líklega Hólmfríður Magnúsdóttir, þegar hann var að tala um reynsluna í íslenska liðinu en fjölmiðlafulltrúi Frakklands sleppti bara að þýða þann part af svarinu hjá Echouafni.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir EM í dag: Hollendingar að troða sér fram fyrir Okkar menn eru mættir til Hollands til að fylgja stelpunum okkar eftir hvert fótmál í EM-ævintýrinu. 17. júlí 2017 10:00 Skyggnst á bak við tjöldin á herbergisganginum með Dagnýju Brynjars Rakel Hönnu vildi ekki opna fyrir Söru Björk. Hvers vegna ætli það hafi verið? 17. júlí 2017 12:00 Ingibjörg: Partíið er ekki í herberginu hjá okkur Öglu Maríu Nýliðarnir tveir eru saman í herbergi á EM 2017 í Hollandi. 17. júlí 2017 12:30 Svona búa stelpurnar í Ermelo | Myndir Stelpurnar okkar njóta lífsins á lúxushóteli á meðan dvölinni í Hollandi á EM stendur. 17. júlí 2017 10:45 Stelpurnar spila á konunglegum velli á móti Frakklandi | Myndir Heimavöllur Willem II er völlurinn þar sem Ísland mætir Frakklandi í fyrsta leik sínum á EM á morgun. 17. júlí 2017 15:15 „Fan Zone“ í Tilburg | Íslenskt tónlistarfólk treður upp Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir því franska í fyrsta leik sínum á EM í Hollandi annað kvöld. Leikurinn fer fram á Koning Willem II vellinum í Tilburg. 17. júlí 2017 13:15 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Fleiri fréttir Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi Sjá meira
Það var ekki beint sprengjum varpað á blaðamannafundi franska landsliðsins í Tilburg í dag þar sem Olivier Echouafni, þjálfari Frakklands, og miðvörðurinn Wendie Renard, leikmaður Lyon, sátu fyrir svörum. Franska liðið er eitt það líklegasta til að vinna mótið en það er stjörnum prýtt. Það hefur aftur á móti átt erfitt með að komast í úrslitaleikinn á EM. „Við erum meðvituð um að við höfum dottið út of snemma í síðustu mótum. Það verður erfitt að vinna þetta mót en við munum gera okkar besta. Það fyrsta sem við þurfum að gera er að vinna litlu úrslitaleikina í riðlinum á móti Íslandi, Sviss og Austuríki,“ sagði Renard. „Hugarfarið verður að vera gott hjá okkur. Ég veit ekki hvort við erum sigurstranglegri en Þýskaland. Það er sigurstranglegasta liðið enda vinnur það alltaf. Við viljum bara standa okkur sem best,“ bætti þjálfarinn við. Frakkland er mun sigurstranglegra en Ísland á morgun. Echouafni segir að sínar stúlkur munu þó ekki vanmeta íslenska liðið sem hann talaði vel um. „Við virðum íslenska liðið. Það spilaði vel í undankeppninni þar sem það endaði fyrir ofan Skotland í sínum riðli. Við búumst við líkamlega sterku liði sem hleypur mikið. Ísland býr líka yfir mikilli reynslu og er með góða leikmenn sem spila fyrir góð lið. Ég vil að mitt lið berjist á móti Íslandi á morgun,“ sagði Oliver Echouafni. Þjálfarinn nefndi svo tvo leikmenn á nafn, önnur þeirra var líklega Hólmfríður Magnúsdóttir, þegar hann var að tala um reynsluna í íslenska liðinu en fjölmiðlafulltrúi Frakklands sleppti bara að þýða þann part af svarinu hjá Echouafni.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir EM í dag: Hollendingar að troða sér fram fyrir Okkar menn eru mættir til Hollands til að fylgja stelpunum okkar eftir hvert fótmál í EM-ævintýrinu. 17. júlí 2017 10:00 Skyggnst á bak við tjöldin á herbergisganginum með Dagnýju Brynjars Rakel Hönnu vildi ekki opna fyrir Söru Björk. Hvers vegna ætli það hafi verið? 17. júlí 2017 12:00 Ingibjörg: Partíið er ekki í herberginu hjá okkur Öglu Maríu Nýliðarnir tveir eru saman í herbergi á EM 2017 í Hollandi. 17. júlí 2017 12:30 Svona búa stelpurnar í Ermelo | Myndir Stelpurnar okkar njóta lífsins á lúxushóteli á meðan dvölinni í Hollandi á EM stendur. 17. júlí 2017 10:45 Stelpurnar spila á konunglegum velli á móti Frakklandi | Myndir Heimavöllur Willem II er völlurinn þar sem Ísland mætir Frakklandi í fyrsta leik sínum á EM á morgun. 17. júlí 2017 15:15 „Fan Zone“ í Tilburg | Íslenskt tónlistarfólk treður upp Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir því franska í fyrsta leik sínum á EM í Hollandi annað kvöld. Leikurinn fer fram á Koning Willem II vellinum í Tilburg. 17. júlí 2017 13:15 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Fleiri fréttir Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi Sjá meira
EM í dag: Hollendingar að troða sér fram fyrir Okkar menn eru mættir til Hollands til að fylgja stelpunum okkar eftir hvert fótmál í EM-ævintýrinu. 17. júlí 2017 10:00
Skyggnst á bak við tjöldin á herbergisganginum með Dagnýju Brynjars Rakel Hönnu vildi ekki opna fyrir Söru Björk. Hvers vegna ætli það hafi verið? 17. júlí 2017 12:00
Ingibjörg: Partíið er ekki í herberginu hjá okkur Öglu Maríu Nýliðarnir tveir eru saman í herbergi á EM 2017 í Hollandi. 17. júlí 2017 12:30
Svona búa stelpurnar í Ermelo | Myndir Stelpurnar okkar njóta lífsins á lúxushóteli á meðan dvölinni í Hollandi á EM stendur. 17. júlí 2017 10:45
Stelpurnar spila á konunglegum velli á móti Frakklandi | Myndir Heimavöllur Willem II er völlurinn þar sem Ísland mætir Frakklandi í fyrsta leik sínum á EM á morgun. 17. júlí 2017 15:15
„Fan Zone“ í Tilburg | Íslenskt tónlistarfólk treður upp Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir því franska í fyrsta leik sínum á EM í Hollandi annað kvöld. Leikurinn fer fram á Koning Willem II vellinum í Tilburg. 17. júlí 2017 13:15