Mikið stress og Söru Björk leið ekki vel eftir Frakkaleikinn 2009 Kolbeinn Tumi Daðason í Tilburg skrifar 17. júlí 2017 17:15 Sara Björk viðurkennir að hafa verið stressuð fyrir Frakkaleikinn fyrir átta árum. Hún er reynslunni ríkari. Vísir/Tom Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins, segir allt annað dæmi í gangi á EM 2017 en EM 2009 hjá okkar stelpum. Sara var í byrjunarliði Íslands í fyrsta leik kvennalandsliðsins á stórmóti, í Finnlandi fyrir átta árum, þar sem andstæðingurinn var einmitt Frakkland. Leikurinn tapaðist 3-1 og íslenska liðið hefur oft spilað betur. „Ég var átján ára, á fyrsta mótinu okkar. Það var fyrsta mótið fyrir okkur allar. Það var rosalega hátt spennustig og við vorum stressaðar fyrir leikinn,“ sagði Sara á blaðamannafundi landsliðsins í dag. Hólmfríður Magnúsdóttir gaf íslenska liðinu draumabyrjun með skallamarki eftir sex mínútur en svo tóku Frakkar við. Markvörður þeirra varði meira að segja vítaspyrnu Margrétar Láru í stöðunni 2-1.Leið ekki vel eftir leik „Ég man bara að mér leið ekki vel eftir leikinn,“ segir Sara Björk. Þær hafi hins vegar lært mikið af mótinu. „Við erum orðnir betri leikmenn og með betra lið. Við erum reynslumiklar, búnar að fara á tvö stórmót núna. Það er komin meiri reynsla í liðið og við erum orðnar miklu betri. Þá var Freyr spurður út í hvernig síðustu 24 tímarnir fram að leik yrðu nýttir. Liðið er búið að koma sér fyrir á hóteli hér í Tilburg en heldur svo aftur til Ermelo eftir leikinn á morgun. „Það verður æfing núna á vellinum sem snýst fyrst og síðast um andlegan undirbúning. Við erum búin að æfa allt,“ sagði Freyr. Í kvöld muni einhverjir horfa á Þýskaland Svíþjóð en annars sé frjáls tími á hótelinu.Snýst á endanum um fótboltaleik „Á morgun förum við aðeins yfir föst leikatriði. Þetta snýst núna um að halda fókus. Það er búið að vera mikið tal um þetta og mikil spenna í kringum athyglina sem liðið hefur fengið. Ég vona að þið sýnið því skilning fyrir athygli þjóðarinnar en á endanum snýst þetta um það að við erum að fara að spila fótboltaleik,“ sagði Freyr ákveðinn. „Við erum að hjálpa þeim að einbeita sér að því að spila leikinn. Þær vita að ef þær skilja allt eftir á vellinum á morgun þá verða allir stoltir af þeim.“Fundinn í heild má sjá hér að neðan en Sara svarar spurningunni eftir um 21 mínútu.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2017 í Hollandi Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins, segir allt annað dæmi í gangi á EM 2017 en EM 2009 hjá okkar stelpum. Sara var í byrjunarliði Íslands í fyrsta leik kvennalandsliðsins á stórmóti, í Finnlandi fyrir átta árum, þar sem andstæðingurinn var einmitt Frakkland. Leikurinn tapaðist 3-1 og íslenska liðið hefur oft spilað betur. „Ég var átján ára, á fyrsta mótinu okkar. Það var fyrsta mótið fyrir okkur allar. Það var rosalega hátt spennustig og við vorum stressaðar fyrir leikinn,“ sagði Sara á blaðamannafundi landsliðsins í dag. Hólmfríður Magnúsdóttir gaf íslenska liðinu draumabyrjun með skallamarki eftir sex mínútur en svo tóku Frakkar við. Markvörður þeirra varði meira að segja vítaspyrnu Margrétar Láru í stöðunni 2-1.Leið ekki vel eftir leik „Ég man bara að mér leið ekki vel eftir leikinn,“ segir Sara Björk. Þær hafi hins vegar lært mikið af mótinu. „Við erum orðnir betri leikmenn og með betra lið. Við erum reynslumiklar, búnar að fara á tvö stórmót núna. Það er komin meiri reynsla í liðið og við erum orðnar miklu betri. Þá var Freyr spurður út í hvernig síðustu 24 tímarnir fram að leik yrðu nýttir. Liðið er búið að koma sér fyrir á hóteli hér í Tilburg en heldur svo aftur til Ermelo eftir leikinn á morgun. „Það verður æfing núna á vellinum sem snýst fyrst og síðast um andlegan undirbúning. Við erum búin að æfa allt,“ sagði Freyr. Í kvöld muni einhverjir horfa á Þýskaland Svíþjóð en annars sé frjáls tími á hótelinu.Snýst á endanum um fótboltaleik „Á morgun förum við aðeins yfir föst leikatriði. Þetta snýst núna um að halda fókus. Það er búið að vera mikið tal um þetta og mikil spenna í kringum athyglina sem liðið hefur fengið. Ég vona að þið sýnið því skilning fyrir athygli þjóðarinnar en á endanum snýst þetta um það að við erum að fara að spila fótboltaleik,“ sagði Freyr ákveðinn. „Við erum að hjálpa þeim að einbeita sér að því að spila leikinn. Þær vita að ef þær skilja allt eftir á vellinum á morgun þá verða allir stoltir af þeim.“Fundinn í heild má sjá hér að neðan en Sara svarar spurningunni eftir um 21 mínútu.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Sjá meira